12.10.2010 | 11:28
Nú, voru þetta öll mótmælin.
Þjóðin sem á að bera út af heimilum sínum, þjóðin sem á að svipta heilsugæslu sinni, hún sendir á annan tug manna til að mótmæla fyrir sig.
Svo eru menn hissa á að ekkert sé gert til að laga ástandið.
Eru allir ligeglaðir????
Hvað segir þetta um okkur sem þjóð??
Er það þess vegna sem AGS er hér ríðandi röftum og leggur hverja byggðina á fætur annarri í rúst???
Allavega er ljóst að þeir sem verja sig ekki, að þeim er hættara við árásum.
Það er víst eitt af lögmálum lífsins.
Kveðja að austan.
Mótmæli við Stjórnarráðshúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei fólki er ekki sama. Fólk virðist ekki vera tilbúið til þess að mótmæla á morgnanna á virkum dögum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.10.2010 kl. 11:38
Hvenær ætla menn þá að mótmæla Jakobína????
Þegar búið er að loka sjúkrastofnunum og negla fyrir glugga heimila????
Fólk velur ekki stundina, það er stundin sem velur fólk.
Múrinn féll til dæmis á virkum degi, en bændauppreisnir miðalda heppnuðust aldrei því bændur hættu að berjast þegar þeir þurftu að sinna mjöltum eða sá korni.
Spurningin er mjög einföld, er samfélagið þess virði að berjast fyrir.
Og svar fjöldans er augljóst.
Þess vegna þorir Steingrímur að senda gjammarann í fjölmiðla, og þess vegna þorir Ruv að keyra á áróðursherferðinni gegn skuldaleiðréttingu sem forsendu sáttar i samfélaginu.
Næst þegar almenningur springur, þá verður bara einhver önnur blekking sett i gang, og svo næst, en einhvern tímann i millitíðinni eru stjórnvöld búin að selja landið óberum AGS með því að draga á öll lánin.
Það er ekki þannig að tíminn sé bandamaður okkar, þvert á móti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 11:52
Svo held ég líka að fáir hafi vitað af þeim...allavega vissi ég þetta ekki fyrren 3 mín.í 10.... heldur seint - bara í gegnum útvarpið. ég veit ekki hvar þetta er auglýst, en maður kannski verður að hafa Feisbúkk eins og allur heimurinn til að komast að svona hlutum....? :)
Adeline (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 12:06
Já nú skulum við öll berja í bumbur þangað til að búið er að skera lánin okkar niður í það sem við viljum borga, lækka skattana okkar niður í það sem við viljum greiða, hækka launin okkar í það sem við viljum fá, auka ríkisútgjöld svo hægt verði að halda úti allri þeirri þjónustu sem við öll viljum hafa, afskrifa ríkisskuldir niður í það sem okkur finnst sanngjarnt, fara í allar þær framkvæmdir sem okkur finnast nauðsynlegar. Já gefum skít í útlenda fjármagnseigendur, AGS, Icesave, því að við viljum stjórna okkur sjálf. Ef við bara berjum nógu hátt þá verður auðvelt að lifa á Íslandi, himnarnir mun opnast og gullið flæða því að við erum guðs útvalda þjóð ... Lengi lifi útópían!
Pétur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 13:13
Nu er eg buinn að gefast upp þegar maður horfir alltaf a sama folkið sem er að reina að motmæla þessum favitum sem stjorna her þettað er buið hja mörgum landanum þolir ekki meir RG
Runar Gudmundsson (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 14:09
Pétur, enginn er að gefa skít í útlenda fjármagnseigendur, þó við látum ekki kúga okkur inn í ábyrgð fyrir banka í öðrum löndum. Og skiptir engu þó e-r íslenskir hafi rekið bankann, hann var ekki í ríkisábyrgð íslenska ríkissjóðsins og útlendu fjármagnseigendurnir eru ekki á ábyrgð íslensks almúga. Og bankinn var með skyldutryggingar í öllum löndunum þremur. Sættu þig bara við það.
Elle_, 12.10.2010 kl. 15:01
Hins vegar er íslenska ríkið að gefa skít í íslenska skuldara sem bankar fá að ræna með oftöku.
Elle_, 12.10.2010 kl. 15:03
Oh, ég mun svo sannarlega sætta mig við það ef útlendu fjármagnseigendurnir og breskir/hollenskir skattgreiðendur taka á sig skellinn. Vandinn er bara sá að þeir vilja það ekki og túlka staðreyndirnar á allt annan hátt en þú. En við berjum bara tunnurnar og þá munu þeir á endanum skipta um skoðun, ekki satt?
Pétur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 15:08
Pétur, þú átt bágt.
En svo ég vitni í góða bók, "Sómi, vertu ekki að eyða orðum á þennan bjálfa", mér dettur þetta alltaf í hug þegar ég les orð ykkar meðvirku með eymdinni. Reisnin er engin en bullið algjört.
Og hvað rugll er þetta með skell breska og hollenska skattgreiðanda, hverjir eiga að taka á sig tap sinna fjármálakerfa en ekki skattgreiðendur viðkomandi landa, það er ef stjórnvöld ákveða að taka á sig skellinn??
Ert þú vanur að fara á fyllerí og senda öðrum reikninginn??'
Er það þaðan sem siðferði ykkar borgunarsinna kemur?'??
Eða ertu vanur að lyppast niður þegar róninn kemur og biður þig um hundraðkall, að láta hann fá veskið og úrið og hlaupa svo á nærbuxunum heim, brúnum í neðra???
Hvað ert þú að blanda landsmönnum sem sitja í skuldabasli Hrunsins við þína andlegu eymd??? Og ef þú vilt borga Hrunskuldirnar, af hverju gerir þú það ekki án þess að hæðast að fólki sem reynir að bjarga þjóðfélagi sínu frá glötun???
Já, Elle, ég skil ekki að þú skulir vera eyða rökum þínum á svona bjálfa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 15:29
Ómar fyrir austan
Fyrirgefðu bjálfaskapinn. Já og ég vona að þú bjóðir þig fram til stjórnlagaþings. Okkur vantar fleiri rólyndar og djúphyglar mannvitsbrekkur á þá ágætu samkomu. Þú munt örugglega sjá til þess að það verður stjórnarskrárvarinn réttur hvers og eins að neita að borga hrunskuldir. Og þá hljóta þessir lífeyrissjóðir að hætta að pípa um skerðingu á lífeyrisbótum, það er bara kjaftæði í bjálfum; já og Íbúðalánasjóður mun galdra fram 130 eða 140 milljarðana sem þetta kostar, ekkert mál. Við eigum bunch of monní, eins og þjóðskáldið sagði hér um árið.
Pétur bjálfi (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 16:06
Pétur ætti ekki að segja orð um ICESAVE-KÚGUNINA, því augljóslega veit hann ekkert um málið nema samfylkingarlygarnar. ICESAVE kemur ekki niður á breskum og hollenskum ríkissjóðum og skattgreiðendum. Endurtek: ICESAVE bankinn var með tryggingar í ÖLLUM LÖNDUNUM ÞREMUR og fjármagnseigendur voru tryggðir.
Það er lygi bresku ríkisstjórnarinnar og samfylkingarófétisins að bresku og hollensku ríkissjóðirnir taki á sig nokkurn ICESAVE-SKELL. Samfylkingarskrípið er viljugt að gera okkur að skuldaþrælum vegna ólöglegrar kröfu dýrðarsambandsins. Og VG fylgja vegna þess að nokkrir vitskerrtir menn vilja ekki missa völd.
Viltu ekki fara heim og lesa um málið?? Og verðu ekki heldur bankarán gegn skuldurum. Og viljirðu endilega láta handrukkara vaða yfir þig eins og aumingja og borga ólöglega kúgun, skaltu borga ICESAVE sjálfur, en dragðu okkur hin ekki niður með þér í aumingjasvaðið. Við Ómar og yfir 90% þjóðarinnar ætlum aldrei að borga það.
Elle_, 12.10.2010 kl. 16:29
Pétur bjálfi, þér fer fram, og átt kannski von um að enda sem skynsemisvera.
Þú kannski veist ekki að því að fyrir ykkur bjálfana var útbúinn efnahagspakki þar sem áætlaður vaxtagreiðslur ríkissjóðs, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu, var 160 milljarðar í ár. Aðeins minni á næsta ári, og árunum þar á eftir, svo aftur hækkandi.
Þetta var gert vegna þess að það var treyst á að þið bjálfarnir kynnu ekki að reikna tölur fram yfir tíu, en þar sem ég er þolinmóður þá skal ég reyna að útskýra fyrir þér að 160 mínus 220 eru 60, sem var tæplega helmingur þess sem áætlað var að ríkið myndi greiða á næsta ári.
Ef ríkið gæfi út skuldabréf, líkt og ríki í neyð eða í stríði til dæmis gera oft, þá væri um langtímabréf að ræða, myndi greiðast upp á þessum 30-50 árum. Þetta finnst þér buns of money reikna ég með fyrst að þú telur 130-140 milljarðar vera buns of money.
En þér finnst 160 milljarðar ekki vera buns of money, ekki ef þeir greiðast árlega.
Þetta með langtímabréfið er hugmynd manns sem er virtasti hagfræðingur landsins af eldri kynslóðinni, sá eini sem fékk vinnu á öðrum stöðum en vernduðum innlendum ríkisstofnunum. Hann kom með þessa hugmynd til þess einmitt að lágmarka tap lífeyrisþega. En hann benti réttilega á, þegar hann var i viðtali í Silfrinu, að núverandi stefna að reyna innheimta pening sem hefði aldrei verið lánaðir, í ástandi þar sem fjármunir hefðu tapast og tekjur dregist saman, myndi hafa í för með sér gífurlegt tap lífeyrissjóða því hún myndi bæði ganga frá greiðsluvilja og greiðslugetu fólks.
En að sjálfsögðu skiljið þið bjálfarnir ekki slíka speki, þið eru eins og ræningjarnir sem stálu öllum lífgripum og öllu útsæði og voru svo rosalega hissa að það var engu til að ræna haustið eftir. En þeir voru líka bjálfar og dóu úr hungri þá um veturinn.
En þú átt von Pétur bjálfi, þú hafðir vit á að bulla ekki meir um skattgreiðendur annarra landa, sínir að þú innst inni ert ekki eins heimskur og þú þykist vera, þó bjálfaháttur fái þig til að styðja auðmenn og útrásarvíkinga.
Og það er rétt að ég er mjög rólyndur þó ég sjái ekki samhengið milli þess og stjórnlagaþings, ég er að smíða mér molotov kokteila því nú er stund aðgerða runnin upp. Þetta er síðasti dagurinn sem ég eyði orku minni í bjálfa með sjálfseyðingarhvöt, núna þarf að hreinsa Leppa AGS út úr stjórnarráðinu áður en þeir ná til að drepa fleiri landsmenn með Útburði sínum.
En rólyndismenn fyrirlíta fólk sem með heimsku sinni reynir að hindra að fólki í neyð sé rétt hjálparhönd. Það er vegna þess að við erum rólyndismenn, ef svo væri ekki, þá væri ekki um fyrirlitningu að ræða, það væri frekar svona spáð í forn fræði um hvað var gert við skynlausar skepnur.
En þú lagast Pétur minn þegar þú eignast börn, vit fólks og sjálfsbjargarhvöt vill oft koma í kjölfarið.
Þangað til, megir þú hafa vit á að flækjast ekki fyrir fólki þegar það sækir neyðarrétt sinn. Það eru ekki allir það rólegir að nota orð til að tjá fyrirlitningu sína.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 17:53
Ómar minn, ég á börn og var alinn upp við það mottó í minni æsku að steypa mér ekki í skuldir sem ég ræð ekki við og borga fyrir það sem ég hef skrifað undir. Við það hef ég staðið fram að þessu, og mín börn reyndar einnig. Einn á heimilinu hefur þó misst vinnuna, en við höfum þó enn staðið okkar plikt. Ég er stoltur af því. Það þýðir ekki að ég sé sé ekki reiður út í stjórnvöld, Davíð, Jón Ásgeir og allt það pakk. En það var ekki á þeirra ábyrgð sem ég keypti mér húsnæði, heldur mína eigin. Ég hef fulla samúð með fólki sem er að hrekjast á götuna vegna húsnæðislána sem það ræður ekki við, sérstaklega það sem hefur misst vinnu eða lækkað í launum miklu meira en það gat gert ráð fyrir. Því verðum við að hjálpa af fremsta megni. En á endanum erum það við, Íslendingar, sem þurfum að greiða brúsann af hruninu, því að það er enginn annar sem vill taka á sig þann skell. Vandinn sem við erum í nú er skapast af lélegri hagstjórn á Íslandi og hann munu Íslendingar borga hvernig sem sólin snýst. Þú setur fram lausnir á vandanum, sem -- eins og svo margar slíkar lausnir -- snúast um að flytja skuldina af mistökum okkar á komandi kynslóðir, á börnin okkar og barnabörn, með því að skuldsetja þjóðina langt fram í tímann. Í fyrsta lagi er kostur langtímalána sá að greiðslur hvers árs eru lágar, en ókosturinn aftur á móti að heildargreiðslur eru gríðarlegar. Þetta vita allir sem bera saman 40 ára húsnæðislán og 20. Í öðru lagi þá er lánstraust þjóðarinnar nú þannig að enginn mun lána ríkinu nema gegn háum vöxtum, og mun hærri en þeir sem Íbúðarlánasjóður greiðir nú. Einhver greiðir brúsann á endanum, með vöxtum og vaxtavöxtum, og ef það verðum ekki við þá verða það afkomendur okkar. Þetta er hliðstætt við það þegar Sjálfstæðisflokkurinn stakk upp því að inngreiðslur í lífeyrisgreiðslur verði skattlagðar núna en ekki þegar þær eru greiddar -- þ.e. við hirðum skattinn, en þeir sem þurfa að greiða þjónustuna fyrir okkur síðar meir fá bara reikninginn. Það getur vel verið að einhverjum finnist þetta réttlátt, en mér finnst það ekki. Mér finnst nefnilega, og þar tala ég út frá mínu gamaldags uppeldi, að sá sem skuldsetur sig eigi að greiða skuldina. En það er auðvitað svakalega bjálfalegt, enda ekki von að bjálfar geti sagt neitt af viti.
Já og PS. Ég býst við að "fjármagnseigendur" bíði í röðum eftir að kaupa þessi ríkisskuldabréf sem þú talar um. Sjálfsagt verða það helst lífeyrissjóðirnir sem kaupa skuldabréfin, enda eru það víst þeir sem eiga stærstan hluta af þessum húsnæðislánum (annaðhvort beint eða í gegnum skuldabréf í Íbúðarlánasjóði) og vilja því vernda sínar eignir, skiljanlega. Þannig að það verða sem sagt skattgreiðendur framtíðarinnar sem greiða okkur lífeyrinn, vegna þess að við sóuðum honum sjálf í sukk á árunum 2006-8. Skiljanlegt að hagfræðingi af eldri kynslóðinni finnist þetta sniðugt, því að hann þarf örugglega ekki borga lengi af láninu. Ó hvað börnin okkar og barnabörn (ef ekki barnabarnabörn ef lánið verður til 50 ára) eiga eftir að dýrka okkur!
Pétur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 19:42
Íslenska fjármálakerfið og lögin eru vandamálið, ekki meginþorri manna sem skuldar. Við vitum að bankar voru rændir og nánast tæmdir að innan meðan eftirlitið svaf. Við vitum að með þjófnaðinum kollféll gengið og olli óðaverðbólgu. Hið ómanneskjulega íslenska kerfi og lög leyfðu skuldum grunlauss fólks að fljúga upp úr þakinu með löglegri vísitölutryggingu tengda við óðaverðbólgu. Óðaverðbólguna sem bankaþjófarnir sjálfir ollu. Finnst Pétri ekkert rangt við það?
Nú rukka sömu bankar og fjármálastofnanir stórhækkaðar skuldir og af ómanneskjulegri hörku vegna hækkananna af óðaverðbólgunni sem þeir sjálfir ollu. Löglega meðan stjórnvöld þegja. Og enginn hefur verið dæmdur eða sektaður. Kallar Pétur það eðlilega skuldsetningu sem menn eigi bara að sætta sig við þegjandi?? Það kallast rán og þjófnaður. Mönnum er kastað út á kalda götu og feður hafa framið sjálfsvíg. Oft ekkert vegna neins kæruleysis, heldur vegna óðahækkana skulda sem þeir ekki lengur ráða við.
Skuldir eru ekki sama og þjófnaður, Pétur. Ætli gamla fólkið í eftirfarandi frétt sé sekt, kannski ofurskuldabrjálæðingar sem ekki vilja borga skuldirnar sínar eins og þú kallar hækkanirnar:
Eldra fólk missir hús vegna ábyrgða
Umboðsmaður skuldara hefur að undanförnu reynt að ná sambandi við alla þá sem skráðir eru fyrir eignum sem bjóða á upp á framhaldsnauðungarsölu næstu vikur. Símanúmer fundust á 120 þeirra. 7% þessa hóps eru yngri en 25 ára. Tveir þriðju eru á aldrinum 25-60 ára. 8% á milli 50 og 67 ára.
Fjórðungur þessa hóps er á eftirlaunaaldri, 67 ára eða eldri. Fæstir þeirra eru að missa húsnæðið vegna eigin skulda, heldur er þetta fólk sem gengist hefur í ábyrgðir fyrir börn sín eða aðra vandamenn, segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara.
Tveir þriðju þeirra sem umboðsmaður náði í um helgina hafði ekki nýtt sér nein þau úrræði sem fyrir hendi eru vegna greiðsluerfiðleika. Og þetta þrátt fyrir að búið sé að auglýsa framhalds, eða lokauppboð á eignum þeirra. Fjölmargir hafi ekki vitað um úrræðin, aðrir hafi ekki viljað nýta sér þau.
window.onload = function () { document.getElementById('frettamynd_staerri').onclick = staekkaMynd; }; function staekkaMynd() { var mynd = document.getElementById('frettamynd_staerri').getElementsByTagName('img')[0].src, skjal = "http://www.ruv.is/sites/default/files/myndir/" + (mynd.substring(mynd.lastIndexOf('/')+1) + ".crop_display.jpg"), myndin = new Image(); myndin.src = skjal; var haed = (myndin.height != 0) ? myndin.height : 273; var breidd = (myndin.width != 0) ? myndin.width : 330; //alert(myndin.getOffsetHeight); window.open(skjal, "frettamynd", "menubar=0, resizable=1, width=" + breidd + ", height=" + haed); return false; }frettir@ruv.is
ELDRA FÓLK MISSIR HÚS; FJÓLDI ELDRA FÓLKS Á LEIÐ UNDIR HAMARINN.
Og engin ríkisábyrgð er á ICESAVE og hefur aldrei verið.
Elle_, 12.10.2010 kl. 22:07
Pétur hvaða skattgreiðendur framtíðar þeir foreldrar sem að flytja úr landi taka með sér skattgreiðendur framtíðarinnar og það sem verra er að við munum þurfa að greiða þeim sem úti búa þann rétt sem að þeir eiga í lífeyrissjóðunum þegar þar að kemur eftir því sem að ég best veit. En með sama áframhaldi þá verður ekki um auðugan garð að gresja hér í leit að skattgreiðendum framtíðarinnar.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.10.2010 kl. 22:07
Og enginn hefur heldur verið dæmdur eða sektaður fyrir ólöglegu gengislánin sem voru líka innheimt af grimmd og hörku. Í 9 ár meðan stjórnvöld þögðu. Skuldarar ættu að fá skaðabætur.
Elle_, 12.10.2010 kl. 22:17
Ég verð að viðurkenna að ég skil alls ekki hvers vegna fólk ber hausnum í steininn. Þetta snýst alls ekki um réttlæti heldur list hins mögulega. Það algerlega rétt að það voru glæpamenn í bönkum og fífl í stjórnarráði og seðlabanka á árunum 2003-7 sem eiga sökina, en þau munu aldrei greiða skuldina. Því miður. Vonandi lendir sem stærstur hlutinn af þessu pakki í steininum, en það lækkar ekki húsnæðis- eða lífeyrisskuldbindingar Íslendinga um eina krónu -- heldur eykur aðeins kostnaðinn við rekstur fangelsiskerfisins (og ég held að enginn sjái eftir þeim peningum). Það þýðir ekki heldur að setja þetta mál upp þannig að húsnæðisskuldir fólks séu fyrst og fremst til bankanna, því að 75% af þessum skuldum eru til lífeyrissjóða og Íbúðarlánasjóðs -- sem skuldar lífeyrissjóðunum aftur stærstan hlutann af því sem hann lánaði út. Flatur niðurskurður á húsnæðislánum lendir því ekki á einhverjum útlendum fjármagnseigendum, heldur á okkur sjálfum í einhverju formi (annaðhvort með skattgreiðslum eða niðurskurði á lífeyristekjum í framtíðinni). Ómar stakk upp á að við brúuðum bilið með að gefa út ríkisskuldabréf til langs tíma fyrir skuldaniðurfellingu, en það þýðir ekkert annað en að við frestum þessu til síðari tíma -- sem þýðir aftur að það verða afkomendur okkar sem greiða brúsann. Það þykir mér óréttlátt og ég er reyndar alls ekki viss um að vel gangi að selja slík skuldabréf og slík skuldsetning ríkisins myndi auðvitað koma illilega niður á lánstrausti ríkisins. Jón Aðalsteinn bendir á aðra lausn, og hún er sú að við stingum öll af frá skuldinni og flytjum til útlanda. Ég legg til að við reynum frekar að vinna úr þessu saman. Hættum að berja tómar tunnur og hlusta á skrum, og hættum að mála skrattann á vegginn. Reynum að taka á máli hvers og eins og leysa það, en þeir sem geta bjargað sér eiga að gera það.
Pétur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 22:51
Er ekki að benda á neina lausn bara staðreynd Pétur ég ætla að vera hér sem fastast enda er ég alin upp eins og þú en hef þó áttað mig á því að verði ekkert gert þá verð ég hér einn. Ég er því staðinn upp einfaldlega vegna þess að ég vil að börnin mín og barnabörn geti lifað hér og til þess þarf réttlæti það er réttlæti fyrir alla ekki bara fjármagnið.
Credit info gefur út vanskila lista af hverju má gefa út þannig lista en það má ekki gefa út lista hverjir eru þau fáu prósent sem fengu yfir 90% allra tryggðra innistæða ég spyr ég tel að ég hafi rétt á að vita það til hverja þeir peningar sem nú er verið að berja út úr mér fara. Ég hef hvergi heldur séð út reiknað hvað það kemur til með að kosta Íbúðalanasjóð og lífeyrirsjóðina ef þeir gera ekki neitt og allt að helmingur lána þeirra innheimtist ekki. Þá er hætt við að ég og þú og þeir sem að eru eins og við verðum einir eftir og þá föllum við líka vegna þess að eignir okkar falla og skuldir aukast þangað til við erum í sömu stöðu og fólkið sem er að missa sitt í dag.
Þess vegna er ég orðin fylgjandi leiðréttingu og er alveg slétt sama þó að nágranni minn hagnist eitthvað á því ef hann bara er áfram nágranni minn.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.10.2010 kl. 23:16
Blessaður Pétur, aldrei hefði ég trúað að það væri hægt að lækna mann af bjálfaskap með hótfyndni.
En svona er þetta og þá er að athuga hvort ég læknist af fyndninni.
Langtímaskuldabréf á lágum vöxtum er ekki þung greiðslubyrði, þetta er svona eins og gull, hefur huglægt verðgildi. Og þetta er skýring þess að við tölum ekki þýsku, svona fjármögnuðu bandamenn bæði fyrsta og seinna stríð.
Og þetta er gert af gefnu tilefni, ekki að gamni tilefni. Þetta er gert til að hindra neyðarástand í núinu. Það er það sem þú virðist ekki skilja, þetta er gert til að hindra að samfélagið stöðvist, eða leysist upp.
Og þetta er þekkt ráð.
Þetta er ráðið sem bjargaði Bandaríkjamönnum frá algjöru hruni í kreppunni miklu, þá var almenn skuldaleiðrétting í formi þess að þáverandi verðtrygging, sem var gullfótur dollarans, að hún var afnumin.
Þú segir að þetta sé kostnaður. Þín meinloka er að horfa framhjá kostnaðinum við algjört hrun. Algjört hrun er það skelfilegasta sem getur hent þjóðfélög. Þess vegna eru til dæmis Bandaríkjamenn í dag að veita margföldum þessum upphæðum (hlutfallslega) til að hindra stöðvun hagkerfisins. Hjá þeim var það skuldir fjármálakerfisins sem voru stærstar, en þeir hafa líka sett mikla fjármuni í að gera fólki kleyft að borga áfram af húsnæði sínu.
Seðlaprentun, skuldasöfnun, vissulega sagði Bernanke seðlabankastjóri (sem er mjög á móti ríkisafskiptum), en valkosturinn að gera ekki neitt, hann er margfalt skelfilegri, bæði fjáhagslega og samfélagslega.
Auðvitað er allt svona ávísun á framtíðina.
En það sem þér og þínum er fyrirmunað að skilja, er að fólk vill framtíð.
Algjört hrun þýðir að að er engin framtíð, það eru sundraðar fjölskyldur, atvinnuleysi, heil kynslóð hið minnsta sem fær ekki eðlilega heilsugæslu, menntun, atlæti. Þess vegna eru það sjúkar röksemdir að segja að við megum ekki ávísa vanda okkar á framtíðina, við eigum sem sagt að koma öllum í skítinn í dag, strax, ekki gefa neitt tækifæri á framtíð.
En það sjúkasta við þetta hugarfar, og taktu það ekki persónulega til þín því svona er sjúkt hugarfar skilgreint þó þú hafir það þér örugglega til afsökunar að gera þér ekki grein fyrir því, er það sem ég benti þér á með árlegar vaxtagreiðslur samkvæmt aðgerðaráætlun AGS.
Þú heldur ekki vatni af vandlætingu vegna 220 milljarða (ekki 140-150 milljarðar) sem dreifast á mjög mörg ár, en þú segir ekki orð yfir 160 milljörðum árlega. Það er vegna þess að þú hefur meðtekið þá blekkingu að um eðlilegar skuldir og eðlilega vaxtagreiðslur séu að ræða.
Núna er ESB búið að viðurkenna að krafa breta er fjárkúgun, að ríkisábyrgð sé ekki skilgreind í reglugerð ESB, heldur þvert á móti. Og AGS lánapakkinn er fyrir erlenda krónubréfaeigendur en á vanda þeirra er hægt að taka á annan hátt en að borga þeim út krónur sínar á yfirverði. Og ég er að tala um þekkta leið, þegar farna leið hjá þjóðum sem haga tekið almenning fram yfir erlenda spákaupmenn.
Lokahluti þessara óeðlilega vaxta er svo hávaxtastefna AGS sem þýddi fjórum sinnum hærri vexti á raunskuld ríkisins en hún þurfti að vera. ef sömu ráðum hefði verið fylgt hér og í Bandkaríkjunum.
Tekið saman þá erum við að tala um rányrkju versus að bjarga þjóðinni frá glötun. Þó þú skiljir þetta ekki Pétur, þá skilur fólkið þetta sem ómennskan brennur á. Og það vill svo til að það eru meirihluti kjósenda.
Hvaða val heldur þú að þú og þínir hafi eftir smá tíma þegar þetta fólk tekur völdin í sínar hendur. Sem er óumflýjanlegt. Það liggur í eðli lýðræðisins að ógnaraðgerðum AGS er aldrei framfylgt nema með hervaldi.
Valdaafsal íslensku yfirstéttarinnar er því óumflýjanlegt.
Þess vegna átt þú að sýna pistlum mínum (í dag) meiri virðingu því þeir eru brú milli tveggja ólíkra hagsmuna. Þeir fjalla um leiðir sem hægt er að fara til að hindra óumflýjanlegt hrun þannig að tekið er tillit til beggja sjónarmiða, þeirra sem skulda, og þeirra sem eiga.
Það tapa vissulega allir, það er óumflýjanlegt, en tapinu er dreift á milli nútíðar og framtíðar, á milli skuldara og skuldareiganda. En þannig er tapið viðráðanlegt á hverjum tíma.
Og þegar upphæðin er skoðuð, bara andóf okkar ICEsave andstæðinga er búið að spara hana, þá er ljóst að 220 milljarðar vegna heimila er ekki mikil upphæð á móti 1.300 milljörðum vegna fjármálageirans. Það er siðblinda að vera á móti því hlutfalli, og jafnvel siðblinda að vera fylgjandi því, en það er önnur Ella.
Og þetta tal þitt um sukk unga fólksins dæmir sig sjálft. Það var fjármálakerfið sjálft sem skapaði þá umgjörð (með hávaxtastefnu Seðlabankans) sem þessi falski kaupmáttur byggðist á. Og hvað átti fólk með góðar tekjur að gera???? Leggja allt inná bók????
Það er ekki sæmandi vitibornu fólki að taka einstök sukkdæmi, sem ég skal fúslega viðurkenna að voru mörg, og heimfæra þau yfir á fjöldann. Og vitiborin manneskja rústar ekki sinni eigin framtíð vegna sukks í fortíð. Það er æðri dóms að refsa, ef hann er þá til, en hugsun púrítana, að refsa í núinu fyrir syndir, það er absúrd þegar kemur að því að bjarga sjálfum sér.
Þegar skip sekkur, þá er ekki farið í manngreinaálit þegar kemur að því að raða í bátana, "nei heyrðu, þú lamdir konuna þína og þú ert drykkjuhrútur, en þessi má ekki vamm sitt vita, og þessi er miklu duglegri en þú ....", svona ganga ekki hlutirnir fyrir sig á neyðarstundu.
Pétur þetta er langt mál hjá mér, og ég get alveg haldið áfram að ræða það við þig, svona þegar við erum hættir að bjálfast, en þessi umræða er history, því kjarninn í henni er 2 ára gömul. Fyrir 2 árum átti þjóðin val, núna eru hörmungarnar komnar fram.
Og ljóst er að þær eru það víðtækar að meirihluti þjóðarinnar er lentur í skuldagildrunni. Og þú rífst ekki við meirihlutann, hann ræður. Og það er mjög stutt í að svo verði.
Hvort valdaskiptin verði harkaleg, og um hefndir verði að ræða, þori ég ekki að spá. Kannski verður skuldaeigendum sendur allur reikningurinn, kannski ekki. Framtíðin ein veit það svar.
En það var til sameiginlegur flötur Pétur, byggður á mennsku og mannúð. Ég er að reyna að tjá það viðhorf, og þú ert að reyna að tjá það viðhorf. En nálgunin er ólík og ráðamönnum okkar bar ekki gæfu til að ná hinum sameiginlega fleti.
Ég vona að uppreisnin gagnvart skuldareigendum verði ekki jafn blóðug og þegar svartir íbúar Zanzibar fengu stjórnina í sínar hendur eftir aldalanga kúgun arabísku yfirstéttarinnar. Hún neyddist til að samþykkja lýðræðislegar kosningar vegna hótana frá Tanganyiku og tapaði fyrst kosningunum og síðan lífinu.
En það er eðli kúgunar að þær leiða til haturs, og það er mikið hatur að grafa um sig í íslenskri þjóðarsál. Og þetta hatur mun fá útrás, og lýðræðið mun sjá til þess að það taki völdin.
Og þá myndu margir Lilju vilja kveðið og lesið hana líka. Mín Lilja heitir "Frysting verðtryggingarinnar er ekki val". Lestu þann pistil með opnum hug, tæmdu þig áður og reyndu að fanga þá hugsun sem ég er að reyna að lýsa. Það skiptir engu máli hvaða skýringar við höfum á ástandinu, ástandið er svona og fer óðum versnandi. Það að sjá það ekki er alvarlegur veruleikaflótti.
Veruleikaflótti sem hrjáir núverandi valdastétt. Og það þarf ekki að rífast um það að lýðræði sé í landinu.
Þetta alvarlega ástand mun því leiða til uppgjörs.
Spurningin er hvort fólk vilji stýra því, eða láta það stýra okkur. Valið stendur aðeins milli þessa tveggja kosta.
Lilju geta margir kveðið, og hana er hægt að kveða mun betur en ég geri. En það verður þá að gera það, en það þýðir ekkert að kvarta yfir kveðskapnum.
Kvæðið um sameiginlegan flöt og sátt meðal þjóðarinnar þarf að kveða Pétur. Ég er að reyna það, þú ekki.
Þar liggur munurinn á okkur tveimur.
Vinsamlegar kveðjur að austan.
Ómar Geirsson, 12.10.2010 kl. 23:56
Og kæra fólk hér að ofan, Pétur fyrrverandi bjálfi (ég er alveg að læknast) og þið öll hin.
Ég vil þakka ykkur fyrir málefnalega umræðu sem kemur hinum ólíku sjónarmiðum vel á framfæri, ég var byrjaður á andmælum mínum til Péturs í hálfleik en náði ekki að klára fyrr en nú. Ég lét því ógert að lesa þau innslög sem á eftir koma, vildi geta tjáð mig ómengað um það sem ég tel skipta mestu máli, sem er þörfin á sameiginlegum flöt.
Þó við Pétur höfum ekki farið of vel á stað, sem skýrist af minni hálfu á rauðri dulu, kennda við ICEsave, þá tel ég okkur hafa endað ágætlega, og vonandi einhverjum til gagns og fróðleiks. Og flott innslög Elle og Jóns styrkja þessa umræðu.
Satt að segja er ég stoltur að hafa afrekað það í dag að ná að framkalla hana, og tel snemmsetu mína í morgun ekki vera til einskis. En við smáfuglarnir höfum því miður engin áhrif, þjóðin er að vígbúast.
En samviskunnar vegna er samt betra að hafa reynt.
Megið þið öll eiga sem bestu daga og nætur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 00:05
Já, og eitt enn, svona út af smá misskilningi.
Pétur, svona langtímaskuldabréf er ekki selt. Það er afhent sem eign, líkt og gull. Og verðgildi þess heldur á meðan ríkið lifir. Verðbólga rýrir það, en það bitnar jú á þeim sem valda verðbólgunni, krefst líklegast hærri greiðslna frá almannasjóðum til ellilífeyrisþega því ekki hygg ég að þeir verði látnir svelta.
Svona skuldabréf er sama eðlis og það skuldabréf sem er geymt í Seðlabankanum og kallast eiginfjárframlag ríkisins. Það er bara þarna og safnar ryki.
Endurgreiðslurnar af því yrðu stilltar til lífeyrissjóðanna eftir því sem hið reiknaða tap vegna eftirgjafarinnar á verðtryggingunni fellur til. Sé tímafaktorinn lengri þá er náttúrulega um rýrnun að ræða, og það er ekki hagur neins að draga þetta um of, en það verða að vera peningar til fyrir þeim. Það er því endurreisn efnahagslífsins sem stýrir í raun hraðanum.
En þetta verður aldrei nema brotabrot af fyrirhuguðum árlegum greiðslum vegna ICEsave. En falla vissulega í lengri tíma. Og já, ICEsave er úr sögunni. Það er ekki vilji til þess hjá þjóðinni að greiða, og bretar fara ekki með tapað mál fyrir dóm. Þeir eru jú engir vitleysingar.
Ef við værum í kaffispjalli hjá þeim unga hagfræðingi sem lengst hefur náð í útlöndum, Jóni Daníelssyni, þá gæti hann útskýrt fyrir þér á grafískan hátt muninn á innstreymi tekna í ríkissjóð, annars vegar miðað við núverandi þróun, hins vegar miðað við skuldaleiðréttingu.
Ef þú sæir þetta grafískt, þá myndir þú aldrei ræða þessi mál aftur, aðeins spyrja hvaða hagsmuna þeir gættu sem lugu hinu í þig.
Og ég skal svara þeirri spurningu fyrir þig, þeir voru að gæta hagsmuna erlendra spákaupmanna, ekki þjóðarinnar. Og alls ekki kröfuhafa gömlu bankanna. Þeir eins og við eiga allt sitt undir grósku og velmegun þjóðarinnar.
Aftur vinsamlegar kveður að austan.
Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 00:21
Get ekki lesið þetta allt núna, en kröftug er umræðan, og kröftuga menn og engar liðleskjur né landeyður þurfum við á stórnlagaþingið, og þú ert einn slíkur, Ómar Geirsson, og drífðu þig að prenta út meðmælendalistann og safnaðu þessu á 5 dögum fyrir skiladag, í hádeginu nk. mánudag, ég gæti varla fyrirgefið þér, ef þú gefur ekki kost á þér! Þangað eru nú þegar búnir að melda sig ESBéingar eins og Jón Steindór Valdimarsson, Pavel Bartozek og fleiri, þetta gengur ekki. Bót er í máli, að Baldur Ágústsson verður einn frambjóðenda – sá sem ég kaus í forsetakjöri 2004 ... og er þó harla ánægður með Ólaf minn Ragnar á þessu ári, enda gekk hann ekki í Icesave-bjargið með tröllunum og stendur sig bara vel, en það hefði Baldur líka gert, yfirvegaður maður og vandaður og hreinræktaður fullveldismaður.
Og ekkert rövl, Ómar, þú getur þetta alveg! Þú bjargar ekki þjóðinni með neinum Molotov-kokteilum þarna fyrir austan og heldur ekki hér fyrir sunnan! Ert að vísu að spauga, en hættu því, komdu þér að verki í vörnina fyrir lýðveldið.
Jón Valur Jensson, 13.10.2010 kl. 05:40
Þú veizt, af hverju ég segi þetta. Samfylkingarskrípin vilja stjórnarskrána feiga, vilja afnema öll ákvæði hennar um að löggjafarvaldið skuli vera íslenzkt, hér á landi, í höndum, alþingis, forseta og þjóðarinnar. Meira að segja lagaprófessor í HR, Ragnhildur Helgadóttir sagði í útvarpi: "Og svo þarf auðvitað að afnema fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar"! (sic, a.m.k. efnislega þannig). En þetta eru fjöregg sjálfstæðis okkar og fullveldis, þau má ekki afnema! Það eru helgispjöll og lygi að tala svona, það er engin þörf á þessu nema fyrir þá sem vilja svíkja þetta lýðveldi feðra okkar og mæðra í tryggðum og gefa allt vald í hendur ... Brusselráðanna.
Þessu verður ekki afstýrt nema með samtökum og framboðum til þessa þings og síðan ærinni kynningu málstaðar okkar fyrir kosningadaginn 27. nóvember.
Blessaður!
Jón Valur Jensson, 13.10.2010 kl. 05:52
Hvernig vissuru að ég væri að spauga Jón Valur, það eru rosalega margir sem trúa öllu sem ég segi? Þekkja ekki muninn á orðum sem hægt er að stjórna og rökum sem lúta lögmálum rökleiðslunnar. Pétur áttaði sig á muninum og tók slaginn.
En þegar upp er staðið þá er það mat manna á aðstæðum sem sker úr um hvernig þeir bregðast við þeim. Og tíminn sker svo úr.
Takk fyrir jákvæð orð um mig og stjórnlagaþingið en það vottar ekki fyrir áhuga hjá mér. Satt best að segja er ég ánægður með þá sem við höfum þó vissulega megi nútímavæða hana en grunnurinn er góður. Hún er samin á þeim tímum þegar menn leituðu að jafnvægi milli framkvæmdavalds og þings og lét svo kjósendur hafa lokaorðið.
Vilji menn endurskoða hana við eðlilegar aðstæður, þá mega menn gera það mín vegna.
En í dag eru ekki eðlilegar aðstæður, og allt sem stjórnvöld koma nálægt er dæmt til að mistakast. Þjóðin lítur á allt svona sem tilraunir til að láta umræðuna snúast um annað en það sem brennur á henni.
Og stjórnarskrá Íslands brennur ekki á henni.
Að láta detta sér það í hug voru grunnmistök Borgarahreyfingarinnar. Og þessi hugmynd ber í sér feigð handa öllum þeim stjórnmálamönnum sem taka hana alvarlega. Hvort hún nýtist andófsfólki sem ætlar að nýta athyglina, ég veit það ekki, verður nokkur athygli á henni?????
En héðan af Jón mun ég aðeins taka þátt í stríði. Pistlar mínir í gær voru rökræðan in memory. Svo bíð ég eftir okkar Jóhönnu af Örk.
Guð mætti hafa það bak við eyrað að það er kominn tími á nýja.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 13.10.2010 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.