11.10.2010 | 11:41
Er verið að spila með fólk??
Og þá, hver er að spila með hvern???
Ef rétt er að tilgangurinn fundarins sé að gera stjórnarandstöðuna meðseka, þá það.
En það vill svo til að þjóðin hefur borgað þingmönnum Sjálfstæðisflokksins kaup í 2 ár eftir Hrun, og það sem hefur komið frá flokknum á þeim tíma er eftirfarandi.
( samþykkt á öllum tillögum ríkisstjórnarinnar )
Ekki má heldu gleyma fullum stuðningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi.
Núna er ljóst hvert stefnir, hefur verið ljóst frá fyrsta degi veru AGS. Tillögur þeirra eru jú þrautreyndar, allsstaðar með sama árangri.
Þær dýpka kreppur og valda almenningi óþarfa hörmungum.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur fallið frá þeim stuðningi þá þarf hann að svara einni spurningu, hverjar eru tillögur hans í dag???
Í dag, ekki á morgun eða þegar hann er kominn í stjórn.
Hverjar eru tillögur flokksins, í fyrsta lagi, í öðru lagi eins lengi og lögin eru, í dag.
Geti hann ekki svarað því þá er hann að nýta sér neyð fólks til að koma sjálfum sér að kjötkötlunum, það er ekki flóknara en það.
Svo spurningin er, er verið að spila með fólk???
Kveðja að austan.
Segja fund sjónarspil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.