Flóttinn hafinn.

 

En siðferðið á bak við flóttann.

Það á að hlífa á landsbyggðinni með því að skera á höfuðborgarsvæðinu.  

Með öðrum orðum, að skapa tortryggni, vekja úlfúð, etja mönnum saman.

Vissulega það eina sem Samfylkingin hefur gert frá því að Ingibjörg Sólrún kvaddi illu heilli, en ömurlegt er innræti þeirra sem láta blekkjast og halda áfram að styðja þessi flærðarfól.

 

Það er ekki réttlætanlegt að skera meira niður í heilbrigðiskerfinu fyrr en það er búið að fjarlæga næstum því allt annað úr bókhaldi ríkisins. 

Þar á meðal óhóflegar  vaxtagreiðslur til krónubréfaeigenda, þeir braskarar verða að sætta sig við að hafa veðjað á rangan hest. 

Það tekur engin ríkisstjórn braskara fram yfir velferð og heilbrigði þegna sinna.

Engin nema hún sé skipuð Leppum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

 

Látum ekki herra Fláráð villa okkur sýn og leiða okkur út í foræði bræðravíga.

Björgum okkur, björgum grunnstoðum samfélagsins.

 

Gefum leppum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins langþráð frí.

Kveðja að austan.


mbl.is Vill endurskoðun á niðurskurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 547
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 6278
  • Frá upphafi: 1399446

Annað

  • Innlit í dag: 466
  • Innlit sl. viku: 5321
  • Gestir í dag: 428
  • IP-tölur í dag: 421

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband