Framsókn tekur þátt í aðförinni að heimilum landsins.

 

Með því að gefa ríkisstjórninni trúverðugleika samráðsins á meðan hún finnur leiðir til að losna úr hengingarólinni.

Ekki með því að hjálpa almenningi í landinu að þrauka í gegnum kreppuna, heldur með því að útfæra enn eina blekkingarleiðina sem engu mun skila öðru en áframhaldandi skuldaþrældómi og hörmungum meginþorra skuldara landsins.

Ekki nema Framsókn hafi lagt inn beiðni fyrir fleiri milljarðamæringa flokksins um mjúka meðferð??

Framsóknarflokkurinn verður að þekkja sinn vitjunartíma og gera það upp við sig í hvaða liði hann stendur.

Með þjóðinni eða AGS.

Og uppreisn þjóðarinnar gegn AGS er rétt að byrja.  Annað hvort taka menn þátt í henni, eða menn stinga höfðinu í sandinn.  Og þá er of seint að borða brauðið þegar það er bakað því líkt og litla gula hænan, þá mun almenningur ekki fyrirgefa þeim sem jöpluðu meðan ómennin fundu svikaleiðir út úr klemmu sinni.

Annað hvort er menn með þjóð sinni eða á móti.

Tími umræðunnar er liðinn.

Útburðurinn verður borinn út á morgun.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þetta eru ekki samráðsfundir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Framsókn rennur blóðið til skyldunnar - það var jú Framsókn sem stóð að samvinnu VG og Sf fyrir síðustu kosningar - þeir bera því fulla ábyrgð á verkum þessa fólks.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.10.2010 kl. 13:17

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er blátt áfram ótrúlegt hvað það ætlar að taka langann tíma hjá þessu liði að átta sig á því að tími blaðurs og loforða er liðinn, spennandi að sjá hvað skeður á morgun.

Þar fyrir utan Ómar ! líkaði mér hvernig þú færð "lánað hjá GWB þetta : "Annað hvort eru menn með þjóð sinni eða á móti." sbr. HÉR því um leið og menn geta deilt um hvort þetta átti við í hans tilfelli, þá á það allavega við núna stað og tíðarfært á Ísland í dag.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 11.10.2010 kl. 13:27

3 Smámynd: Óskar

heyrðu vinurinn ef AGS hefði ekki komið hingað til bjargar eftir hrunið þá lifðir þú á hundasúrum og rabbabara í dag.

Óskar, 11.10.2010 kl. 13:43

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar, og takk fyrir innlitið.

Óskar minn, ég var farinn að sakna þín og þinna beittu athugasemda.  Vill frekar lifa á hundasúrum en blóði samborgara minna enda ekki geðvillingur.

Ólafur, vissulega bera þeir ábyrgð, en ertu ekki feginn að fyrri stjórn vék????

Kristján, var junor Bush Steingeit????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.10.2010 kl. 15:06

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Nei Nei ! En hann hefur örugglega stolið slagorðinu frá einum okkar ;)

Kv.

KH

Kristján Hilmarsson, 11.10.2010 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband