27.10.2010 | 15:49
Veit ríkisstjórnin af þessu???
Hún ásamt þeim Villa og Gylfa, sögðu alltaf, það er alltílagi að greiða 506 milljarða í erlendum gjaldeyri í ICEsave, því þá fáum við lán til virkjana.
Og útvegum fullt af Portúgölum, Tyrkjum og Kínverjum vinnu.
En Orkuveita Reykjavíkur segir, að skuldir þarf að borga.
Og sá sem skuldar, hann framkvæmir ekki.
Nema að hann hafi tryggða fjármögnun, og hagstæða orkusölusamninga.
Það seinna er skynsemi, það fyrra er hálfvitagangur sem allt vinstra og félagshyggjufólk Íslands gleypti eins og guð hafi gefið því vit, til að enda sem skuldaþrælar erlenda auðhringa.
Hvað getur maður sagt???
Aum er aumingjastjórn, en hvernig er hægt að bjarga orkuvirkjanasjúkum vitleysingum???
Eða hvernig er hægt að bjarga góðu og gegnu vinstra fólki sem gekk fyrir björg heimskunnar og fór í misskilinni foringjadýrkun að styðja allt það versta sem Nýfrjálshyggja Friedmans og Tatcher gat boði frjálsu fólki.
Skuldaþrældóm, auðræði, fátækt.
Gætu íslensk fjallagrös hjálpað þessu aumkunarverðu fólki??
Hvernig er hægt að lækna föðurlandssvik eins og ICEsave, eða mannvonsku eins og stuðningurinn við AGS er????
Og ef það er hægt, er hægt að lækna virkjunarheimskuna??????
Hvar er vit okkar og skynsemi???
Erum við mannapar eftir allt saman????
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja að austan.
Ekki gert ráð fyrir virkjanaframkvæmdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Virkjanaheimskan er ólæknandi. Og timburmennirnir verða á heimsmælikvarða.
Mín sýn á þessa skelfingu er sú að þegar vinstri stjórnin hrökklast frá verði orkulindirnar einkavæddar af útlendingum og innan 10 ára verði búið að virkja hér allt sem ábata getur skapað.
Innan 20 ára verður svo komið hér þetta venjulega atvinnuleysi sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ákveða fyrir sitt leyti að bregðast skuli ævinlega við með ríkisframkvæmdum eða erlendu fjármagni.
Þá verður ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms enhvern veginn kennt um klúðrið. Önnur vinnubrögð í pólitík þekkjast nefnilega ekki á Íslandi.
Og kjósendur klappa í takt við allt móverkið.
Enginn pólitísk samtök á Íslandi umgangast "frelsi einstaklingsins til athafna" af meiri fyrirlitningu og skilningsleysi en þessi aumastur allra flokka - Sjálfstæðisflokkur.
Og í viðbót: Líklega er nú svo komið fyrir okkur að einkavæðing fiskistofnanna með tilheyrandi aflasparnaði í þágu LÍÚ kostar okkur það að alþjóðlegar "vísindastofnanir" munu banna okkur að auka við aflaheimildir. Nú er nefnilega svo komið að til þess að koma fiski á markað þarf seljandinn að hafa fengið vottun "um sjálfbærar veiðar" sem þessi batterí hafa viðurkennt.
Og þá fer nú hrunið 2008 að verða lítið dæmi ef miðað er við hryðjuverk Hafró/LÍÚ/Sjálfstæðisflokks á Íslandi.
Af hverju gefum við ekki fyrirbærinu Ingva Hrafni pólitískt einræðisvald?
Hann villir þó ekki á sér heimildir!
Árni Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 17:28
Blessaður Árni.
Dimm er þín framtíðarsýn, enga lækningu sérð þú.
En hún er til, kallast heilbrigð skynsemi, byggð á mannlegum gildum.
Af hverju er hún svona fjarlæg??
Svarið er villuljós sem leiða menn út i keldu.
Gegn þessum villuljósum er ég að blogga. Fólk sem sér ýmsan vanda, til dæmis forheimsku ICESave, það sér ekki vitið í skuldaleiðréttingu, þá hlustar það á boðbera forheimskunnar eins og Pétur Blöndal.
Þeir sem sjá hvernig auðmenn og auðfyrirtæki innlimuðu stjórnmálin, þeir hrópa spilling, og þeirra boðskapur er ICEsave, AGS og ESB. Sjá til dæmis ekki að ESB er valkostur án ICEsave eða AGS.
Þeir sem skilja að endar þurfa að ná saman í ríkisfjármálum, þeir beina spjótum sínum að velferðarþjónustunni, segja það lúxus að hægt sé að sinna sjúkum og öldruðum í hinum dreifðu byggðum.
En þeir sjá ekkert rangt við að ríkið sé að greiða yfir 70 milljarða í vexti, það sé lögmál guðs eins og eldgos og jarðskjálftar.
Eða þeir sem sáu hvað ofurskuldsetning bankakerfisins gerði þjóðinni, þeirra lausn er að styðja fólk sem leggur til ennþá meiri skuldsetningu þjóðarbúsins í formi erlendra lántaka til virkjunarframkvæmda, "hver vill ekki vinnu", sömu rökin og þrælaeigendur notuð gegn afnámi þrælaverslunar.
Árni, málið er mjög einfalt, það snýst um samhengi hlutanna. Að skilja að þegar forsenda er lygi, eða bull, þá hlustar þú ekki á viðkomandi, þó hann segi líka eitthvað af viti. Það er ekki nóg að gera þriðju hæðina trausta ef grunninn vantar. Þú byggir ekki upp þjóðfélag án almennings. Og þess vegna eru það hagsmunir hans og það sem skapar fólki líf og lífsskilyrði, það eina sem skiptir máli.
Hagsmunir auðmanna og auðræningja eru eitthvað sem skipta ekki máli. Okkur var sagt að það myndi gera okkur rík, en eftir 20 ára tilraun þá tókst auðræningjum (fjárfestum) að gera hin ríku þjóðfélög Vesturlanda gjaldþrota.
Til hvers að gefa þessu fólki annað tækifæri???
Til að allur afrakstur þjóðfélagsins fari í að borga skuldir þeirra?????
En á meðan fólk trúir ekki á sína heilbrigðu skynsemi, þá er framtíðin dökk.
En kosturinn við heilbrigða skynsemi, er að hún sigrar alltaf að lokum.
Þess vegna er til lækning við áhrifamátt fyrirbæra, þess vegna er hægt að lækna virkjunarbrjálæðið, þess vegna verða skuldir almennings leiðréttar.
Þess vegna .......
Á meðan við höfum trúna, þá eigum við von, og af henni sprettur framtíðin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.10.2010 kl. 18:14
Heilbrigð skynsemi er á undanhaldi Ómar. Ágætur bloggvinur minn Halldór Jónsson verkfræðingur spyr á vefsíðu sinni á þá lund hvaða fyrirmenni fólk vilji að taki við stjórn landsins. Á þriðja þúsund hafa svarað þessu og af þeim velja 32,6%:
Davíð Oddsson
Pólitískt heilbrigði ásamt almennri dómgreind er úti í þokunni á Íslandi.
Árni Gunnarsson, 27.10.2010 kl. 19:33
Árni, síldin átti það til að hverfa, en hún gerði okkur samt rík.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.10.2010 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.