Til hvers notuðu forfeður okkar svarta ruslapoka???

 

Jón Gereksson biskup veit það.  

Þegar Íslendingar stóðu í lappirnar þá létu þeir ekki bjóða sér hvað sem er.

 

Ekki það að ég sé að hvetja til upptöku hins forna siðar, í dag nota menn stofnanir til að lækna sjúkt fólk. 

Maður sem telur sig umkomin til að ráðskast með líf og samfélag fólks vegna þess að hann telur að eitthvað "hafa runnið sitt skeið á enda",  hann er sjúkur maður.

Hann flokkast undir klassíska skilgreiningu á geðvilling sem er mjög alvarlegur sjúkdómur. 

Og aðförin að heilbrigðiskerfi landsbyggðarinnar er aðeins byrjunin á frelsunaráráttu þess sem telur sig vita betur, sem út af fyrir sig er í góðu lagi, en telur sig um leið hafa vald til að framkvæma hugdettur sínar óháð afleiðingum gjörða sinna.  

Þar eru skilin milli heilbrigði og brjálsemi, það hefur enginn vald til að gera samborgurum sínum illt, þó tilgangurinn sé sjálfsagt bæði göfugur og góður, þó erfitt sé að sjá það í þessu tilviki.  Og sparnaðinn sér enginn.

 

Þeir kommúnistar í Kambódíu sem nú gista fangelsi landsins vegna dóms um þátttöku í þjóðarmorði, þeir spyrja sig oft á dag af hverju þeir hlustuð á Pot þegar hann kynnti þeim sína frábæru hugmynd um að reka alla landsmenn úr borgum og bæjum og koma þeim á steinöld til að efla hina sósíalísku samkennd og endurreisa svo nýtt kommúnískt þjóðfélag á forsendum steinaldarmanna.

Í dag er ótrúlegt að maðurinn hafi ekki verið settur strax í spennutreyju en geðvillingar koma oft vel fyrir og hafa mikinn sannfæringarkraft.  Og því fór sem fór.

 

Á Íslandi í dag er ótrúlegt að fylgjast með viðbrögðum heilbrigðs fólks á landsbyggðinni við þessari aðför ríkisstjórnarinnar að tilveru byggðar þeirra.  

Vitiborið fólk er í fullri alvöru að rökræða við þessa menn, benda þeim á að allar forsendurnar sem þeir ganga út frá eru rangar.  Eins og að á það sé hlustað???  

Geðvillingur hlustar ekki, ákvörðun hans hefur ekkert með skynsemi að gera, í hans sjúka huga þá hefur hann valdið.  Og hann beitir því á meðan hann er ekki stöðvaður.

 

Þó ljótt sé frá því að segja, þá er meiri skynsemi í notkun svartra ruslapoka en að mæta á fundi með þessum mönnum og tala við þá.  En spennitreyjan á absalút að notast.

Vegna þess að þetta er aðeins byrjunin á helför þessa fólks gegn samfélagi okkar.

Þetta er nútíma útgáfa siðblindra fjármálamanna á hugmyndum Pol Pots um leiðina að útópíu draumalandsins.

Fyrsta skrefið er að rífa allt niður sem var, telja það úrelt, hafa runnið sitt skeið á enda, að það séu ekki til peningar fyrir grunnþjónustu samfélagsins,  því þeir eru allir helgaðir fjármálamönnum og skuldum þeirra.

Næsta skrefið er ekki þekkt því fólk hefur alltaf risið upp gegn hinum geðvilltu og komið þeim i kistu eða á stofnun, fer eftir því hvað reiðin hefur magnast mikið áður en almenningur rís upp.

 

Það sama mun gerast hér á Íslandi, fólk mun rísa upp.  Það mun átta sig á að það var gerviheimur fjármálamanna sem féll, ekki atvinnulíf þess og samfélag.  Og það mun ekki láta fjármálamennina með Leppa sína í ríkisstjórn Íslands rústa sínu til að byggja upp sitt.

Fólk mun ekki láta eyðileggja samfélag sitt.

Það mun aldrei gerast.

 

Eina spurningin er hvort það verður pokinn eða treyjan.

Kveðja að austan.

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband