14.10.2010 | 20:50
Viljinn til að bjarga þjóðinni var þá plat eftir allt saman.
Og viðræðurnar við Hagsmunasamtök heimilanna sjónarspil frá upphafi til að losna við mannfjöldann af Austurvelli.
Strax í upphafi benti ég HH á þessa staðreynd, að þau væru nytsamir sakleysingjar í pólitískri refsskák.
Um það þarf ekki að deila lengur.
Og skoðum staðreyndir málsins.
Forsætisráðherra sagði frá því stolt í stefnuræðu sinni að eftir 2 ára þrotlausa vinnu þá hefði 126 mál verið afgreidd úr greiðsluaðlögunarkerfi ríkisins.
Það er ljóst að yfir 20% allra heimila landsins eiga við gífurlega greiðsluerfiðleika að etja, og stefna í gjaldþrot. Og um 70.000 heimili yrðu komin með neikvæða eiginfjárstöðu eftir nokkra mánuði.
Sem segir að þó fólk nái að borga af lánum sínum þá muni það ekki eignast neitt en sitja í skuldabasli sína ævi á enda.
Og 126 mál afgreidd, auk ítrekaðra yfirlýsinga um að það eigi að hjálpa hinum verst stöddu. Og um þennan mikla árangur hefur ríkt sátt milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar, ósáttin hefur verið að verkalýðshreyfingunni fannst það vera aumingjaskapur hjá ríkisstjórninni að hafa ekki náð í gegn 507 milljarða ICEsave pakkanum.
En þetta fólk sem öllu ræður, það viðurkennir að samt megi gefa í með sameiginlegu átaki allra aðila. Það á að hringja út í fólk, og tilkynna því að það sé gjaldþrota, það á að gefa fleiri auðmönnum upp skuldir sínar, enda ljóst að þeir geta ekki greitt krónu enda eigurnar týndar á Tortilla, og það á að segja að nú þurfi að fara gera eitthvað.
Gera eitthvað eins og Bjartur í Sumarhúsum sagði alltaf við syni sína. Gera eitthvað.
Út úr þessu samstillta átaki á að koma skuldlausir auðmenn, og allt að 150 mál úr greiðsluaðlögunarferli ríkisins, á næsta ári, eða þar næsta ári.
Engar aðrar tillögur hafa komið fram.
Þær sem komu, og voru ítarlegar rökstuddar, þær voru skotnar niður með rógsherferð, þar sem samstillt átak lífeyrissjóða, verkalýðsfélaga og atvinnurekanda réði baggamuninn. Spunavélarnar hafa þó eitthvað lært af ICEsave tapinu.
En eðli spuna er að spinna, og þó hann spinni upp mikinn vilja til hjálpar, þá hafa ekki komið fram aðrar tillögur en að hringja, því eitt símtal til fjölskyldu sem ræður ekki við skuldir sínar, það mun gera allan gæfumuninn. Hugmyndin er fengin úr gamalli auglýsingu frá Happdrætti Háskólans.
"Eitt símtal og þú getur dottið i lukkupottinn".
Og svei mér þá, þá held ég að ríkisstjórnin ætli að vinna þennan slag.
Hún heldur völdum sínum og fólk trúir að símtalið geri gæfumuninn.
Og flytur ekki trúin fjöll, alveg þangað til að Útburðurinn kemur????
Kveðja að austan.
Almenn niðurfærsla skulda ólíkleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1412721
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er kominn tími til að moka flórinn.... eða sprengja fjósið......
Óskar Guðmundsson, 14.10.2010 kl. 21:03
Tetta er alveg rett hja ter, eina sem vantar er ju tad ad med hverjum deginum styttist i ad tad verdi blodsuthellingar. Tvi eftir tvi sem fjolgar a bjargbruninni, verda meiri og meiri likur a tvi ad eitthvad skelfilegt gerist.
Og ta verdur ekki aftur snuid.
Tad mun taka aratugi ad græda sarin.
Larus (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 21:06
Hér vottar ekki fyrir skynsemi frekar en fyrri daginn
B (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 22:30
Þetta eru asnar, Guðjón... !
Magnús Óskar Ingvarsson, 15.10.2010 kl. 01:33
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1106386/
Kíktu á þetta meiri stærðfræðilegar staðreyndir um hvernig almenningur hefur verið féflettur undanfarna áratugi með fölskum jafngreiðsluveðskuldarlánum sem kallast því lygilega nafni verðtryggð íbúðarlán. Þetta falska form er aðeins notað hér í þessu samhengi. Önnur jafnskuldarverðbréf er öll eðlilega verðtryggð. Þar sem þau eru ekki fölsuð til að byrja með sem er langtum hagstæðara fyrir skuldunaut.
Júlíus Björnsson, 15.10.2010 kl. 08:46
Takk fyrir innlitið félagar.
Larus, þessi hætta felur líklegast í sér mesta kostnaðinn við aðgerðaleysið, þó ekki kæmi annað til þá ætti skynsöm yfirstétt að koma til móts við heimilin.
Og þegar ICEsave greiðsluviljinn er borinn saman við þá upphæð sem um ræðir þá er ljóst að yfirstéttin er ekki skynsöm, en líklegast vitfirrt.
Og blessaður B. Ég reikna með að þú sért ekki spunaforrit, búið til í þeim tilgangi að angra fólk. Þá værir þú margorðari eins og nýlegt spunaforrit sem kom hér og gat meira að segja móðgast.
Og þar sem þú ert líklegast lifandi þó það sé einnig líklegt að þú eigir þér mörg sjálf, jafnvel hugsanlega 33, þá ætla ég að kenna þér aðeins um bömmeringar.
Til að vita að það votti ekki fyrir skynsemi, þá þarf maður að lesa viðkomandi pistlahöfund, og finnist manni svo, þá er sjálfsagt að tjá þá skoðun sína. En maður bætir ekki við "frekar en fyrri daginn". Því þá er maður að játa lestur. þar með missir bömmeringin marks.
Því þeir sem eru það skynsamir að geta sagt öðrum að þeir séu óskynsamir, þeir leggja sig ekki niður við að lesa óskynsama menn. Þess vegna til dæmis les ég aldrei Jónas ritstjóra, hætti því þegar hann missti vitið.
Annað skaltu hafa í huga, það er auðvelt að segja að fólk sé óskynsamt, bjálfar eða annað slíkt, veit það því ég geri það oft.
En svona orð missa marks ef þau eru ekki rökstudd.
Þess vegna vil ég ráðleggja þér að læra skrifa nafnið þitt fyrst, og koma svo aftur og reyna að tjá þig, orðið er alltaf laust, ég hreinlega elska það að fá skynsama menn inná bloggið mitt.
Á meðan bið ég þig vel að lifa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 09:32
Blessaður Júlíus.
Hef lesið þessa pistla þína reglulega, en ekki eins duglegur núna í tímahrakinu, ég eyði minni tíma í lestur en ég gerði, en meiri í að grafa undir stjórnvöldum með áróðri mínum.
En á bak við kjaftháttinn minn eru rök sem ég sæki í þegar á mig er ráðist, hugsun þín er einn af mínum bakgrunnum. Í stuttu máli ert þú að færa rök fyrir að það er engin skynsemi í verðtryggingunni, og hefur aldrei verið.
Þegar menn móta nýtt Ísland þá verða menn að kynna sér þessi rök sbr aldrei aldrei aldrei meir.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.10.2010 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.