28.10.2010 | 18:44
Fær hann kaup fyrir að bulla??
Er til svo heimskur Vinstrigrænn að hann kaupi þennan málflutning??
Svona fyrir utan formanninn á Dalvík???
Hvað erum við reka mörg sérgreinasjúkrahús????
Er Steingrímur að segja að almenn sjúkrahúsþjónusta á landsbyggðinni sé lúxus í ætt sérgreina???
Hver er þá sérgreinin???
Að gera sárum fólks, að skera upp???? Að lækna fólk???
Kannski fyrir fimm hundruð árum síðan mátti finna mann sem taldi slík verk vera sérgrein, en arabar höfðu þá í þúsund ár haft stofnanir sem hlúðu að og læknuðu veikindi fólks.
Þannig að forheimska Vinstrigræna er allavega fimmtánhundruð ára tímaskekkja.
Spurningin er, af hverju sættum við landsbyggðarmenn okkur við svona málflutning??? Hvernig getum við sætt okkur við samborgara okkar í trúnaðarstörfum í verkalýðshreyfingunni eða á vettvangi sveitastjórna, sem segjast styðja þessa atlögu að samfélagi okkar?
Af hverju látum við þessa Kvislinga komast upp með svik sín og óhæfuverk, hvort sem það er ICEsave eða árásin á heilbrigðiskerfi okkar???
Og ganga síðan um með bros á vör og bjóða okkur góðan daginn.
Munum að auðræningjar eru ekki guðir, þeir nota fólk af holdi og blóði til að ræna okkur. Munum að Aumingjastjórnin á stuðningsmenn um allt land sem gera henni kleyft að vega að forsendum mannlífs og byggðar.
Munum að þetta ógæfufólk kæmi engu í verk nema vegna meðvirkra stuðningsmanna.
Enginn þræll var svo aumur í gamla daga að hann migi ekki í tebolla húsbænda sinna enda sögðust Norðanmenn þekkja þrælaeigendur Suðursins á lyktinni. Kvislingar þekktust í Noregi á illa lyktandi húsum enda gat engin vélbyssa stoppað þau mótmæli hinna kúguðu.
En við Íslendingar, við bjóðum þessu fólki á borgarfund, og hlustum á falsrök þeirra fyrir byggðaeyðingunni.
Og umgöngumst stuðningsmenn helfarinnar sem siðað fólk.
En það er ekkert siðlegt við gjörðir þess.
Aðeins ómennskan í sinni nöktustu mynd útskýrir hegðun þess.
Og almannasjóður borgar henni kaup.
Og við bjóðum henni góðan daginn.
Kveðja að austan.
Sjúkrahúsin þurftu uppskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1412721
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það eru furðulega og ótrúlega margir sem fylgja honum kölska J sigfússini,Því svik og þjóðníðingsháttur er þeirra ær og kýr en verra þykir mér að nokkur hugsandi Íslendingur geti stutt við falsið í honum nema að þeir séu djöfladýrkendur. AFSAKAÐU ORÐAFORÐAN SVONA LÍÐUR MÉR BARA.
Jón Sveinsson, 28.10.2010 kl. 20:15
Blessaður Jón, það er ekkert að afsaka.
Aðförin að þjóðinni er þess eðlis að venjulegt fólk finnur alltí einu hvöt hjá sér að öskra, og það er betra en að springa.
Og gremjan mun fá útrás ef engin breyting verður á stjórn landsins, það eitt er öruggt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.10.2010 kl. 21:56
http://gudbjornj.blog.is/blog/bubbi/ Þarna er áhugaverð pæling...
Nú heyrist því fleygt að Ögmundur sé aðal ESB sinninn í VG....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2010 kl. 01:08
Blessuð Jóna.
Sýndarmennskan og showið er jú aðal þessarar ríkisstjórnar, og ekki benda á mig hennar helsti frasi.
En hvort Ögmundur hafi áttað sig á þessu, það er annað mál. Viðbrögð hans við svona ábendingum sker úr um það.
En Ögmundur og ESB, sé ekki alveg deit þar á milli. Þekki ekki til en þekki fingraför spunakokka Samfylkingarinnar, hvað sem verðu sagt um þá ágæta fylkingu, þá er spunafylking hennar hæf, og hún vinnur svona, sundrar andstæðingum sínum með gróðursetningu sagna.
Vissulega þarf ekki alltaf að vera eldur þar sem er reykur, en það er sterk samsvörun þar á milli. Eins er það með fingraför og geranda, trúi þessu ekki fyrr en ég heyri það af Ögmundar vörum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.10.2010 kl. 05:48
Ómar - fyrirgefðu - varðandi fyrirsögnina þína -
Er eitthvað annað sem hann gæti fengið kaup fyrir?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.10.2010 kl. 08:37
Þú meinar það Ólafur.
Ja, hann gæti horft í spegil og spurt sig þeirrar spurningu hvort það hafi verið draumur hans sem ungur maður að hljóta sess í sögunni sem einn af mönnunum sem kom landinu á hausinn, og í kjölfarið hafi hann gerst málaliði alþjóðlegs auðvalds við að leggja þrælahlekki á þjóð sína.
Og ef svarið er Nei, þá gæti hann tekið stöðu með þjóð sinni.
Hann gæti það Ólafur, hann gæti það, það geta það allir.
Líka þínir menn í Sjálfstæðisflokknum.
Pétur Blöndal er enginn guð, það sem vellur af munni hans er ekki ígildi náttúrulögmála. Það er engin lógík á bak við það að einn af höfuðsmiðum Hrunsins haldi stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar í gíslingu heimsku og ranglætis.
Það geta allir fengið kaup fyrir að gera rétt, líka Björgvin Sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.10.2010 kl. 08:57
Svarið við spurningunni í bloggtitlinum er: JÁ. Og hverjir borga honun laun fyrr munnræpuna? Við með sköttunum okkar. Það fyrsta sem Steinki ætti að skera niður í komandi niðurskurði eru egin laun með því að segja af sér.
kallpungur, 29.10.2010 kl. 09:33
Punktur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.10.2010 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.