"Icesave-samningur enn langt undan"

Sagði fréttastofa Ruv í fjögur fréttum.

Þessi sama fréttastofa sagði í fréttum þann 29. júlí að

"Engin ríkisábyrgð er á bankainnistæðum á Evrópska efnahagssvæðinu. Svo segir í svari frá Michel Barnier, yfirmanni innrimarkaðsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til norska fréttamiðilsins ABC Nyheter"

Skýrar er ekki hægt að orða hlutina. Og þegar heimildin er framkvæmdarstjórn ESB, þá er ljóst að krafa breta byggist á eðli fjárkúgana en ekki laga.

Spurningin er því af hverju fréttamaður Ruv spyr fjármálaráðherra ekki út í hvort hann óttist ekki Landsdóm og ákæru um meint landráð fyrir að vinna að hagsmunum erlendis ríkis sem stundar grímulausa fjárkúgun, fyrst að fyrir liggur skýrt álit ESB að innistæðukerfi þeirra er sjálfbært kerfi, fjármagnaða af fjármálastofnunum en ekki ríkissjóðum viðkomandi landa.

Af hverju er Steingrímur látinn athugasemdalaust komast upp með frekari fjárkúgunarviðræður við breta fyrst krafa þeirra er lögleysa????

Af hverju þekkir Ruv ekki til sinna eigin frétta ef þær styðja íslenskan málstað????

 

Getur verið að mútufé ESB spili þar eitthvað inní????

Í eitthvað hlýtur það að fara fyrst ráðherra getur kynroðalaust sagt frá landráðum án þess að vera spurður út í hvort hann sé með fullu viti.

 

ICEsave er fjárkúgun og samkvæmt lögum er ólöglegt að stuðla að framgangi slíkra lögleysu.  Kallast meðsekt og varðar við þungar refsingar.

Er ekki tími til kominn að láta lög gilda í landinu yfir fleiri en súpuþjófum og ungmennum sem mótmæla lögleysu og kúgun erlendra afla????

Hvers á þjóðin að gjalda????

Kveðja að austan.

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ómar, þú ert kominn í Icesave-gallann, eins og skæruliða sæmir.  Ekki veitir af, við vitum aldrei hvað Steingrími dettur í hug næst, enda enn að tala um Icesave-samninga í fréttinni í næsta pistli á undan.  Honum er víst ekki sjálfrátt, manninum, hlýtur að vera með ósjálfráða löngun að níðast á landsmönnum með þessu.  

Ofsalega er ég orðin leið á að heyra í honum, Jóhönnu og Steingrími og hinum Icesave-sinnunum og lesa um þau talandi um að semja við rukkarana.  Ætli við verðum nokkuð 2 ein eftir, Ómar, búin að fjarlægjast alla og fæla alla í burtu frá okkur með skapvonskunni yfir þessari kúgun??   

Elle_, 1.11.2010 kl. 19:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki Elle, erfitt að kenna gömlum hundum að sitja.

En Sigurður sagði mér að það ætti að tunna á fimmtudaginn, svo maður safnar liði.

En pestin er búin, þannig að forgangurinn er annar en að ergja fólk.  Hann heitir að ergja liði og sinar.

En eitthvað salt hlýtur maður að eiga í sár þeirra sem eru að hugsa um að flýja sökkvandi skip.

Bið að heilsa skörfum fyrir sunnan.

Ómar.

Ómar Geirsson, 1.11.2010 kl. 22:29

3 Smámynd: Elle_

Við sunnanvindar erum öll í hundfúlu og vondu skapi, Ómar, og erum löngu farin að gelta bæði í pósti og ef við hittumst.  Þarna sjáum við bara hvað ógnarstjórn getur valdið miklum skaða!#$%&&/

Elle_, 1.11.2010 kl. 23:09

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Pestin lifi Elle, og því sit ég við tölvuna, en horfi ekki núna á fegurstu fjallasýn sem um getur, fjöllin í Vaðlavík í fjarskanum (reyndar sé ég aðeins grilla í efstan topp, en sama það sést hér út með firði).

Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessari könnun, hve lengi ætla rotturnar að bíða með að flýja sökkvandi skip.

Og einnig verður fróðlegt að sjá hvort þjóðin mæti og tunni á fimmtudaginn.

Hræddur um tíðindi og hlakka ekki mikið til, finnst margt benda til að Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Péturs Blöndal ætli að bakka AGS upp þar til landið verður að full innlimað í þrælakistu hins alþjóðlega braskaraauðvalds.

Og þá munu fyrrum ICEsave samherjar berjast á banaspjótum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.11.2010 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1225
  • Frá upphafi: 1412779

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1084
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband