Sýnum loksins að okkur sé ekki sama um örlög náungans.

 

Munum að hans örlög geta orðið okkar ef auðræningjar fá að móta endurreisn landsins.

Endurreisn sem verðu aðeins endurreisn þeirra sem eitthvað eiga.

En restin býr í skuldagildru og stöðugum ótta við útburð.

 

Í gær tilkynnti Sjálfstæðisflokkurinn að illi andinn hefði yfirtekið stefnu flokksins, þar með er ljóst að ekkert skjól er í stjórnarandstöðunni, hún er vígi innheimtulögfræðinga og braskara.

Eftir stöndum við sjálf, og samtaka máttur okkar.

 

Sýnum að okkur sé ekki sama.

Mætum og hjálpum þessu unga fólki.

Hindrum útburð.

Nema útburð ómenna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þeir mega hypja sig af landi brott.

Kveðja að austan.


mbl.is Ætla að stöðva útburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn Ómar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2010 kl. 13:51

2 identicon

Ég skil ekki af hverju Heimavarnaliðið er að verja þennan glæpamann hann Arnar. Það má vel vera að það sé fólk sem þarf að hjálpa en honum á hreinlega að stinga í fangelsi. Hann hefur aldrei borgað sínar skuldir á ævinni og mun aldrei gera. Heimavarnarliðið fær ekki samúð frá mér í þetta sinn.

Réttlæti (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:07

3 identicon

Réttlæti

Þetta eru ásakanir sem verðskulda kæru. Þú kemur í skugga nafnleysis og ræðst á nafngreindan einstakling með svívirðingum. Þú ert ómerkingur.

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:14

4 identicon

Sveinbjörn

Þetta eru bara opinberar upplýsingar sem ég er að vísa í.

Réttlæti (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:18

5 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Minn ágæti Ómar - viltu benda mér sjóndöprum og skilningsvana á hinn illa anda í frumvarpi Sjálfstæðisflokksins -

Gefum heimilum von

Skattahækkanir dregnar til baka á næstu tveimur árum

Fréttatilkynning                                                                                                  1. nóvember 2010

  • Skattar lækkaðir á heimili – úrræði rýmkuð og einfölduð
  • Nýtum auðlindir – sköpum tuttugu og tvö þúsund störf innan þriggja ára
  • Betri ríkisrekstur – fátæktargildrum í bótakerfum útrýmt

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kynnir í dag tillögur sínar um aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin, verja velferð með ábyrgum ríkisfjármálum, efla atvinnulífið og fjölga störfum. Þingsályktunartillaga þessa efnis verður lögð fram um leið og þing kemur saman á fimmtudaginn.

Í tillögunni kemur fram að efnahagsbatinn sem spáð var á þessu ári láti standa á sér en það er afleiðing vanhugsaðra aðgerða í skattamálum og aðgerðaleysis í málefnum heimila og atvinnulífs.

Sjálfstæðisflokkurinn leggur því fram tillögur sínar um aðgerðir í efnahagsmálum, sem eiga að bæta stöðu heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs, endurheimta tiltrú á íslenskt efnahagslíf og fjölga störfum.

Tillögurnar skiptast í þrennt og snúast í fyrsta lagi um að gefa heimilum von, í öðru lagi um endurheimtu starfa og eflingu atvinnulífs og í þriðja lagi um hagræðingu og aðhald í rekstri ríkisins, sem er mikilvæg forsenda áframhaldandi velferðar í landinu.

Skattar lækkaðir á heimili – úrræði rýmkuð og einfölduð

Sjálfstæðisflokkurinn vill að skattahækkanir núverandi ríkisstjórnar á heimilin verði dregnar að fullu til baka á næstu tveimur árum.

Einnig vilja sjálfstæðismenn að greiðsluaðlögunarúrræðin verði einfölduð verulega og rýmkuð frá því sem nú er og að öllum sem þess óska standi til boða að lækka greiðslubyrði fasteignalána sinna um allt að 50% næstu þrjú árin gegn lengri lánstíma. Þá skuli þeir sem missa atvinnu eiga rétt á að frysta greiðslur vegna húsnæðisskulda í allt að sex mánuði. Þeim sem missa heimili sitt vegna mikillar skuldsetningar eða gjaldþrots verði gert kleift að endurleigja það gegn hóflegri greiðslu og njóta kaupréttar á húsnæðinu í allt að fimm ár.

Lagt er til að fyrningarfrestur eftir gjaldþrotaúrskurði verði styttur, afskrifaðar skuldir einstaklinga sem verða eignalausir myndi ekki skattstofn, stimpilgjöld verði afnumin og að tryggt verði með lagabreytingu að þeir, sem misst hafa eigur sínar vegna vanskila á ólögmætum gengistryggðum lánum, geti leitað réttar síns fyrir dómstólum. Skulu þeir njóta flýtimeðferðar. Auk þessa er lagt til að vaxtabóta- og húsaleigubótakerfin verði styrkt í þágu þeirra sem bágust kjörin hafa.

Tuttugu og tvö þúsund störf innan þriggja ára

Með bættum rekstrarskilyrðum munu lítil og meðalstór fyrirtæki ná sér fljótt á strik en þar verða flest störf til. Mynda þarf 22.000 ný störf á næstum tveimur til þremur árum.

Þingflokkur sjálfstæðismanna leggur til að auðlindir verði nýttar skynsamlega, hvötum beitt til að örva hagkerfið, markvisst verði unnið gegn atvinnuleysi og óvissu eytt í umhverfi fyrirtækja.

Meðal þess sem lagt er til er að: 

  • Auka þorskafla um 35.000 tonn og hverfa frá fyrningarleið
  • Greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík og koma á orkufreku verkefni á Bakka
  • Hrinda í framkvæmd arðbærum verkefnum í samvinnu við lífeyrissjóði og aðra
  • Beita skattkerfinu til að verja störf og mynda ný

Lögð er áhersla á að afnema óhagkvæma skatta sem vinna gegn verðmætasköpun og auka skattaafslætti vegna rannsókna og þróunarstarfs. Veita ber nýjum fyrirtækjum undanþágu frá tryggingargjaldi í tvö ár frá stofnun og starfandi fyrirtækjum sem fjölga störfum 2011 og 2012 afslátt af gjaldinu.  Endurskoða þarf vörugjöld og verndartolla.

Einnig telur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins að eyða verði óvissu um skattlagningu í atvinnurekstri næstu árin og vegna fjárfestingar í orkufyrirtækjum. Þá skuli gjaldeyrishöftum aflétt í kjölfar minnkandi þrýstings á gjaldmiðilinn innan hæfilegs tíma.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að ýtt verði undir sköpunarkraft atvinnulausra, og þeir sem verið hafa atvinnulausir í meira en sex mánuði fái aðstoð til að hefja eigin rekstur hafi þeir á því áhuga. Tryggingargjald verði lækkað samhliða minnkandi atvinnuleysi.

Betri ríkisrekstur – fátæktargildrum í bótakerfum útrýmt

Aðhald í ríkisrekstri er mikilvæg forsenda áframhaldandi velferðar. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stefnir að hallalausum ríkissjóði árið 2013 en hefur að leiðarljósi að réttur landsmanna til grunnþjónustu í heimabyggð – heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntunar – sé tryggður óháð búsetu.

Aðgerðir til að bæta rekstur ríkisins en tryggja jafnframt velferð eru í tíu liðum.

Meðal annars er lagt til að á meðan yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um ábyrgð á innstæðum í fjármálafyrirtækjum er í gildi verði tekið sérstakt 0,25% gjald af stofni allra innstæðna í bönkunum. Ítrekað er að farin verði sú leið að skattleggja inngreiðslur séreignarsparnaðar.

Lögð er áhersla á að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu en þess í stað byggt á færri og sterkari einingum.

Í heilbrigðiskerfinu skal svigrúm fyrir starfsemi einkaaðila aukið og í auknum mæli byggt á samkeppni um þá þjónustu sem veita þarf.

Fátæktargildrum í lífeyris- og bótakerfum skal útrýmt og hvatar til atvinnuþátttöku skerptir. Bótakerfið skal endurskoðað til að koma í veg fyrir hugsanlega van- eða oftryggingu bótaþega.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.11.2010 kl. 14:26

6 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Sammála þér Sveinbjörn, það er alveg furðulegt þegar menn þora ekki að koma fram undir nafni en eru alveg tilbúnir að setja fram allskonar fullyrðingar um aðra sem þó þora að koma fram undir nafni.

Sama hvort þú hefur rétt eða rangt fyrir þér "Réttlæti" , sýndu þann manndóm að koma fram undir nafni þegar þú ert að svívirða aðra. Eða það sem betra er, hættu að svívirða aðra og hagaðu þér eins og maður ef þú getur.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 2.11.2010 kl. 14:32

7 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Smá athugasemd vegna tillagna Sjálfstæðisflokksins, þær eru hvorki fugl né fiskur, því miður, vegna þess að þær eru allt of almennar og gera ekki nóg til að koma heimilum og þjóð af stað eftir þetta langa stopp sem komið er. Maður hefði nú vonað og eiginlega ætlast til eftir rúmlega árs reiknivinnu að það hefðu komið alvöru tillögur frá Sjálfstæðismönnum, ekki moð eins og þetta. Einu raunhæfu tillögurnar eru frá Hagsmunasamtökum heimilanna. 

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 2.11.2010 kl. 14:41

8 identicon

100% sammála, ÓÞOLANDI þegar menn koma fram með óútskýrðar fullyrðingar, og það undir nafnleysi. Nafnleysingar eru hugleysingjar.

Þórður Sigurjónsson (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:42

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég skora á "Réttlæti" að rökstyðja mál sitt. Hvaða "opinberu upplýsingar" er til dæmis verið að vísa í? Ef þessi maður sem er verið að aðstoða þarna er svona mikill glæpamaður, þá hefði ég haldið að rétt væri að útkljá það fyrir dómstólum frekar en á bloggsíðum. Tek það fram að ég þekki engin málsatvik í umræddu tilviki.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.11.2010 kl. 15:37

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ofreiknað verðbætur og raunvextir af 20.000.000 úrborgun íbúðlánsjóðs  af okur lánsforminu hans miðað við meðal verðbólgu 3,0% næstu 30 ár, er um 206.000 á ári. Um  6 milljóna hækkun. 11.000.000 ofreikaðar ef verðbólga er um 4,0% . Langtíma meðaltals  verðbólga hér er um 16%.  

Júlíus Björnsson, 2.11.2010 kl. 16:19

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Það hefur sjaldan brugðist þegar eitthvað kemur upp sem ógnar hagsmunum AGS og fjármagnseiganda, að ekki birtist svona tónn í netheimum.  Að þetta séu glæpamenn, bruðlara, fjárglæfrafólk og ég veit ekki hvað.

Jafnvel fólk með fortíð.

Þegar Björn Orri lögmaður tilkynnti fyrst að hann ætlaði af stað með málsókn gegn gengistryggðu lánunum þá hófst mikil rógsherferð gegn honum.  Kjarninn í henni var sá að hann átti sér viðskiptafélaga, og hann sjálfur hefði stundað viðskipti.

En hvað kom það málinu við??

Þó hann hefði sofið hjá Dorrit þá kom það ekkert hinni fyrirhugaðri málsókn við.

Björn og Hagsmunasamtök heimilanna stóðust þrýsting leiguliða Samfylkingarinnar, og afraksturinn er eina Bót sem skuldarar hafa fengið eftir Hrun, þá Hæstiréttur í pólitík hefði eyðilagt það að hluta.

Eins er það með Útburð, alltaf eru óverðugir bornir út og því á ekki að hjálpa.  Þjóð, sem þykist Kristin og hefur lært söguna um Týnda soninn, hagar sér eins og heiðingjar Mammons, telur engan vera mann nema hann eigi pening eða hafi sýnt ráðdeild í fjármálum.

Samkennd með náunganum, stuðningur við fólk í neyð víkur fyrir siðferðislegum dómum fólks sem þykist vera betra.

Pistill minn er ákall um aðra hugsun, um að sérhvert líf heimti samúð okkar.

Það varð fordæmalaust Hrun, og allar forsendur fólks, líka þeirra sem hafa misráðnar hendur í fjármálum, breyttust þannig að stór hluti þjóðarinnar á annað hvort í gífurlegum erfiðleikum með að standa í skilum, eða hreinlega getur það ekki.

Þar  með taldir þeir sem hafa alltaf átt erfitt, eða ekki kunnað með fé að fara.

En hver telur sig vera það mikinn mann að hann geti dæmt náungann á neyðartímum.  Þegar Titanic sökk, þá gengu konur og börn fyrir, en það stóð enginn við björgunarbátana og dæmdi fólk eftir verðleikum.  Þá bjargaðist örugglega fullt af fólki sem hefði þurft að ræða málin við Lykla Pétur ef á hinn veginn hefði farið, en fullt af fólki gekk beint inn um Gullna Hliðið.

Þetta er bara svona, það er öllum hjálpað á neyðarstundu.

Og nú er sú stund í sögu þessarar þjóðar að allir eiga að halda húsnæði sínu.

Allir, án undantekninga.

Vegna þess að það varð forsendubrestur í þjóðfélaginu, það urðu hamfarir af völdum yfirstéttar landsins, og þar með dæmdi hún sig úr leik með nauðungaruppboð sín og Útburð.

Þegar ástandið verður orðið eðlilegt á ný, þá má skoða fyrri siði, og finna óverðuga, en kannski verða margir það ekki lengur því í þjóðfélagi samkenndar og náungakærleika, vilja margir feta hinn breiða veg með samborgurum sínum, að lifa í sátt og samlyndi við náunga sinn.

Við megum ekki gleyma að börnin hafa það sem fyrir þeim er haft, og ef fólk elst upp í umhverfi græðgi og sjálftöku, þá missa menn oft sjónir af því sem gerir fólk ærlegt.

Og líklegast er sú hugsýki útbreiddari en við höldum, aðrar skýringar á ég ekki að hafa þurft að skrifa þennan pistil og þessi orð mín hér að ofan.  Ef það væri  ekki  skortur á ærlegu fólki á Íslandi, sérstaklega ærlegu félags og jafnaðarfólki, þá væru heimilin ekki í þeirri stöðu sem þau eru í dag.

Og ég vil taka það fram að ég er ekkert að tjá mig um efnisatriði þess rógburðar sem Réttlæti hafði smekk til að menga þessa síðu með.  Það gleður mig að fólk skuli hafa mætt í fjarveru minni og lesið honum pistilinn.

En gleymum því ekki að svona rógur sundrar vegna þess að fólk telur að börn óreiðumanna eigi frekar að gista á götunni en önnur börn.  Fólk telur sig æðra. 

Og það er synd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 19:56

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Takk fyrir sendinguna, en ég var búinn að lesa þetta áður á ágætu bloggi Sigurðar Kára.  

Þessi þráður er ekki ætlaður fyrir þras um Sjálfstæðisflokkinn, ég benti eingöngu á að maðurinn sem fíflaði flokkinn í sparisjóðsráninu, að hann hefði líka stolið sálu ykkar.  Hvort ég pistili um það veit ég ekki, fer eftir því hvort ég losni við pestina eður ei.

Hefði alveg gaman að skrifa grunnpistil um gott fólk sem fór í hundanna.  Á hinn bóginn er ég eiginlega alveg hættur að nenna að skrifa svona pistla þar sem ég þarf að fletta upp á gömlum greinum og rökstyðja mál mitt í ítarlegu máli, en sjáum til.

En í stuttu máli þá vil ég benda þér á nýfallinn dóm heimskunnar þar sem tvöföldun skuldar var sögð eðlileg sveifla í hagkerfinu.  Og bankinn sem kom okkur á hausinn, hann hirðir allt eigið fé af þessu fólki og skilur það eignarlaust með skuldabagga á bakinu eftir.

Og það eina efnislega sem stendur í þessari vonarstefnu ykkar er að þessu fólki verði gert kleyft að leigja hina stolnu eign til baka.  

Og í ljósi þess að flokkur þinn er Hrunflokkurinn Ólafur, þá eru þetta kaldar kveðjur til fórnarlamba Hrunsins.  Sérstaklega vegna þess að einn albesti greinari skuldakreppunnar er Tryggvi Hrútur þingmaður okkar Austfirðinga og eini hagfræðingurinn sem er á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Pétur Blöndal er aðeins stærðfræðingur og illur andi og Tryggvi tæki hann í bóndabeygju og stingi honum í vasann ef Pétur hefði manndóm til að mæta honum.

En mútuþegar ESB á fjölmiðlunum þeir taka viðtal við Pétur en ekki Tryggva, enda vill ESB þjóðargjaldþrot.

En ég hélt ekki að þú vildir það Ólafur.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 189
  • Sl. sólarhring: 876
  • Sl. viku: 5920
  • Frá upphafi: 1399088

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 5014
  • Gestir í dag: 155
  • IP-tölur í dag: 152

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband