2.11.2010 | 18:53
Látum ekki börnin borga!!!
Nei, við berum bara foreldra þeirra út úr húsum sínum.
Við höldum bara tugþúsundum heimila í skuldahít þar sem ekkert svigrúm er til eðlilegs lífs. Það er nefnilega svo gott fyrir börn að kynnast lífskjörum þriðja heimsins.
Og ef þau verða veik, já þá verða þau veik, en ekki út á landi, allavega ekki nema það sé gott veður, og pláss í Reykjavík.
Já, Samfylkingin er flokkur sem lætur börnin ekki borga.
Kveðja að austan.
Láti ekki börnin borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 487
- Sl. sólarhring: 704
- Sl. viku: 6218
- Frá upphafi: 1399386
Annað
- Innlit í dag: 413
- Innlit sl. viku: 5268
- Gestir í dag: 380
- IP-tölur í dag: 375
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleymdu ekki að þetta kemur frá aðalbaráttumanninum fyrir að innlima okkur í ævarandi Ice-save skuldafangelsi, svo við yrðum skuldaþrælar til eilíðarnóns, líkt og Haiti og fátækustu ríki Afríku...
MN (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 01:46
Blessaður MN.
Seint mun ég gleyma því en þessi pistill minn var barnvænn, svona í anda Litlu stúlkunnar með eldspýtunnar, Oliver Twist og fleiri sagna, þar sem menn vildu ekki láta börnin borga, bara þjást.
Svo eru það þrælasögurnar líkt og við fáum frá Indlandi og Pakistan, um börn í skuldaánauð. Þar eru börnin heldur ekki látin borga, þau bara þræla.
En það eru svona meira hryllingssögur, og ég hlífði Samfylkingarfólki við að þurfa lesa það. Og það les því þegar ég segi einhverja bölvaða vitleysu, þá kemur það alltaf og segir "a ha, þarna náði ég þér, hí á þig".
En mútufé ESB trúir Össur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.11.2010 kl. 04:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.