Er fávitahátturinn algjör????

 

Það á að hringja í fólk sem er að missa húsin sín.

Þetta eru viðbrögð Jóhönnu Sigurðardóttir við þeirri djúpstæðu óánægju sem kraumar i þjóðfélaginu.

VR birtir tölur um að um 70.000 manns séu við það að verða eignarlaust og svarið er að hringja í fólk, það er þegar það er búið að pína það og kvelja út í eitt af handrukkurum fjármálakerfisins.

Þá er hringt í það.

Í fréttunum gær þá sagðist Jóhanna að markmiðið væri að kanna hvort það hafi ekkert gert í sínum málum.  Með þessu var hún að ýja að þetta fólk væri að missa sitt út af einhverju sinnuleysi, það hafi ekki nýtt sér hin frábæru úrræði ríkisstjórnarinnar sem kallast greiðsluaðlögun.

Jóhönnu virðist vera fyrirmunað að skilja að ofaní um 30% kjaraskerðingu þá ræður fólk ekki við skuldbindingar sínar, sérstaklega þegar hið íslenska kerfi hækkaði þessar skuldbindingar um 25% vegna verðtryggingar, að ekki sé minnst á þá sem fengu á sig hækkun hinnar ólöglegu gengistryggingar.

Fólk er ekki að missa húsnæði sitt vegna sinnuleysis, það er að missa það vegna þess að það ræður ekki við skuldir sínar.

Og það fær enga hjálp, aðeins hringingu.

Er hægt að leggjast lægra????

Kveðja að austan.


mbl.is Enginn heimilislaus vegna skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér , einu úrræðin sem stóðu mér til boða voru beinlýnis að gera með ófjárráða , skamta mér örfáum þúsundköllum í mat á mánuði og resst átti bara að pína mig til að borga í skuldir.. þetta er það eina sem er búið að bjóða fólki uppá þeir eru með svo óraunhæfar áætlanir á hvað það kostar að lifa hérna í dag að það er sorglegt , þetta er fólkið sem stýrir landinu og veit ekkert hvað er í gangi. Skipstjóri sem vissi ekki hvað væri í gangi um borð í sínu eigin skipi væri látin fara. 

Valdi (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 08:42

2 identicon

Þakka góða grein :)

Það er alveg rétt að úrræðin eru ekki upp á marga fiska.

Ljóst er t.d. orðið að sá sem sækir um greiðsluaðlögun fær aðeins skotmark á bakið, svo og að ekki er hægt að fara í greiðsluaðlögun með skuldir við ríki, sveitarfélög né íbúðarlánasjóð.

Það kom síðan íu fráttum í vikunni að bankarnir eru á bakvið rétt um 20% af þvingunum til nauðungarsölu en fyrrnefndi aaðilar utan greiðsluaðlögunar hafa restina.

Stjórnvöld þora enganvegin að koma með nægjanleg úrræði sökum þess að þá myndu allt of margir (að þeirra mati) komast í skjól með sínar skuldir.

Það er því ljóst að einu úrræði stjórnarinnar er að lengja í hengingarólinni þannig að fólk geti tyllt tánum en alls ekki staðið á jörðinni.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 09:23

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Valdi.

Það er þetta sem hefur vantað, að fórnarlömb fávitaháttarins láti í sér heyra.

Hver bíður fjölskyldu sinni upp á það líf sem Jóhanna er að bjóða með úthringingum sínum.  Taflan sem greiðsluaðlögunarstofan fer eftir var þróuð á plantekrum Karabíhafsins þegar aðstreymi nýrra þræla var bannað (eftir afnám þrælaverslunar) og þá þurfti að reikna út lágmarkskostnað við fæði og klæði svo menn lifðu, og gætu þrælað fyrir eiganda sinn.

Í dag er það fjármálastofnanir sem reikna þetta út, og svo á fólk að vinna út í eitt til að borga af lánum sínum.  Og þegar menn bjarga sér með mikilli vinnu, þá gerist tvennt, menn reikna út verðbólgu og þenslu og hækka lánin, sem og hitt að skattmann segir að um hátekjur sé að ræða og vill hærri hlut.  Skattmann fer svo með peninginn í breska sendiráðið og greiðir húsbændum sínum ICEsave.

Þetta er hugmyndafræðin á bak við alla greiðsluaðlögunarsamningana, þeir vita eins og er að þrællinn þarf að lifa til að geta borgað, og kannski smá gullrót um frelsi eftir einhverja áratugi.  Frelsi sem svo aldrei kemur.

Og ástæða þess að þetta gengur upp Valdi, er að þið fórnarlömbin hafa þagað fram af þessu.  Af hverju er ekki alltaf eitt til fimm þúsund athugasemdir við hverja bloggfærslu hjá hinum ötula baráttumanni Marínó Njálssyni????  Þá væri hlustað á hann, jafnvel vitgrannur fjölmiðlamaður tekið hann í viðtal.

Og þá fengi þjóðin að heyra falsið og rangfærslurnar á bak við stefnu ríkisstjórnarinnar.  En það hlustar enginn á staðreyndir því þeir sem hafa fyrir því að kynna sér þær, og leggja það á sig að kynna þær, þeir eru eins og hrópandinn í eyðimörkinni, hróp þeirra deyja út í vindinum.

Það er mjög einföld ástæða að illmenni velja sér sum fórnarlömb til að kúga en ekki önnur.  Þeir ráðast á þá sem ekki verja sig.

Að taka ekki afstöðu og sýna samstöðu með þeim sem berjast gegn kúguninni, það er skýr yfirlýsing að fólk sé sátt við sitt hlutskipti og ætlar að vera bankaþrælar sína lífstíð.

En þú hefur stigið stór skref, láttu Marínó og félaga hjá Hagsmunasamtökum heimilanna verða var við stuðning þinn.  Með fjöldann að baki, þá verður hlustað á þá.

Það þarf ekki meira til að hrekja Útburðinn úr skúmaskotum sínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 09:27

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Óskar.

Vil enn og aftur minna á Marínó og félaga.  Þetta eru menn úr öllum flokkum sem með staðreyndum og skynsemi hafa reynt að fá stjórnvöld til að gera eitthvað raunhæft í málefnum skuldara.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 09:30

5 identicon

Það var ekkert Ég skammast mín ekkert að Ég sé komin í þessa stöðu enda lítið sem Ég gat gerrt og Ég skil ekki afhverju raddir fólks eru ekki háværari , manni var talið trú um að það yrði leitað lausna en nú er komið að því að húsið mitt er sellt og mér ber bara að flytja út eða leigja það til eins árs og Ég er einn af hundruðum núna , einn af þúsundum á næsta ári ef þetta fer ekki að breytast.

Það versta við mína stöðu er að ég tapaði gríðarlegum fjármunum á þessu hruni , og allt sem Ég átti í ibúðinni hvarf líka samt Íslenskt verðtryggt frá ÍLS(veðhlutfall 78% og ég kaupi mánuði fyrir hrun og fjármunirnir sem áttu að borga niður mikin hluta lánsins hurfu!) , afhverju var sumum bjargað með sínar eignir en öðrum leyft að glata öllu ? Íslandsbanki sá um öll mín fjármál og hélt utan um þessa peninga í ýmsum sjóðum sem jú fjárfestu einungis í sjálfum sér en maður treysti bönkunum, nú treysti Ég þeim ekki né ríkisstjórninni(ekki Alþingi heldur) og mun aldrei borga krónu meira en Ég raunverulega skulda þó svo að það setji mig í þrot þá flyt ég bara út þarsem maður getur lifað mansæmandi lífi... Þetta er bara ekki sanngjarnt hvernig veigið er að fólki og þó svo að fólk standi í skilum núna þá bendir allt til þess að það muni ekki gera það til lengdar. Ég borga einfaldlega EKKERT á meðan engar lausnir eru í boði, er sem betur fer heppin að hafa góða að og mun aldrei skorta húsaskjól en það eru margir ekki svo heppnir. Stórar fjölskyldur eru að missa húsin sín og það geta ekki allir þó góðfúslega vildu tekið inn á sig 5-9 manna fjölskyldur. 

Valdi (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 10:31

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Valdi.

Það á enginn að skammast sín nema Útburðir og auðræningjar.

Auðræningjar því þeir komu þjóðinni í þessa stöðu, og Útburðir fyrir að beita pólitísku valdi til að hindra að fólki sé hjálpað á neyðarstundu.

Ég er mikið sammála þér og vona að sem flestir lesi innslag þitt.  

Vona að fleiri taki af skarið og hætti að líta á sig sem fórnarlömb heldur fólk sem á rétt, rétt á að óréttlæti Hrunsins lendi ekki bara á þeim, heldur allri þjóðinni á þann hátt að við tökum öll á okkur byrðarnar og gerum þannig þeim sem hallari standa, fjárhagslega eða tekjulega, kleyft að lifa hér mannsæmandi lífi á landi forfeðra sinna.

Ósóminn og óréttlætið á ekki að líðast.

Það er æra okkar allra sem er í húfi.

Þetta þarf ekki að vera svona.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband