28.10.2010 | 05:26
Aum er aumingjastjórn.
Ísland er fiskveiðiþjóð, hún á allt sitt undir fiskveiðum.
Ef ekki fiskur, þá fellur innflutningshagkerfi Reykjavíkur á einni nóttu.
Það er sannarlega kreppa á Íslandi og þá þarf að hlúa að því sem fæðir hagkerfið.
Og hvað gerir ríkisstjórn Íslands???
Hún sker niður rekstur Landhelgisgæslunnar þannig að fara verður aftur um aldir til að finna færri skip á Íslandsmiðum sem sinna eftirliti og öryggisgæslu.
Hún ræðst að landsbyggðinni með offorsi, leggur niður opinbera þjónustu, sker heilbrigðisþjónustu hennar niður við trog þannig að áratugir í uppbyggingu eru horfnir á einni nóttu.
Hún heggur höndina sem fæðir hagkerfið.
Því forgangur hennar er að fæða spákaupmenn, erlenda kröfuhafa bólubankanna og greiða bretum 506 milljarða hið minnsta því þeir báðu um það án þess að byggja fjárkröfu sína á neinum lögum og reglum hins siðmenntaða heims.
Og bretar eiga ekki einu sinni herskip til að innheimta fjárkúgun sína líkt og þeir gerðu fyrr á öldum.
Aum er aumingjastjórn og skömm þjóðarinnar mikil að láta svívirðuna viðgangast.
Kveðja að austan.
Gott að vera kominn heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5618
- Frá upphafi: 1399557
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 4791
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr Heyr !
Valdimar Fannar Sölvason (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.