Passið ykkur á að láta ekki plata ykkur.

 

Útburðurinn er veikur fyrir, og gerir allt til að kaupa sér tíma.

En vissulega byrja allar breytingar á því að menn viðurkenni vandann og kynni sér síðan raunhæfar tillögur um lausn hans.

Allar þær tillögur eru til taks hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, þeim þarfa samtökum sem eiga allan heiður skilinn.

Og það má vissulega láta reyna á vilja stjórnvalda.

En merkin um þann vilja eru vandfundin.

 

Eða eru tillögurnar um úthringingar frá Hagsmunasamtökunum komnar???  Ekki tel ég það.

Og varla hafa spunakokkar Samfylkingarinnar upp á sínar eigin spýtur farið af stað með lygar og rangfærslur um tillögur Hagsmunasamtakanna.  Það er engin tilviljun að stefið hjá Ruv þeirri ógæfustofnun, er "dýrar tillögur, hjálpa þeim sem geta alveg borgað".

Það hefur aldrei gerst að byssa taki upp á því sjálf að finna sér mið og skjóta, nema kannski hjá Tomma og Jenna.  En þeir eru teiknimynd.

Í gamla daga gátu uppreisnarmenn sagt sér, að þegar þeir rákust á böðulinn brýna öxi sína, rétt fyrir friðarfund þeirra með konungi, að silkimjúku orðin um eftirgjöf, og að hlusta á sanngjarnar kröfur fólksins, að það var ekki mikil meining þar að baki.

Frekar skortur á herstyrk sem útskýrði að þeir héldu höfðum sínum, ennþá.

 

Það er gott að vilja vel, og ég skil að talsmenn HH vilji ræða sínar tillögur við stjórnvöld, en að gera það í andrúmslofti rangfærslna og blekkinga það er naví svo ekki sé meira sagt.  Það er eins og menn gleyma, að það er ríkisstjórnin sem er að reyna að bjarga lífi sínu, ríkisstjórn sem með stefnu sinni hefur valdið landsmönnum gífurlegum þjáningum og tjóni.

Það er allavega lágmarkið að gera þá kröfu að Ruv héldi sig við fréttaflutning, ekki áróðurssmíð.  Það er hægt að gera þá kröfu að böðullinn brýni exi sína í kyrrþey.

Eða er það ekki???

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Þingmenn vilja leysa skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband