8.10.2010 | 08:20
Ísfirðingar, vandi ykkar er vandi okkar allra.
Þegar Óbermi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa lokið sér af, þá vill enginn búa á landinu.
Enginn frjáls maður þó einhverjir skuldaþrælar og farandverkamenn munu þrauka hér áfram.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið það út að miðað við bjartsýnar spár um hagvöxt, þá munu um 60% af tekjum ríkissjóðs fara í vexti og afborganir af lánum.
Gangi hagvaxtaspárnar ekki eftir, og þær hafa aldrei gengið eftir þar sem sjóðurinn hefur komist að með krumlur sínar, þá fer þetta hlutfall yfir 70% sem þjóðin notar af tekjum sínum við að greiða skuldir auðmanna og fjármálakerfisins.
Með öðrum orðum, öll velferð verður lögð niður.
Þetta eru þau örlög sem okkur er búinn.
Þess vegna mótmælum við öll Útburðinum og flykkjumst út á götur og torg á laugardaginn og berum hann út.
Munum að þetta þarf ekki að vera svona.
Alls staðar þar sem Óbermi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið hrakin úr landi, þar hefur mannlíf og efnahagslíf byrjað að gróa og þjóðir unnið sig út úr vanda sínum án þess að fórna grunnstoðum þjóðfélagsins.
Gerum það sama, björgum okkur.
Þið þurfið líka að hjálpa til.
Berum Útburðinn út.
Kveðja að austan.
Samstaðan mikil á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 20
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2660
- Frá upphafi: 1412718
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 2322
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.