Almenningur blæðir um allan heim.

 

Og á meðan þurfum við að lesa fréttir af svona skrípum og hegðun þeirra.

Fólkið sem magnaði upp bóluna, hirti síðan arðinn, en lét skuldirnar falla á almenning, það lifir eins og svín, og er ósnertanlegt vegna þess að leppar þeirra fara með öll völd á fjölmiðlum og stjórnmálamenn eru í vasa þess.

Eru leikföng svína.

Og þessi leikföng eru að skera niður almannaþjónustu um allan vestræna heim á meðan húsbændur þeirra velta sér upp úr forinni skellihlæjandi.

Munum að okkar harmur er brot af heimsins harmi.

Barátta okkar við svínaleikföng í ríkisstjórn Íslands er barátta sem almenningur háir um allan heim.

Sýnum fordæmi, hrekjum þetta lið að höndum okkar.  Byggjum upp mannsæmandi þjóðfélag þar sem allir hafa í sig og á í landi þar sem smjör drýpur af hverju strái.  Hættum að bera út fólk því nóg er til að húsnæði, og þeir sem núna kaupa ódýrt á uppboðum, geta þess í stað gert tilboð í hús sem standa auð, engin þörf er að bera út fólk og fénað.

Byggjum þjóðfélag þar sem þjóð í erfiðleikum viðurkennir rétt manneskjunnar til að hafa í sig og á, og þak yfir höfuð.  Þar sem fólk er látið borga sanngjarnan hlut af tekjum sínum í afborganir af lánum sínum en að sé viðurkennt að meira sé ekki að hafa og það þjóni engum tilgangi að pína fólk eða hrekja það á vergang.

Sýnum svínum og leikföngum þeirra að mannkynið sé fólk, ekki fénaður eða þrælar.

Látum ekki bjóða okkur þetta lengur.

Verjumst, berjumst fyrir framtíð okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Røkke er þurftafrekur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verum bara fegin að ríka fólkið eyði peningunum sínum. Hverjir fá peningana sem þau eyða í vinnu við húsið, snekkjuna, bílana, matinn, fötin, skartgripina og þjónustuna? Nú við hin. Ríka fólkið með eyðslu sinni borgar fyrir fleiri hundruð störf og þannig mat í fjölskyldur þeirra sem þjónusta þau.

Danir eru heppnir að eiga svona ríkt fólk sem er tilbúið að eyða peningunum sínum. Það versta sem efnafólk getur gert er að sitja á peningunum eins og ormar á gulli, þá skapast engin störf. 

mbk,

Ó

Ólafur S (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 10:02

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já mikið er lánið Ólafur, mikið er lánið.

Það eina sem þarf við að bæta er að spyrja hvort allir hafi ekki nóg af kökum til að borða.

Kveðja að austan.

PS. Rökke er Norðmaður.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 10:08

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 "Almenningi blæðir um allann heim" segir þú Ómar ! og samkvæmt þessari frétt um þurftafrekju Røkke, er auðvelt að hneykslast og hugsa til þeirra sem eiga ekkert og minna en ekkert, meðan aðrir velta sér upp úr lúxus sem þeir aldrei komast yfir að nota einusinni.

"Almenningi blæðir..." jú en "almenningi" blæðir mismikið í eftir hvar í veröldinni "almenningur" býr, minna í Noregi en Íslandi t.d. meira í Nígeríu en Íslandi osfrv.

Svo er það hitt að  ef  Røkke hefði verið meðal íslenskra athafnamanna í stað hinna margumtöluðu "Útrásarvíkinga" þá værum við líklega ekki að "blogga" hér Ómar, ekkert hrun hefði orðið, fyrirtæki  Røkke töpuðu milljörðum í "pappírsvirði" í kreppunni, en án þess að til teljandi uppsagna hefði orðið, og hann setti enga banka á hausinn né heldur, íslendingar hefðu bara "þusað" og "kvartað" yfir lúxuslífinu á honum (eins og norðmenn eru að gera), en ekkert meir, svo þetta er auðvitað alltaf afstætt eins og flest annað.

Hér eru upplýsingar um fyrirtæki nefnds  Røkke, þar sem velta (760 ísl milljarðar) og fjöldi starfsmanna (yfir 25000) ofl. kemur fram, bara svona til að setja þetta í samanburð og samsvar.

Og kallinn er ekki einusinni ríkasti nojarinn, sá sem hefur þann titil heitir Jon Fredriksen og býr reyndar á Kýpur, og svo er "gamli" Olav Thon, þetta eru auðvitað kallar sem hafa lært að nýta sér hið fáránlega alþjóðafjármálakerfi, þómeð snefil af meiri ábyrgð en hinir íslensku útrásarvíkingar sem með stuðningi og einnig afkiftaleysi ísl. stjórnvalda héldu að þeir væru nógu klárir til að geta tekið þátt í, og hversvegna ekki ?, kerfið gaf þeim frelsi án fjárhagslegrar ábyrgðar, ég segi fjárhagslegrar, því ég held að þeirra tími í alþjóðlegum viðskiftum sé lokið, vonandi allavega.

Það er svosem að hluta rétt hjá Ólafi, þetta að svo lengi sem  Røkke og aðrir álíka "nota" peningana sem þeir taka útúr fyrirtækjum sínum, þá drjúpa ölmusur á hausa "almennings" en hvað með allt það fé sem er svo bundið í öllum lúxusnum, hverjum kemur það til góða ? ekki einu sinni  Røkke sjálfum, hann kemst ekki yfir að nota þetta allt, en það eru margir þættir sem spila þarna inn, kolrangar skattareglur og margt fleira, sem þarf að taka til í, að ekki sé minnst á frelsi MEÐ ábyrgð, í stað Án, semsagt að fjármálafyrirtæki geti farið með fjármuni almennings eins og þeim sýnist, án ábyrgðar, þegar búið er að sólunda öllu í allt og ekkert, nú þá bara borgar "almenningur" þetta gegnum AGS, enda vex þeirri skoðun æ meira ásmeginn um allann hinn vestræna heim, að þessu beri að ljúka, þetta veit örugglega  Røkke og er þessvegna að koma sér aðeins betur fyrir áður en allt breytist.

Svona svipað og sumir háttsettir í Sovjét þegar styttist í fallið, þá voru þeir búnir ða koma sér vel fyrir í fínum höllum og undirbúnir undir "nýja" tíma.

Jæja nóg komið af þessu ruglu núna, en það er venjulega gott að draga fram svona dæmi til að vekja fólk til umhugsunar, en "almenningur" á Íslandi er líklega svona mátulega móttækur fyrir þessu í augnablikinu, vilja heldur að nærtækari mál verði leyst sem fyrst.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

 

Kristján Hilmarsson, 8.10.2010 kl. 14:37

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Ætli svarið við þessum pælingum þínum mótist ekki af lífsviðhorfum fólks. 

Mín skoðun er sú að ef það á að vera búandi í heiminum þá er tími siðlausra auðmanna liðinn.

En hvað Rokke varðar, þá er hann pappírstígrisdýr sem er engu betri en það sem féll hér, eða í Bandaríkjunum eða Bretlandi.

Svona menn skapa ekkert, þeir sjúga og eyða.

Mundu að við féllum fyrst, en verðum ekki þau síðustu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 15:00

5 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 "Pappírstígur" með 760 ísl. milljarða í veltu og 25000 manns í vinnu, nei ég er ekki með neinar "pælingar" hérna Ómar  bara pínu upplýsingar til styrktar innlegginu þínu, var ekki meiningin að styggja þig, þú ert í ham og gott er það, en það getur verið gott að stoppa aðeins örðu hverju og draga andann og jafnvel telja upp að 10, hætt við að boðskapurinn fari fyrir ofan garð og neðan annars.

OK nú er ég að haga mér eins og gamli "meistarinn" í Karate Kid, best að láta þetta duga.

Heyrumst innan tíðar félagi

Kv. Kristján

 

Kristján Hilmarsson, 8.10.2010 kl. 19:05

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Skál, Kristján, fékk Irish fyrir að gera við vinnutölvu konunnar.

Vissulega veit ég að fyrirtæki Rokke hafa fólk í vinnu, en Rokke  hefur ekkert skapað frá því að hann gerði upp nokkra togara og setti á skak við Alaska.

Hann er maður sem hefur notað sér leikreglur pappírsviðskipta til hins ýtrasta, og varð það stór að hann var ekki settur á hausinn þegar hann var gjaldþrota fyrir nokkrum árum síðan.

Ég sá Karate Kid, gamli meistarinn lagði áherslu á heiðarleika og sannfæringu, ekki þjófnað og rán.

En rökin sem Ólafur kom með að ofan eru rök sem hafa víða heyrst, til dæmis í Kólumbíu.  Í borg sem hét Mede eitthvað, nenni ekki að fletta  upp á því.

En Kristján minn, hvernig dettur þér í hug að þú sért að ergja mig.

Þú veist að mér þykir vænt um hugsandi mannverur, sérstaklega þær sem nenna að skiptast á skoðunum við mig.

Ekki gleyma baráttukveðjunum næst, það ætlar víst enginn að mæta á Austurvöll á morgun.

Kallast þetta ekki að prumpa út í vindinn, en það lásu margir í dag, en til hvers???????????????????????????????

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 19:18

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hversvegna er eitthvað að því að bjóða upp á jafngreiðsluverðtryggingar lánform eins og hjá öðrum vestrænum efnahagslegs stöðugleika ríkum [þá ekki eru styrjaldir] þessi langtíma útlánsform vor lögð niður hér um svipað leyti og almenningur gerði sér ljóst að sparifé [innlán] hans var látið rýna á kostnað afskrifta til einkavina af þeirra lánum.

Þessi jafngreiðslu veðskuldar með fastri umsaminni veðskuldar upphæð sem samstendur af lánsútborgun  og grunnvöxtum og verðbólguvöxtu að hámarki 3,5%. Þessari upphæð er svipt niður í  t.d. 360 jafnaháa verðskulda höfuðstóla [smálán] með mestum vöxtum fyrst og á móti minnka þeir og greiðslubyrði léttist ef verðbólga er ekki núll.  Heildarvextir= Grunnvextir + verðbólguvextir eru fastir þannig að veðskuldasjóðurinn græðir á því að verðbólguvextir séu sem minnstir.   Miðað við 5,0% nafnvexti gætu grunnvextir orðið að 5% raunvöxtum ef verðbólg er núll alann lánstíman en annars um 2% ef verðbólga er um 3,0% að meðaltali á lánstíman 30 ár. 

Við er um að tala um 18. milljóna veðskuld og 10 milljóna útborgun og 50.000 króna veðskuldargjald á mánuði.   27.778 kr lánsafborgunargjaldi og 22.222 króna vaxtargjaldi.

Við sjáum að miðað við 27.000 séu lánaðar í einn mánuð þá jafngildir fyrsta gjaldið  um 22.222/27.2778 x 12 eða um 80% prósent vöxtum á mánuði eða 960% ársvöxtum ári.  Nokkuð gott. Hinvegar kostar síðasta gjaldið ekki nema 5.000 að ránvirði ef verðbólga verður um 3,0% á lánstímanum.

Veiti í erlendu stöugleika ríkjum veðskuldasjóðum aðhald dregur úr  rekstrakostnaði þeirra þeirra en dregur ekki úr eftirpurn launþega undir 5.000.000 í árstekjur.  

Liðið sem er tekjur hærra býr í dýrara húsnæði sem selst illa og það kostar nafnvexti m.t.t áhættu alt að  7,5% eftir tekjum.

Reynslan að tilraunstarfsemi frá 1982 fyrir fólk undir 5.000.000 í ártekjum að neagm lánsforminu sem er í raun skammtíma áhættu lánsform erlendis til 5 ára. Þetta lánsform er samningur um lægri mánaðargreiðslu til að byrja með og síðan vaxandi, tengdar vísitölu . Hinsvegar byrja þær að vaxa uppfyrir jafngreiðslu höfuðstólinn eftir 5 ár  ef miðað er við neytendaverðvísi, líkist Íslenskri neysluvísitölu, en mælir ekki neyslu þeirra sem eru yfir 5.000.000 í árslaun tryggir því meiri stöðugleika.

Ég vil sjá lög hér eins og sett voru í Kaliforníu nýlega til að vernda almenna neytendur fyrir þessa falska jafnveðgreiðsluformi eftir 5 ár í verðbólgu sem einnkennir annarsflokks evru ríki.

Ég vil fasta verðtyggingru og grunnvaxta hámark 2% af 30 ára örggum lánum. Samkeppni er svo hjá sjóðunum um að verðbólgan verði sem minnst en neytendur reyna að eyða í íslenska framleiðslu og þjónustu til að lækka íbúðarlánið. 

Þetta er vertygginarformiðsem aðrar vestrænar þjóðir bjóð þegnum sínum upp á síðustu aldirnar. Lán jafnað og samstöðu.

Ég vil ekki borga lífeyri með húsnæðisvöxtum fyrir liðið sem  segist vera búið að vinna fyrir honum og sérhver kynslóð eigi að hugsa um sig. Ég vil að mín laun fari í minn vasa og ég geti valið um lífeyrisjóð er gerir ekki kynslóða mismunun eða tekjumismunun á félögum sjóð sem gerir út á 30x 30 x 30 ár minnst. Alvöru sjóð eins og erlendis. 

Hér er betra að vera með einn lágamarksframfærslu sjóð allra sem hafa átt hér lögheimili í 10 ár eða lengur [leyft í EU jafnræðisregla]: Atvinnuleytendur, örykjar og elllífeyrisþega  tilheyri honum. Greiðslur í hann verði  föst krónutala á mánuði á alla sem eru starfandi eða hafa tekjur.

Þetta gæti verið 180.000 kr á sjóðsþega á mánuði. 

Síðan verði lífeyrissjóðir reknir án ríkisábyrgðar og alveg frjálsir fyrir alvöru fjárfesta sem þurfa meira í ellinni.

Júlíus Björnsson, 8.10.2010 kl. 21:40

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir vandaða færslu Júlíus.

Varpa fram þessari hugmynd þinni.

Mætti umræðan snúast um svona rök.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 22:18

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég vil auka virðisaukandi afhafnarsemi á Íslandi sem almenningur kann að meta að verðleikum til langframa.  Bankar greiða að sjálfsögðu ekki virðisaukaskatt, það þeir fela einungis í sér kostnað. Þessi kostnaður á ekki að fara í ríkisjóðs í formi skatta eða í gróða til einkavinanna [hluthafanna] meðan almenningur mælist með  mestu greiðslu erfiðleika í heimi kallaðist góðæri hjá þjófsnautunum.

Hagnast á dráttarvöxtum  er siðspilling. Ríkistjórn skattleggur dráttarvexti  þannig að það þrýstir vöxtum upp á kostnað skuldunautanna. Bankarnir skulda sjálfir dráttarvexti.

Þöggun fólst í því að múta  stórum hluta launþega til að sætta sig við launalækkanir í evrum gegn lengri lánum: festa hann í lánsþörf til rýja hann inn að skinni í framhaldi. Þetta birst þeim sem starfa í grunninum sem hallæri. Stórhluti lauþega á höfuðborgarsvæðinu eins og landbyggðin mældi góðærið aldrei í meiri tekjum eða eignum.  

Ath.

Nokkuð gott. Hinsvegar kostar síðasta gjaldið ekki nema 5.000 að raunvirði ef verðbólga verður um 3,0% á lánstímanum.

Þetta hefur alltaf verið talið eðlilegt erlendis í verðtryggðri jafngreiðslu. Hinsvegar héldu jafnaldrar föður míns að þetta væri óeðlilegt enda ekki vanir að gera alvöru langtíma samninga. Þegar þetta form var aflagt hér og skammtíma áhættu krafa sett ofan á lánin og verðtryggð ótakmarkað, og svo látin vaxa með því skerða byrjunargreiðslur, þá varð raunvirði heildarveðskuldar næstu kynslóðar 50% hærra.  Þetta var ekki auglýst.  Þetta hefur engin þjóð gert opinberlega almennt utan Íslands. Þetta var upphafið af því sem hrundi svo 25 árum síðar.  Það er ekki endalaust hægt að fela ósóman með yfirtökum lánum 80% lántakenda.  Niðurgreiðslur vegna öruggustu veðskuldalána erlendis þekkjast ekki en það átti að vera leiðrétting gagnvart þeim sem eru undir 2,5 milljónir ef verðbólga væri eðlileg.

Exel á enginn að nota sem ekki kann utan að forsendur formúlanna sem hann stingur inn í. Ég bý formúlur til í samræmi við viðfangsefnið og nota svo exel stundum.  Það tyggir að niðurstöðurnar eru í samræmi. 

Þroskuðu ríki flokkast í tvo flokka: þau sem halda verðbólgu undir 2,5% á fimm ára tímabilum og þarf leiðandi 30 svo sem Þýskaland, má gefa út evrur.  Svo þau sem eru undir 3,5% hámörkunum svo sem UK og USA.

Verðbólga sem er raunveruleg  er virðisauki á mörkuðum sem almenningur samþykkir með eftirspurninni [ekki fámennur hópur fjárfesta]. Þetta er raunverulegur hagsvöxtur[aukning þjóðartekna].

Hér voru mörkin 3,5% svo hér var fyrir löngu hægt að bjóða fasta vexti allan lánstímann 5% í 30 ár.  Við sem greiddum upp lífeyrasjóðina síðustu 30 ár með orkurvöxtum munum ekkert sjá þegar óþverrarnir sem hafa enga virðisauka skapað um ævina  gefa upp öndina.

Verðbólga er aldrei minni en hagvöxtur. Við viljum hagvöxt þá viljum við eðlilega bólgu. Íslenska orðið bólga er jákvætt eins og belgingur og tengist bændamenningunni hér áður fyrr bólgnir belgir í höll Konungs.  Loftbólga hin hliðin er prump handa lýðnum. Við fáum andann og fína fólkið vínið. Við fáum orðin og elítan brauðið.

Júlíus Björnsson, 9.10.2010 kl. 00:51

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1104285/

Hér er lifandi sönnun frá Íbúðalánasjóði, að svo meint jafnskuldarverðform sem á skila raunvirði nafnvaxta upphæðarinnar útborgaða hluta veðskuldarbréfsins er ekki jafnveðskuldarbréf þar sem veðskuldargreiðslur á gjalddögum er stigvaxandi allan lánstímann. 

Þetta er þá  lygasjóður.  Síðan er sagt að þessi heildarveðskuld á útgáfudegi sé verðtrygg þá í samræmi við lög að sérhver veðskuldargreiðsla á sínum gjalddaga sé verðtryggð. Það er taki sömu hlutafalslegu hækkum og verðbólga frá útgáfu degi veðskuldarbréfsins.    Það er er langt í frá verðtrygging er neikvæð fyrir 5 ár og svo og mikil eftir það. Þetta er sem sagt versta tegund af skjalafalsi. Veðskuldarbréfið er hvorki verðtryggt eða jafnveðskuldargreiðslna.

Einfaldara getur það ekki verið, það þarf enga æðri stærðfræðikunnáttu til meta hvor milljón er stærri en 300.000. Eina sem þarf er að vita er um hlutfallslegan vöxt verðbólgu miðað við neysluvístölu frá útgáfu degi til gjalddaga veðskuldarinnar. Ef hún er 8% á ári þá er hún 30 x 8% í 30 ár eða 240% ekki 900% eins og Íbúðalánsjóður heldur fram um veðskuld á síðasta gjalddaga 30 ára láns númer 360. 

Hér var logið að fólki á sínum tíma að venjuleg jafnveðskuldarbréf til lengri tíma en 5 ár  væru of greiðsluþung til að byrja með sér í lagi með tilliti til verðbólgu og þess vegna væri búið að laga þau að Íslenskum aðstæðum með [formúlu] sem gerði greiðslur léttari til að byrja með og þær myndu svo hækkar í síðar á lánstímanum í samræmi við verðtryggingu. Það skil ég og erlendir lánadrottnar sem að raunvirði heildar veðskuldar haldist óbreytt á lánstímanum. Hins vegar er því ætla að vaxa um 30% ef verðbólga er hér sú sama og í annars flokks evru ríkjum næst 30 ár. Það er undir 3,5% og yfir 2,5%  svo sem í UK  og USA. 1. flokks evru ríki að mati Þjóðverja eru með verðbólgu <2,5 % á næstu 30 árum. Þeir taka varla við kreditkortasköttum.

Það sem gildir um eitt slíkt bréf gildir líka um öll hinn og þess vegna líka um þjóðarjafnveðskuldarsafnið  sem Seðlabanki metur á um 700 milljarða 2007. Mat mitt er það sama og erlendra kröfuhafa þetta safn er ekki öruggt jafnveðskuldar  og gerir kröfu um að launþegar á Íslandi undir 5.000.000 í árlaunum hækki að raunvirði um 30% í tekjum  á næst 30 árum ef verðbólga verður á bilinu 2,5%-3,5%  krafan vex svo upp í um 50% raunvirðishækkun ef verðbólga verður á bilinu 3,5% til 4,5%, , 80% raunvirðishækkun  launa ef verðbólga verður  5,0% o.svo .frv.

Afföll erlendu lándrottnanna miða við um 3% því þeir er ekki smámunsamir, reynsla hér á  30 ára tímabilum gefur eitt slíkt frá um 1977 til 2007 sem er 8.0%.

Þetta staðreynd að raunvirðistekjur launþega á Íslandi munu ekki vaxa ef þær gera það ekki í ríkjum erlendu lánadrottnanna er tryggð að þeim sjálfum, óháð bulli hagsmuna fjárfesta aðila innlands.   

Spurning er frekar hvað getum við ekki gert frekar en hvað getum við gert til að vinna lánstaust fjárfesta sem eru ábyrgir og raunsæir.

Við getum ekki rekið almenna lífeyrisjóði á  örðu formi en ríki sem búa við efnahagsstöðugleika og við getum ekki talið lögleg veðskuldarbréf til öruggra jafngreiðslu skuldunauta miðað við að þau vaxi upp fyrir verðbólgu eftir 5 ár.

Við getum gert eins og aðrir sem hafa þekkingu og vit. 

Þeir sem kunna ekki leggja verðbólgu vexti á á eiga ekki að vera í stjórn útlánsjóða þjóðarinnar. 

Hér á grípa til almennra björgunar aðgerða vegna launþega undir 5.000.0000 árstekjum. Innleysa öll glæpabréfin í þessum hópi og reikna þau niður um minnst 1% fyrir hvert ár sem eftir af láninu.  Gefa út ný alþjóðleg örugg verðbólgu sem miða við fasta hámarksverðbólgu 3,5% næstu 30 ár. Það eru nafnvextir fastir 5% allan lánstímann. Raunvextir eru þá 5% - verðbólguvextir á lántímanum. Sjóðir hafa því ekkert að gera annað en að halda verðbólgu niðri til að viðhalda almennum kaupmætti launþega sem er heilbrigt að mati ég tel 85% þjóðarinnar.   

Erlendir lándrottnar stilla sínar körfur miðað við grunnvexti og meðallánstíma nýju safnanna. Þeir treysta löglegum öruggum veðskuldarbréfum með engu áhættu ávaxta álagi. Óháð stjórnmálamönnum.   Þeir þurfa fyrst að skera niður innlands og byggja upp örugga pappíra.  

Júlíus Björnsson, 9.10.2010 kl. 22:25

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Júlíus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2010 kl. 11:16

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Meir um fjárlæsi fyrir almenning.

Til að bera saman lán til dæmis milli landa ekki horfa í prósentuvexti að nafninu til.

Heldur heildarupphæð veðskuldar á öllum lánstímanum og á hverju ári. Hlutafall heildar vaxta af heildar upphæð  veðskuldar. Sem og heildar útborguð upphæð sem kallast því ótrúlega áróður nafni hér lán.  Lánið skiptir minnsu máli, það er skuldin. Nafnvextir skipta litlu máli þegar þeir tengjast vísum til dæmis neyslu í nútíma áhættu og skammtíma viðskipum, þar sem fáir græða og margir tap í ljósi reynslu aldanna.  Grunnur sem ómögulegt er að bygga almennt efnhagslegt öryggi á.  Áhættugeirinn er um 10% af fjármálgeira flestra ríkja og fær hvergi forgang í hruni yfir leitt ekki neitt. Vogum vinnur, vogum tapar.   Þetta lið er búið að fá skattafslætti og vildarkjör og bónusa og arð og ofurtekjur. Hinsvegar er það almenningur sem hefur verið svindlað á og hlekkjaður við falaskar skuldir freistaranna.

Ég þakka, enda 1/8 að austan.

íbúðalán er eitt form veðskulda. Lán selur betur  en skuld.  Lágir vextir að nafninu líka en flatir einfaldir að skilja.

Júlíus Björnsson, 10.10.2010 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband