Á Íslandi varð fordæmalaust Hrun.

 

Þjóðin mun aldrei ná að vinna sig út úr því ef Hrunskuldir verða skyldar eftir hjá almenningi og fyrirtækjum.

Að neita að horfast í augun á þeim veruleika, er um leið upphaf af endalokum okkar sem þjóðar.

Stjórnmálamenn, upp til hópa, hafa ekki kjark til að horfast í augun á því sem gerðist, og því sem þarf að gera.

Þeir vísa vandanum á dómskerfið, á lögfræðinga sem eiga að skera úr um framtíð þjóðarinnar.

Og dómskerfið, það telur sig dæma eftir gildandi lögum.

En enginn, hversu vitlaus sem hann er, hversu tryggur sem hann er auðmönnum og yfirstétt, lætur svona út úr sér.

"Almennar aðstæður á efnahagslífi .. "

Það er ekkert almennt við fordæmalaust Hrun.

Og að bjóða fólk upp á svona málflutning er móðgun við alla þá sem núna berjast fyrir lífi sínu í skuldafeni Hrunskuldanna.

Vissulega má það vera að dómstóla skorti lagaheimildir, en skortur á viti, almenn firring eða algjör dómgreindarskortur, er ekki forsenda dóma þeirra.

Haldi slíkt áfram mun þjóðin rísa upp.

Og lögleysan taka við.

Er ekki tími til kominn að menn staldri  við og sameinist um aðgerðir gegn þjóðarvá.

 

Við munum öll sitja í súpunni ef svo verður ekki.

Kveðja að austan.


mbl.is Byggði vörnina á forsendubresti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má vel vera að hrunið sé fordæmalaust. En þær breytingar sem urðu á gengi og vísitölu eiga sér mörg fordæmi hér á Íslandi. Það er ekki hægt að kalla breytingu sem búast mátti við, hefðu menn haft fyrir því að skoða söguna, forsendubrest. Vísitölubindingar eru, til dæmis, til komnar vegna þess að krónan á það til fyrirvaralaust að missa megnið af verðgildi sínu. Almennt séð er Íslenska krónan mjög óstöðugur gjaldmiðill þar sem ætíð má búast við mikilli verðmætarýrnun á skömmum tíma.

Það verður seint skortur á fólki sem tekur áhættu, ætlar að vera ferlega sniðugt og græða mikið, og ætlast svo til að aðrir borgi þegar þegar það hefur skitið uppá bak. Þjóðin mun ekki rísa upp til að bjarga skussunum úr snörunni.

sigkja (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 21:13

2 Smámynd: Elle_

Ætlast ofanverður "sigkja", forhertur Evrópusambands- og ICESAVE-SINNI og sem hefur farið víða með rakalausan þvætting fyrir Bretana og Jóhönnu Sig. og co. um ICESAVE-SKULDIR okkar, nú til að nokkur maður geti tekið efnahags-´rök´hans alvarlega???  Ekki neitt vit í dóminum.  Og sammála Ómari. 

Elle_, 30.10.2010 kl. 22:35

3 identicon

Ég held að enginn geti ætlast til þess að fólk sem myndar sér skoðanir án þess að kynna sér málin skipti um skoðun við leiðinlega upptalningu staðreynda. Enda hljóma lýðskrum, merkingalaus slagorð, rangfærslur og innantóm loforð svo miklu betur. Vonandi verða þó þessi skrif til þess að einhver kynni sér málin aðeins betur og hugsi dæmin til enda, þó það sé sársaukafullt að rífa hausinn upp úr sandinum og horfa í kring um sig.

sigkja (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 23:21

4 Smámynd: Elle_

Við höfum skoðað málin vel.  Við höfum líka skoðað ólöglegu ICESAVE-NAUÐUNGINA ofan í kjölinn.  Það verður ekki sagt um þig hinsvegar.

Elle_, 30.10.2010 kl. 23:33

5 Smámynd: Jónas Jónasson

Svona Sigkja innforrotaðar kerfistýpur er akkúrat fólkið sem ætti að drífa sig að nota tækifærið og flyja land! 

Jónas Jónasson, 30.10.2010 kl. 23:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigkja.

Eða hvað sem þú heitir.

Ég var að horfa á Mama Miu í kvöld, þriðja fjórða skiptið.  Og hafði endalaust gaman að, sú snilld að fá James Bond til að syngja er dæmi um frjósemi mannshugans.  Líka tónlist þeirra Abbabræðra, og hún Maryl og allar hinar stelpurnar, hvílík lífsgleði sem gneistaði frá þeim.

En mannshugurinn á sér sínar dekkri hliðar, því miður.  Ein hliðin er sú sem rekur menn áfram til að bulla til að auka á þjáningar meðbræðra sinna.  Þú átt engin dæmi til að rökstyðja mál þitt, þetta er innantómt blekkingartal, líklegast til að styrkja evrutrú þína.

Þó var blessuð krónan bjargvættur eftir allt saman, annars hefði allt hér stöðvast.

En það sem lítilsigldir menn átta sig ekki á, er sú einfalda staðreynd að það skiptir ekki máli að fólk hafi átt að sjá þetta fyrir, og þá líklegast allt vera búið að flýja land, eða hvort það hefði átt taka upp evruna, eða hengja auðmenn eða hvað sem það gat gert. Það skiptir ekki máli í dag.

Það sem skiptir máli er að þetta gerðist.

Þetta gerðist, og aumur er sá hugur sem réttlætir þjáningu meðbræða sinna og endalok þjóðfélags síns, með þeim rökum að hann hafi vitað betur.  Og heimskan er algjör því sá sem vissi betur, honum bar skilyrðislaus skilda að berjast gegn hrunvöldum með kjafti og klóm, líkt og Churchil gerði í árum saman gegn nasismanum.

Því sá sem veit af hörmungum, og lætur ekki vita af þeim, hann er aumastur af þeim öllum.

Spáðu í betur mennskuna Sigkja, þá hefðir þú kannski horft á Mama Miu í stað þess að ónáða mig með bulli.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.10.2010 kl. 23:50

7 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég held að það sé að koma tími á aðra STURLUNGA-ÖLD!

Jónas Jónasson, 31.10.2010 kl. 00:11

8 identicon

"Þó var blessuð krónan bjargvættur eftir allt saman, annars hefði allt hér stöðvast" hvaða allt hefði stöðvast? Hefðum við haft evruna hefðu útflutningsfyrirtækin verið að fá sömu innkomu, ekki stöðvast. Lánin hefðu staðið í stað. Vöruverð hefði ekki hækkað. Og höggið hefði lent af öllum þunga á bönkunum og ríkinu. Hrunið hefði haft lágmarks áhrif á almenning. Þetta "allt" sem hefði stöðvast hlýtur því að vera endalaus leti og ákvarðanafælni ríkisstjórnarinnar. Þeir hefðu þurft að gera eitthvað því möguleikinn á að velta öllu á undan sér og yfir á almenning hefði verið verulega skertur. Þegar stjórnmálamenn tala um að krónan hafi bjargað "okkur" þá er það akkúrat það sem þeir meina, "krónan bjargaði okkur vanvitru stjórnmálamönnunum".

Og það sem lítilsigldir menn átta sig ekki á, er sú einfalda staðreynd að það að ætla öðrum að greiða fyrir afglöp sín og neita að bera ábyrgð á eigin gjörðum er ekki stórmannlegt. Og lýðskrum, rangfærslur, barnalegt bjartsýnis bull og loforð sem ekki er hægt að efna teljast ekki manngæska. Mannshugurinn á sér vissulega sínar dekkri hliðar, þar sem meðfylgjendum predikarans er lofað bættum kjörum, lækkanir lána og að allir verði sáttir og glaðir. Þar sem allir eru voða góðir og mennskir. Það eina sem þarf að gera er að taka frá þeim sem eiga. Og til að fegra það köllum við það "leiðréttingu" og fórnarlömbin "fjármálafyrirtæki". Við könnumst öll við munstrið, alræði öreiganna, dauði arðræningjanna o.s.frv. Það sem "gleymist" að nefna er að "fjármálafyrirtækin" eru lífeyrissparnaður okkar og "arðræningjarnir" eru allir sem eiga einhvern hlut í fyrirtæki, enda hljómar hitt betur þegar öskrað er á torgum úti.

Þó ég bendi þér á að þú standir á nagla er ég ekki að réttlæta það. Og að meina þér að skera fótinn af næsta manni þó það veiti þér einhverja fróun er ekki mannvonska.

Það sem skiptir máli er að það varð enginn forsendubrestur. Þegar eitthvað skeður sem búast mátti við þá er ekki forsendubrestur, hversu illilega sem það kemur sér fyrir þig. Og það var enginn skortur á aðvörunum. En eins og núna þá hlustaði fólk frekar á lýðskrum og innihaldslaus loforð, þá varð auðveldara að sofa eftir há lán og dýrar íbúðir, allt var í fínasta lagi og bara bjart framundan, ekkert að marka þetta svartsýnisraus hinna vantrúa, við hlustum ekki á svona vitleysu.

Sá sem veit af hörmungum, og reynir að hagnast á þeim með lýðskrumi og rangfærslum, innihaldslausum pólitískum slagorðum- "sameinist um aðgerðir gegn þjóðarvá"- hann er nokkuð neðarlega. Að reyna að safna fylgi um sjálftöku á annara manna eigum undir yfirskini manngæsku, er nokkuð lágt.

sigkja (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 02:40

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er einhver hér sem eltist við skrum-líðskrum? Til hvers? Er fólkið að leika sér?Ekki er séð að nokkur  sækjast eftir vegtyllum. En réttlæti og að berjast fyrir því fyrir þjóð sína, verður aldrei marklaust.

Helga Kristjánsdóttir, 31.10.2010 kl. 07:42

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

sigkja komdu undir nafni þá er hægt að taka mark á þér!

Sigurður Haraldsson, 31.10.2010 kl. 07:45

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Helga.

Sigurður Haraldsson, 31.10.2010 kl. 07:46

12 identicon

1 Íslendingar eiga ad losa sig vid kvótakerfid strax

2 Íslendingar eiga alls ekki ad borga krónu vegna Icesave

3 Íslendingar eiga ekki ad ganga í ESB

4 Rannsaka tharf adgerdir og adgerdarleysi stjórnmálamanna vardandi tilurd kvótakerfisins, einkavaedingu bankanna, já-stimpil Íslands á Írakárás Bandaríkjanna.

5 Íslendingar verda ad átta sig á flestir stjórnmálamenn í fjórflokknum sem eru á althingi eru thar á röngum forsendum.  Their eru thar ekki til thess ad tryggja hagsmuni almennings...their eru thar til thess ad tryggja hagsmuni klíkubraedra, kvótakónga og fjármagnseigenda.

Breyta strax (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 10:15

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Siggi, má ég ekki annars kalla þig Sigga, það er eitthvað svo þægilegra.

Þú mátt eiga að þú svarar mér málefnalega í sambandi við krónuna og sjónarmið þín fullgild, en röng.  Þegar Hrunið varð, þá var búið að magna upp svo mikinn tilbúinn kaupmátt með lántökum, að ef við hefðum haft fastan gjaldmiðil, sama kaupmátt, sömu skuldir, og sömu tekjur, þá hefði þjóðarbúið orðið gjaldþrota á nokkrum vikum.  

Vegna þess að útstreymið af evrum hefði verið miklu meira en innstreymið.  Þetta er ekki flókið orsakasamhengi, það sést núna í löndum eins og Spáni, Írlandi, Grikklandi, Ítalíu, Portúgal og fleirum sem eru ekki eins langt komin á þessari þróunarbraut, að ef meira fer út, en kemur inn, þá endar allt í greiðsluþroti.  

Orsakasamband sem hver hagsýn húsmóðir skilur.  

En þegar það kemur að skuldmálum þjóðarinnar, sem pistill minn impraði á, þá bullar þú út í eitt, og ert svo navý að ætla einhverjum að taka þig alvarlega.  

Og nú skal ég útskýra fyrir þér af hverju bullustampar eins og þú eru fyrirlitnir af þorra fólks.  Ef pistill minn hefði tekið á uppgangi nýnasista, með tilvísun í útrýmingarbúðir, án þess að ég hefði rökstutt þau sannindi á nokkurn hátt, því það hefur þegar verið gert á þann hátt að ekkert heilbrigt fólk deilir um þær staðreyndir, og ég hefði fengið nýnasistagrey með kjafthátt og fullyrðingar í flokksrit sitt þar sem fullyrt væri að engar útrýmingarbúðir hefðu verið til, hvernig hefði ég svarað honum???

Rætt við hann eins og vitiborna manneskju, eða gert góðlátlegt grín að honum????  Og jafnframt bent honum á af hvaða rótum hans hugsun er????  

Þú rökræðir ekkert við svona vitleysinga, ef þú ert kurteis þá hæðir þú þá aðeins og bendir þeim á að svona talar ekki fullorðið fólk.  Og þú bendir þeim á að þeir eigi engin rök á bak við fullyrðingar sínar. "Þú átt engin dæmi til að rökstyðja mál þitt, þetta er innantómt blekkingartal,". 

Haldi þeir áfram að rífa kjaft, þá spyrð þú af hvaða hvötum þeirra málflutningur er, eru þeir að leika almenna bjána, eða eru þeir að æsa fólk til að ráðast á hús og brenna samborga sína.  Bendir þeim á að þeir séu eins og strákfíflin sem sitja löngum yfir tölvum og fróa sér af sögum um viðbjóð fjöldamorðingja, og sú eina andlega lágkúra sem þeir eiga eftir er að kaupa sér byssu og framkvæma slíkt sjálfir.

En Siggi, þú rökræðir ekki við þessa vitleysinga.  Það er bara liðin tíð.

Pistill minn benti á fáráð dómsins að tala um almennar efnahagssveiflur þegar rætt er um þetta fordæmalausa Hrun sem hér varð.  Nú vill svo til að bæði varð það, sem og hitt að fyrir liggur mjög vönduð skýrsla um af hverju það varð, og hvaða forsendubrestur átti sér stað í bankakerfi og hjá stjórnvöldum.  Telji einhver vesæll héraðsdómari sig vita betur, þá hefði hann þurft að vitna í mjög ítarlega skýrslur þar sem málflutningi Rannsóknarnefndar Alþingis væri hafnað, með rökum, ekki upphrópunum.

Sú skýrsla er ekki til, því skýrsla RA var að mestu upptalning á þekktum staðreyndum, og afleiðingum þeirra.  

Þess vegna er dómurinn marklaus.

Og á það benti ég í örpistli.

Telji menn sig vita betur, þá mega þeir alveg mæta hér í athugasemdakerfið og útskýra það.  En með rökum, ekki aðferðafræði nýnasista og annarra bjánabelgja.

Það er það sem þú gerðir Siggi minn, það er það sem þú gerðir.

Þú hafnar hinu augljósa, með fullyrðingavaðli, og leggur síðan út af afbrigðilegum hugsunum um neyð samborgara þinna.  Orð sem lýsa þér best sjálfum.

Ef Mama Mia hefði ekki komið til, þá hefði ég ekki nennt að ræða við þig sem vitiborna manneskju, líkt og ég nenni ekki að ræða við þá sem sjá díalektíska lógík í athöfnum Pol Pots, eða þeirra sem halda að Auswitch hafi verið sumarbúðir.

Og þá hefðir þú losnað við að gera þig að ennþá meira fífli, ennþá meiri mannaumingja en þú þó gerðir í fyrstu innkomu þinni.  Margt deila menn um í samfélögum, en það slær sig enginn til riddara út á neyð  fólks sem hefur lent í hamförum.  Hvað þá að afbrigðalegheitin séu það mikil að menn séu tilbúnir að setja sitt eigið þjóðfélag á hausinn vegna þess.

Afleiðingar skuldahítar eru þekktar í sögunni, og það eru líka til þekkt ráð við henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 31.10.2010 kl. 14:22

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Fólk er ekkert að skilja þá staðreynd að það réttlæti sem það hrópar á hjá pólitíkusum er hróp í vitlausa átt.

Það er staðreynd að pólitík leysir ekki þennan vanda. Pólitíkinni er stjórnað af fjármálaöflum sem fær alla sína næringu frá sjálfu fólkinu. Það gagnast mörgum að fólkið berji höfðinu við stein og öskri á stjórnmálaflokka sem eru raunverulega valdalausir þegar öllu er á botnin hvolft.

Jafnvel stjórnmálamenn skilja ekki allir þessa staðreynd. Í hvert skipti sem stjórnmálamenn setja ein lög til að stoppa rányrkjunna, finna fjármálaöflin út fimm aðferðir í kringum þessi lög. Og þannig heldur þetta áfram hring eftir hring.

Vandamálið er óvenjulegt og krefst óvenjulegra lausnar.

Menn þurfa að fara gera upp við sig hver ræður. Fólkið eða steindautt "sýstem". Er fólkið til fyrir þá sem kunna á "sýstemið" eða var sýsteminu ætlað að vinna í þágu fólksins?

Hvað myndi ske ef pólitíkusar út í heimi myndu ákveða að fara í stríð og engin myndi mæta?

Annars tek ég undir það sem Sigkja segir og við þurfum að taka mark á öllum sem leggja orð í belg. Heilmikið vit í því. Maður þarf ekki persónunúmer viðkomandi. Eða mynd...

Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 14:45

15 Smámynd: Jónas Jónasson

Sigkja væri þér hollast að lesa þennann pistil her og skammastu þín !

http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1111647/#comment3028814

Jónas Jónasson, 31.10.2010 kl. 15:13

16 Smámynd: Jónas Jónasson

þennan hér! http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/1111647

Jónas Jónasson, 31.10.2010 kl. 15:15

17 Smámynd: Elle_

Maður sem hefur farið um og heimtað ICESAVE, Óskar, eins og sigkja, getur ekki verið tekinn alvarlega um fjármál og í það minnsta mun ég ekki hlusta.  Hinsvegar getur hver sem vill hlustað á hvaða þvætting sem hann vill.  Og dómurinn var ranglátur. 

Elle_, 31.10.2010 kl. 20:09

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég les bara það sem hann skrifar um þetta mál núna Elle, og hefði kanski átt að taka það fram að ég ætti við áhrif evrunar sem ég trúi að sé rétt. Þessi smellur hefði drepið bankanna og farið mjög illa með Ríksikassann ef evra hefði verið hjaldmiðill og ekki íslensk króna. Vilji  sigkja borga Icesave þá annaðhvort er það vegna græðgi, skilningsleysis eða útlandssnobbi. 

Eða að hann skilur ekki skyldur fyritækja og ríkisábyrgðir gagnvart bönkum yfirleitt. 

Ég hef farið um og heimtað að Ríkisstjórninn verði öll sett í rafmagsstólinn hið snarasta til að bjarga landinu. Að hver sá sem skilur Icesave er og verður landráðamaður og sá áhugi stjórnar eingöngu peningagræðgi og ekkert annað. Að síðan þeir gráðugu hætti aldrei að "suða eftir namminu" (tala sínu máli) er annað mál og verða fullorðnir að þpla það.

Enn ég þekki menn, sem eru venjulegt fjölskyldufólk, eiga börn og hafa allt sitt á þurru. Jafnvel rúmlega það. Hrunið angrar þá ekki neitt, ekki af því að þeir töpuðu ekki neinu, heldur af því að þeir höfðu efni á að tapa. Sumt fólk sem ég þekki mjög vel persónulega sem á t.o.m. meiri peninga enn það getur torgað allt sitt líf, afsakar spilapeninganna sína með að það sé að tryggja framtíð barna sinna, eru nokkrir gegnumrotnir í hugsun og móral öllum. Það kemur oft sterkt í ljós í viðhorfi þeirra til kvenna og kynlífs. 

Þeir eru orðnir andlegir sóðar af verstu sort. Þetta getur verið faðir þinn, bróðir eða besti vinur. Þetta getur verið hver sem er. 

Þeir eru raunverulega að eitra fyrir börnum sínum með því að kenna þeim græðgi og sálarlega vesöld.

Enn þetta fólk sem er búin að skipta á sálinni sinni og peningum, sitja eiginlega mest í súpunni. Þetta sama fólk situr á ótrúlegri þekkingu í fjármálum og praktískum hlutum. Þekkingu til að laga málin, leysa þau og gera upp bæði sín mál og annara. Og miðla af þeirri þekkingu svo allir hafi gagm af henni. Og eignast sálina sína tilbaka. Þeir sakna hennar nefnilega og það er erfitt að eiga við sorgmætt og reitt fólk sem BARA tapaði íbúðinni sinni, bílnum eða bara "skeit upp á bak" eins og margir fjárfestar orða það.

Peningar eru EKKERT annað enn mannleg samskipti. Algengustu samskipti í öllu daglegu lífi fólks. Vöruskipti eru samskipti. Menn geta orðið háðir þessum samskiptum eins og Facebook eða bloggi....og fólk er gert fyrir samskipti. Það er lífið. Líf án allskonar samskipta er ekkert líf. 

Málin á Íslandi myndu leysast fljótar ef menn lærðu að hugsa um peninga sem mannleg samskipti. Þá færi þessi peningaharka í burtu sem drepur báða hvern á sinn hátt, bæði þann sem er með peninganna og þann sem enga hefur.

Óskar Arnórsson, 1.11.2010 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1664
  • Frá upphafi: 1412778

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband