Þorsteinn Pálsson er einn af hugmyndafræðingum Hrunsins.

 

Vilji menn gera upp Hrunið, þá er hann fremstu meðal jafningja á sakamannbekk.

Það er menn eins og hann sem dásömuðu hagræðinguna í kvótakerfinu sem byggðist á ofurskuldsetningu og er ekki sjálfbær.

Það er menn eins og hann sem vilja ofurskuldsetja þjóðarbúið vegna virkjana sem munu ekki ná að skapa nema um það vil 1% af landsmönnum vinnu þegar fabrikkurnar eru risnar, en skuldirnar svipta þjóðina efnahagslegu sjálfstæði sínu.

Það voru menn eins og hann sem börðust hart gegn þeim sem vildu koma böndum á bankana.

Það voru menn eins og hann sem dásömuðu hagræðinguna sem fólst í að allt atvinnulíf var komið á hendur örfáum auðhringum, með þeim rökum að hagkvæmi stærðarinnar væri það sem gerði þjóðir ríkar.  Sú hagkvæmni er öll gjaldþrota en samt hefur hann notað penna sinn í ótalgreinum til að ýta undir þau viðhorf bankanna að endurfjármagna þessa ofureiningar sem drápu allt kvikt í kringum sig og gátu síðan ekki greitt krónu að skuldum sínum.

Það er menn eins og Þorsteinn Pálsson sem börðust fyrir auðmannskapítalisma sem kom öllu hér í þrot.  Sem olli venjulegum atvinnurekendum meira tjóni en lærimeistarar Stalíns gátu nokkru sinni.

 

Og þegar það þjóðfélag sem hann barðist fyrir, féll, þá er lausn Þorsteins Pálssonar, skuldaþrældómur þjóðarinnar.  Hann vill að aldraðir og öryrkjar borgi ICEsave, en ekki hefur hann mandóm til að leggja fram ofureftirlaun sín. 

Það er menn eins og hann sem vilja skuldaklafa almennings á meðan þeir þiggja veislur auðmanna, og ríflegar þóknanir þeirra.

Ef Geir Harde er sekur um eitthvað, þá var það að berjast ekki gegn hinum illa anda sem hér sveif um grundir.  Sem lagði þetta þjóðfélag í rúst.

Sé Geir sekur, þá má margfalda sekt hugmyndafræðinga Hrunsins með 100 og dugar það varla til.

 

Og það aumingjalegasta við þetta er að allt tal hans um evru byggist á lygi.  Evran er í dag hin dauða hönd Evrópu.  Hefðum við Íslendingar haft hana, þá væri þjóðfélagið búið að vera.

En hugmyndafræðingar dauðans telja slíkt þjóna sínum markmiðum.

Það kallast algjör sigur auðmanna yfir almenningi.

Skuldaþrældómur sem engin leið er úr.

 

En það má Þorsteinn Pálsson eiga, að hann  leynir ekki skoðunum sínum.  Þeir sem sjá fram á Hrun byggða sinna, ættu að lesa greinar hans í Fréttablaðinu.

Þar geta þeir lesið réttlætingu þeirrar hugmyndafræði.  

Það þarf jú að borga ICEsave segir Þorsteinn.

Og hann er ekki á stofnun.

Kveðja að austan.


mbl.is Ríkisstjórnin ekki líkleg til að finna lausn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að öllum öðrum bloggurum ólöstuðum kemst enginn með tærnar þar sem þú hefur hælana í rökhugsun og frábærum pistlum!

Takk fyrir að vera til, og takk fyrir að blogga (að austan)

anna (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 17:56

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk anna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 18:41

3 identicon

anna (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 627
  • Sl. viku: 5621
  • Frá upphafi: 1399560

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 4794
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband