Tekur viku að skipuleggja úthringingar??

 

Jóhanna Sigurðardóttir hvað lausn á Útburði að hringja í fórnarlömb Útburðarins.  Er greinilega hætt við að senda áritað póstkort, með orðunum, mér þykir þetta leitt, sem var tillaga hennar í síðustu viku.

En hún gefur sér viku í úthringingar.

En það sem Jóhanna virðist ekki skilja, er að hennar tími er liðinn.  

Fólk sættir sig ekki við skuldaþrældóm fyrir það fjármálakerfi sem kom öllu hér á kalda klaka.

Fólk sættir sig ekki við fordæmalausar hækkanir á skuldum sínum.

Að fólk sætti sig ekki við plástra sem gerir þeim kleyft að þrauka en lina ekki þjáningar þess og þrældóm.

Að fólk sættir sig ekki við þjóðfélag óréttlætis og misréttis.

Að fólk sætti sig ekki við að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn útrými öllu mannlífi hér á landi.

 

Fólk er búið að fá nóg.  

Þess vegna þarf að bera Jóhönnu út.

Það er eini Útburðurinn sem eftir er.

 

Svo þarf að byggja upp mannsæmandi þjóðfélag þar sem leppar auðræningja ráða engu, þar sem þjóðin ræður för, ekki Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

Það verk hefst á morgun þegar almenningur mætir niður á Austurvöll og ber Útburðinn út.

 

Tími hans er liðinn.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Lausn við skuldavanda í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þurfum við ekki að bera Alþjóðagjaldeyrissjóðinn út líka?  Eða bara gefum við honum eitt gott drag í ra....tið?

Kveðjur frá Vestfirðingi :-) 

Sigríður Jósefsdóttir, 8.10.2010 kl. 15:10

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hann fer þegar hýsillinn er farinn líkt og aðrar blóðsugur.

En góð hugmynd þetta með drag-ið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 15:37

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Drag á vestfirsku þýðir gott spark

Sigríður Jósefsdóttir, 8.10.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband