8.10.2010 | 15:25
Útburðurinn er á Austurvelli.
Og hann starfar hér í þágu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Það skiptir engu máli þó hann gefi eftir í ár, hann mun sækja fram af tvíefldum krafti að ári.
Svo lengi hann hefur völd, þá mun allt mannlíf á Íslandi vera í hættu.
Látum ekki örvæntingar tilboð Jóhönnu Sigurðardóttir draga allan mátt úr andstöðunni.
Það á aðeins að plástra holsárin, á meðan þjóðarlíkamanum blæðir út.
Munum að hún er Leppur skuggalegra afla sem hugsa um það eitt að bjóðmjólka þessa þjóð.
Munum að meðan hún er í embætti, þá þjóðin enga von um betra mannlíf.
Þess vegna þarf að bera hana út.
Það er betra vera fátækur en frjáls, eiga von í hjarta um betri tíð.
Betra en að vera skuldaþræll auðmanna sem engu eira.
Ef íbúar þeirra byggða sem á að eyða með niðurskurði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mæta á Austurvöll og sameinast Andófi Reykvíkinga gegn Útburði ungs fólks, þá er stjórnin fallin.
Og AGS mun yfirgefa landið líkt og í Argentínu og Chile þar sem mannlíf tók aftur að blómstra þegar Óbermin hurfu á braut.
Eftir hverju er fólk að bíða????
Kveðja að austan.
Lífsspursmál fyrir Selfoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.