30.10.2010 | 16:24
Heilbrigð skynsemi, heilbrigð skynsemi
Var það fyrsta sem forheimska auðmanna rændi þjóðir Vesturlanda.
Ætli Gerald Ford hafi ekki verið síðasti forseti hægri manna í Bandaríkjanna sem talaði af skynsemi og gekk út frá því að íhaldsmenn væru vitsmunaverur.
Og vissulega eru íhaldsmenn vitsmunaverur en samt hafa þeir sætt sig við að við þá sé talað eins og vanvita, einfaldir frasar, mótsagnakenndar fullyrðingar, innantómt froðusnakk sérhannað fyrir drekaheilann.
Í Bandaríkjunum sést það best að auðræningjar hafa komist upp með að stela allri aukningu þjóðarframleiðslu frá því um miðjan áttunda áratug síðustu aldar en samt hefur kjarninn í stuðningi Repúblikanaflokksins komið frá harðduglegu erfiðisvinnufólki. Annað dæmi er hvernig þeir hafa eignað sér föðurlandsástina og stuðning hersins, samt eru þúsundir manna án lima vegna þess að herinn í Írak fékk ekki brynvarða bíla (krossviður dugar skammt í undirlag) því megin hluti stríðskostnaðarins rann í vasa hinna ýmsu þjónustufyrirtækja sem gerðu allt nema að berjast.
Þetta er ofsalega sorglegt því íhaldsmenn hafa alltaf verið kjarni hins borgarlega þjóðfélags og þegar þeir ganga fyrir björg forheimskunnar, þá hrynja slík þjóðfélög.
Enda eru Bandaríkjamenn í dag risi á brauðfótum, fjármagnaður af sínum helsta óvini.
Á Íslandi yfirgaf vitið Sjálfstæðisflokkinn seint á tíunda áratugnum þegar auðmenn yfirtóku flokkinn. Óþarfi að rekja þá sögu, það sjá allir afleiðingar þess.
Vandinn kristallaðist í þeim orðum Árna Matthíassonar fjármálaráðherra, "sjáið þið ekki veisluna", orð sem hver lýðskrumsflokkur hefði verið stoltur af, en ekki íhaldsflokkur þegar er verið ræða um afleiðingar lánafyllerís og óstöðugleika.
Og viðbrögð flokksins við Hruninu sýna að innan hans eru fáir eftir sem hæfir eru til að takast á við vanda þjóðar og millistéttar, baklands flokksins. Látum það vera að Pétur Blöndal skuli hafa komist upp með hugmyndafræðilega aðför sína að sparisjóðunum, einum af grunnstoðum íhaldsmennskunnar, en að hann skuli komast upp með að eyðileggja stefnu flokksins í skuldamálum millistéttarinnar, það er með hreinum ólíkindum.
Þetta er svona svipað og Mogens Clistrup hefði verið kosinn leiðtogi danskra jafnaðarmanna. Eða nýnasisti forseti Ísraels.
Óhugsandi nema þar sem forheimskan ræður ríkjum.
Og það að stóriðjustefna Stalíns skuli vera meginhornsteinn efnahagsstefnu hans, á tímum þar sem atvinnulífið er á heljarþröm vegna skulda, það segir aðeins eitt, Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur hægri manna er ekki lengur afl í íslenskri pólitík.
Ekki nema að heilbrigð skynsemi hafi yfirgefið borgara landsins, og þá sérstaklega millistéttina.
Og fyrir flokk með þessa sögu, þá er þetta ótrúlegt, ótrúleg hnignun sem hefur átt sér stað á einni kynslóð.
En þjóðir Vesturlanda þurfa heilbrigði skynsemi. Og hún er hvorki vinstri eða hægri.
Hún er forsenda þess að samfélög okkar lifi af.
Það er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Fundur heilbrigðrar skynsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 93
- Sl. sólarhring: 782
- Sl. viku: 5632
- Frá upphafi: 1400389
Annað
- Innlit í dag: 82
- Innlit sl. viku: 4840
- Gestir í dag: 82
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf að stoppa upp utt eintak af heilbrigðri skynsemi eins og af síðasta geirfuglinum, og setja á þjóðmynjasafnið áður enn hún hverfur alveg nema sem minning.
Það hlýtur einhver að geta gefið sína fyrir framtíðarfólkið, þar sem notkun hennar hefur verið hætt í landinu fyrir löngu...
Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.