15.10.2010 | 08:56
Og við höfum Útburðarstjórn.
Í landi þar sem nóg er til af húsnæði, er ótrúlegt að stjórnvöld skuli nota hefðbundin ráð hins gamla yfirstéttarþjóðfélags að bera menn út á guð og gaddinn.
Enda hverjir styðja Útburðinn, ég meina fyrir utan heiladauða stuðningsmenn ríkissjónarinnar, en eðli málsins vegna fer þeim óðum fækkandi því heiladauði er banvænn??
Jú, það eru þeir sem hagnast á Útburðinum, þeir sem í gegnum aldir hafa grætt á stefnu mannvonskunnar að bera fjölskyldur út. Þeir sem eiga pening og eru nógu siðlausir að nýta sér ástandið.
Til heiðurs þessu fólki orti Jónas Móðurást.
Til áminningar um að Útburður hefur áhrif.
Bertol Brecht orti líka af svipuðu tilefni og allir geta hlustað á í frábærum flutningi Harðar Torfa,
"Sérhvert líf heimtar samúð þína".
Ekki Útburð.
Samt berum við fólk út þó opinberir sjóðir eigi staflann af óseldum íbúðum, og þeim fjölgar og fjölgar, eftir því sem fleiri Útburðir eiga sér stað.
Hvað fór miður í uppeldi þess fólks sem heyrir ekki neyðaróp náunga síns???
Það er eitthvað garúgt í gangi á Íslandi í dag, ekki þessa heims.
Hvar eru Sculler og Mulder????
Kveðja að austan.
Fær tvær blokkir í fangið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 540
- Sl. sólarhring: 649
- Sl. viku: 6271
- Frá upphafi: 1399439
Annað
- Innlit í dag: 459
- Innlit sl. viku: 5314
- Gestir í dag: 421
- IP-tölur í dag: 414
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú gerir ansi lítið úr þeim sem styðja stjórnina, með því að segja þá heiladauða.
Þá spyr ég. Hvað eru þeir sem kjósa Sjálfstæðis og Framsóknarflokk, sem eru höfundar að hruninu, og því kerfi sem unnið er eftir í dag?
Það tekur tíma að vinda ofan af helsjúkuframsóknaríhaldsmafíukerfinu, það gerist ekki á einni nótt.
Tek það fram að ég styð ekki þessa stjórn.
Hamarinn, 15.10.2010 kl. 09:51
Blessaður Hamar.
Þú veist að ég veit að þú styður ekki þessa ríkisstjórn.
Og já, ég geri ansi lítið úr þeim sem styðja þessa ríkisstjórn, en ekki á flokkslegum forsendum. Ef flokkarnir hétu Framsókn og íhald, þá gerði ég það sama nema þá færi ég fyrst á flug þegar ég kæmi nýfrjálshyggjunni að. Þar er ég sko í essinu.
Svo enda ég í heimi þar sem frjálshyggjustrákarnir eru bandmenn þjóðarinnar gegn auðmönnum og sjálftöku liði. Er þetta allt Kafka að kenna??? Þurfti bara að skrifa sýrða sögu, og heimurinn lét hana raungerast????
Hamar, þú ættir að vita fyrst þú ert ennþá að lesa, að ég gagnrýni helstefnur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 10:03
Mig langaði bara að sjá svar þitt á skjánum. Takk fyrir það.
Alltaf gaman að lesa pistla þína, þó ég sé ekki alltaf sammála þér.En samt ansi oft.
Hamarinn, 15.10.2010 kl. 11:43
Hamar, það er vegna þess að annars tapar þú miklu meira, þú ert ekki eyland.
Til dæmis snertir hrun á fasteignamarkaði alla, sem og minni skatttekjur ríkissjóðs, skortur á vinnuafli menntaðs fólks sem flýr land skuldaþrældómsins, skortur á umönnun á sjúkra og öldrunardeildum, hrun húsbréfakerfisins, og fleira og fleira.
Kristján, takk fyrir þitt innlegg.
Það er ekki vandinn að tækla AGS, en vissulega eiga heybrækur erfiðara með það. En um þær hefur enginn sungið. Hef aldrei hugsað textann í þessu samhengi áður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 13:23
Og ég þarf ekki að taka það fram að ég er á vitlausum þræði. Þetta á að vera í samhengi við lokapistil minn.
Kveðja.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.