8.10.2010 | 08:14
Spennandi verkefni að stunda einelti
Segir varasaksóknari í skrípaleiknum kenndum við Atla.
Er það svona sem spilling og kúgun viðgengst, að menn líti á þau sem spennandi verkefni en taki ekki siðferðislega afstöðu til þeirra.
Ætli tillögurnar um gjöreyðingu byggða á landsbyggðinni, ættaðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að þær hafi verið unnar af ráðuneytisköllum sem litu á þær sem spennandi verkefni, og fóru síðan heim og fengu sér bjór upp í sófa.
"Spennandi verkefni í dag elskan, við afmáðum Húsavík og Ísafjörð út af landakortunum. Mjög krefjandi verk að fá að útfæra svona aðgerðir".
Ákæran á hendur einum manni, samþykkt með minnsta hugsanlega mun af pólitískum andstæðingum hans, er dæmi um gjörspillingu og siðferði af lægstu gráðu.
Og allir sem taka þátt í leiknum, fá yfir sig þann skít og þá ólykt sem því fylgir.
Þeir eru ekki spennandi, þeir eru skítugir.
Kveðja að austan.
Segir sakamál aldrei vera gamanmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1412719
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1773
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.