11.10.2010 | 14:03
Hvað segja Hagsmunasamtök heimilanna.
Halda þau að það sé tilviljun að allt Ruv batteríið sé að rægja niður tillögur samtakanna???
Ætla þeir að hjálpa ríkisstjórninni við að sefa reiði landsmanna án þess að nokkur vilji sé að baki viðræðunum???
Hvenær tæmist tímaglasið???
Allavega er það tæmast hjá heimilum landsins.
Kveðja að austan.
Fundirnir tímasóun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef það er rétt sem Þór Saari vitnar í á sínu Eyjubloggi að 73,000 heimili verða eignalaus næsta ár, þá er það holskefla yfir þjóðfélagið, sem það mun ekki geta staðið af sér. Ríkisstjórnin virðist ætla að feta í ógæfuspor Geirs og haardera andspænis vandanum. Ég óska þeim góðs gengis, sem eru skuldlausir meðal vor, en halda þeir rói öðrum báti en hinir skuldugu.
Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 14:20
Jóhanna Sigurðardóttir sá eftir mótmælin á afmælisdegi að eina leiðin til að bjarga ríkisstjórninni væri að halda röð funda með öllum sem vildu og reyna þannig að gefa ríkisstjórn hennar blæ "aðgerða". En eins og svo oft áður þá eru orð án aðgerða ekki mikils virði.
Eða af hverju ætti allt í einu eitthvað að gerast eða breytast núna? Óx ríkisstjórninni eistu við hávaða mótmælanna? Nei.
Geir Ágústsson, 11.10.2010 kl. 14:28
Aðgerðir stjórnarinnar eiga sér ekkert fordæmi svo ég muni - nema kanski í hörðustu kommúnistaríkjunum fyrir 40-60 árum síðan.
Það þarf mjög yfirgripsmikla vanþekkingu til þess að bera þessar aðgerðir saman við aðgerðir stjórnar Geirs Haarde.
Að RÚV tali gegn öðrum hugmyndum en hugmyndum helstjórnarinnar er ekkert nýtt -
Fylgjumst með næstu 2-3 vikurnar og sjáum hvaða meðferð tillögur annara en stjórnarinnar fá - látum svo RÚV heyra okkar álit í e mailum og símtölum.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.10.2010 kl. 14:33
Blessaðir Kristján, já ljótt er þetta og ekki líklegt að hinir skuldlausu verði gæfusamir. Þjóðarskútan er nefnilega ein, sökkvi hún, þá sökkva allir, líka rotturnar. Sem aftur á móti gerir andstöðu VG við björgun heimilanna dálítið absúrd.
Ætli það sé enginn líffræðingur í þeirra röðum???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 15:09
Ólafur Ingi Hrólfsson. Það hefur ekki verið nema ein helstjórn á Íslandi og það var ríkisstjórn Geirs H. Haarde með stuðningi krata.
Það var sú ríkisstjórn sem neitaði að hlusta á aðvaranir um þjóðarhrunið- bankahrunið og allar þær afleiðingar sem því myndu fylgja.
Og þetta er staðfest í fjölmörgum blöðum og fréttaskotum hérlendis sem erlendis. Og þetta er aðgengilegt á bloggsíðunni hennar Láru Hönnu Einarsdóttur fyrir þá sem þora að lesa.
Nú eru þau Jóhanna og Steingrímur að basla við það að leiðrétta það sem Sjálfstæðisflokkurinn sagð að þyrfti aldrei að leiðrétta.
Það kom í ljós að markaðurinn leiðréttir sig ekki sjálfur.
Og það kom líka í ljós að Jóhanna og Steingrímur trúðu því aldrei að þetta yrði svona erftitt, enda kom fljótt í ljós að þau kunnu ekki til verka og réðu ekki við þau skelfilegu verkefni sem helstjórn sjálfstæðisflokksins hökklaðist frá þegar hún sá fram á blóðsúthellingar í eigin landi.
Sjálfstæðismenn tala mikið um kommúnista en kunna sjálfir ekkert annað en það sem Sovétríkin gáfust upp á.
Að láta ríkið kosta allar framkvæmdir. Svo segja þeir: "Nú get ég."
Árni Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 15:12
Blessaðir félagar, Árni og Ólafur.
Þið megið slást hér mín vegna, en á meðan blæðir almenningi.
Og AGS stjórnar, ekki íslensk stjórnvöld.
Og Árni, hvað álit sem þú hefur á stjórn sem í sögulegu samhengi setti Íslandsmet i greiðslur til velferðarinnar (enda Jóhanna innanborðs) þá er ljóst að AGS er ekki góðgerðastofnun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 15:18
Kannski þarf næst að einangra þá 4-6 alþingismenn sem ekki geyma aftengdar heilastöðvar undir kollinum og gefa þeim svona viku til að koma með tillögur að lausnum.
Láta síðan þjóðina greiða atkvæði um niðurstöðurnar.
Það er bara ekki einleikið hversu stór hópur alþingismanna eru slefandi hálfvitar í pólitísku tilliti. Reyndar allir læsir og sumir líklega skrifandi líka með svolítilli hjálp. Það er bara ekki nóg.
Ómar. Álit mitt á þessari stjórn sem og þeirri fyrri er ekkert leyndarmál. Og það ætti að vera öllum auðlesið sem nenna að kynna sér skrif mín á þessum vettvangi.
Ríkisstjórnir sem hefja göngu sína með belgingi í þá veru að nú verði stjórnað eftir einhverju forriti frá steindauðum heimspekingum úti í heimi verða til lítils gagns hjá fámennri eyþjóð. En það hefur sannast nógu oft að þesskonar galskapur skilur eftir sig slys og þeim mun stærri og mannskæðari sem það dregst lengur að losa þjóðina við hann.
Sama á við um AGS. Það fólk veit minna um þjóðhagslegar lausnir fyrir þetta smáríki en gamall forðagæslumaður úr Suðursveit.
Árni Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 15:58
Amen.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 16:00
Ah! já, þetta með heimsmetið og velferðina sem þú minntist á: Varstu þá að meina heimsmetið í fjölgun öryrkjanna hjá "hamingjusömustu þjóð í heimi?"
Árni Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 16:04
Blessaður Árni, eina heimsmet sem mig minnir að ég hafi talað um er heimsmet í heimsku.
Ég er talnalæs og rífst ekki við tölur. Já, Jóhanna Sigurðardóttir, blessuð sé minning hennar sem stjórnmálmanns, náði að bæta kjör öryrkja þegar hún var í stjórn. Ætti að vita það.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 16:17
Og Árni, Amen í minni sveit var alltaf notað eftir predikun þegar menn voru innilega samála henni.
Kveðja, sami.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 16:31
Þú sagðir þetta helv. Amen á meðan ég var að skrifa mína athugasemd. Amenið kom þess vegna alveg í bakið á mér
Árni Gunnarsson, 11.10.2010 kl. 16:48
Amen þá aftur.
Kveðja aftur.
Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.