Sjálfsmorðsferð vinstri manna er ekki nærri lokið.

 

Fylgi ríkisstjórnarinnar mun fara undir 20% þegar fjárlagafrumvarpið kemur til afgreiðslu.  

Í afgreiðslu Fjórðungssjúkrahússins má lesa spjald með þessari ábendingu.

"Líf þitt getur verið styttra en ferðin suður"

Og allir skilja hvað það þýðir.

Í dag kannast fáir á landsbyggðinni við að styðja þessa stjórn.  Þó eru einhverjir sem lifa í voninni um að þetta hafi allt saman verið vondur draumur, jafnvel jók til að plata Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Að þykjast vilja illt og breyta í samræmi við stefnu sjóðsins, en breyta svo um stefnu á síðustu stundu.

En það eru ekki margir sem hugsa svona. 

Máttarstólpar flokkanna vilja ekki lengur kannast við þessa ríkisstjórn, kannski fá flokkar þeirra eitt tækifæri í viðbót, og þá til betrunar, annars verður enginn til að taka á móti þingmönnum VG og Samfylkingarinnar þegar árlegu jólafundir þeirra byrja.

 

Um áramótin munu þá örvinglaðir ESB sinnar standa með ríkisstjórninni en skynsemisverur innan þeirra vébanda, eru farnir að sjá að hörmungin skemmir málstað þeirra.  Þeir sem í einlægni trúa að ESB aðild sé þjóðinni til gagns, sjá að afglapar vinna ekki neinu máli fylgis.

Þeir eru því farnir að hugsa sinn gang.

 

Eina sem stendur í vegi uppstokkunar á flokkakerfinu er skortur á valkosti, að fólk finni trúverðugt stjórnmálaafl sem það treystir fyrir landsstjórninni.

Á meðan lafir ríkisstjórnin, engum til gagns, en mörgum til háðungar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við getum losnað við þetta pakk, Í DAG!!! Bíðum ekki þar til þau hafa keyrt öllu hér í strand! Burt með þau! STRAX! TAFARLAUST!

http://www.utanthingsstjorn.is 

utanthingsstjorn.is !!!!! (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 07:42

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Tunnum á fimmtudaginn.

Kveðja að austan.,

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 388
  • Sl. sólarhring: 747
  • Sl. viku: 6119
  • Frá upphafi: 1399287

Annað

  • Innlit í dag: 328
  • Innlit sl. viku: 5183
  • Gestir í dag: 303
  • IP-tölur í dag: 299

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband