3.11.2010 | 15:39
Rangt, þjóðfundurinn er á morgun.
Hann hefst klukkan 14.00 og er haldinn við undirleik tunnuhópsins.
Markmið, að hreinsa út vanhæfa ríkisstjórn og gefa yfirstétt landsins skýr skilaboð að hún nái ekki til að þrælka þjóðina þó hún beiti fyrir sig rótækum vinstrimönnum.
Þjóðin lætur ekki blekkjast.
Þjóðin vill réttlæti.
Fundurinn sem Morgunblaðið vitnar í frétt sinni er áróðursamkoma ríkisstjórnarinnar, skipulögð af Einari Karli Haraldssyni.
Hugmyndina fékk hann þegar hann var í boðsferð í Rúmeníu á dögum einræðisherrans Ceausescu en hann var mikið fyrir svona þjóðfundi, sérstaklega þegar þjóð hans svalt.
En menn með vélbyssur sáu um mætinguna, slíku er ekki til að dreifa á Íslandi, ennþá.
Þess vegna mætir enginn ærlegur maður á laugardaginn, þeir mæta á morgun á Austurvöll til að tunna út ríkisstjórnina.
Allir velkomnir.
Kveðja að austan.
Austurvöllur 4. nóvember · 14:00 23:30
http://www.svipan.is/?p=15561
Þjóðfundur á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5618
- Frá upphafi: 1399557
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 4791
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar !
Þú hefur áður sagt að þú eigir ekki auðveldlega heimangegnt, en nú er ég hræddur um að ekki veiti af, er ekki bjartsýnn á stóra þáttöku á morgun og þá er eiginlega bara eitt að segja "verði ykkur að góðu" því svo lengi sem "menn með vélbyssur" ekki ógna mótmælandi fólki, getur það tekið í notkun áhöld lýðræðisins og tjáningarfrelsisins í stað kjörseðilsins sem flestir eru víst búnir að missa trúna á.
En hvað veit ég, gamall landflótta þusari.
MBKV að utan
KH
Kristján Hilmarsson, 3.11.2010 kl. 16:06
Blessaður Kristján.
Ég mæti í byltinguna, en ég er hræddur um að hún verði ekki á morgun. Margt slæmt á eftir að gerast áður en fólk áttar sig á svikum yfirstéttarinnar með stuðningi hinna kjaftandi stétta.
En ég hef meiri trú á mátt skoðanakannanna, fólk í Samfylkingunni hugsar sitt. Það eru brúarsmiður í fullri vinnu að byggja brýr til Sjálfstæðisflokksins, og ég held að Steingrímur sé glottandi að treysta á það.
Og ætlar sér að fiska í gruggugu vatni, allt er betra en að leggja fram fjárlagafrumvarpið.
En þó ég sé trúlaus, þá er það skylda að vekja athygli á þessu á meðan fáir aðrir nenna því hér á Moggablogginu.
Það er þöggun í gangi, þú getur lesið um hana á bloggi Raksig sem er hér neðarlega í bloggvinalista.
En hvað sem gerist á morgun þá er ljóst að gífurleg undiralda er í gangi. Hún er bara ekki hérna á Moggablogginu, hún er í samræðum fólks manna á milli.
Og fólk hefur fengið nóg.
Aðeins skortur á forystu skýrir völd AGS, ekkert annað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 16:45
Auðvitað er undiraldan þung og droparnir í henni margir í þetta sinn, en sárt að sjá hve létt er sundra fólki og draga athyglina frá markmiðunum með allskonar innskotum sbr. þetta frá manréttindanefnd RVK um úthlutun nýja testaments í skólum (þörf umræða, en tímabær ? nei) ofl í líkum dúr, það segir mér sem er hérna í vissri fjarlægð að það séu einfaldlega ekki nógu margir í verulegum kröggum ennþá, til að sameiningin um "útburð" nái fram.
Og þá er spurninin ! verða nógu margir í verulegum kröggum til að raunverulegra breytina sé von, eða tekst ráðamönnum með aðstoð ASG ofl að halda "Elítunni" og "hálfelítunni" nógu stórri til að þeir séu hólpnir ?
Talandi um að sundra og/eða vekja falskar vonir til að fá stundarfrið, þá setti ég þetta að hluta gamalt en þó nýtt, í dag á mitt blogg.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 3.11.2010 kl. 17:53
Blessaður Kristján.
Nei, það er ekki nógu margir í kröggum, og það er langt síðan Íslendingum (mikill meirihluti okkar) var sama um neyð náungans ef þeir sjálfir hefðu það gott.
Þess vegna verður engin vendipunktur á morgun, en stjórnarfleyið er mjög valt, það gerir fylgistapið ásamt langvarandi þreytu milli stjórnarflokkanna, sem og innan þeirra.
Því er hugsanlegt að það þurfi ekki vendipunkt, aðeins tunnuslátt.
Mér skilst að um 700 manns hafi skráð sig á Feisinu, og ef við náum þúsund, þá titrar stjórnin því fjárlögin eru eftir.
Það er þessi titringur sem er spurningin, ekki þjóðin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.11.2010 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.