8.10.2010 | 08:07
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræðst að öldruðum.
Ekkert er Óberum heilagt þegar kemur að því að tryggja hag auðmanna og fjáreiganda.
Svona hefur þetta lið skilið eftir sviðna jörð um allan heim.
Núna er röðin komin af íslensku velferðinni.
Svo er látið að við skuldum svo mikið að við höfum ekki efni á að hugsa um sjúka og aldraða.
En hvaða skuldir eru þetta???
Hvenær tók ríkið þessar skuldir???
Svarið er til dæmis að ríkið er að taka gjaldeyrislán hjá AGS uppá 800 milljarða svo hægt sé að greiða gjaldeyrisbröskurum út krónur þeirra út á yfirverði. En það er ekki hlutverk ríkisins. Vilji ríkið að þessar krónur fari ekki úr landi, þá skattleggur það millifærsluna líkt og gert var í Chile og Malasíu með góðum árangri.
En ríkið tekur ekki þessi risalán og níðist á gömlu fólki í staðinn.
Hvaða uppeldi fékk þetta fólk sem hagar sér svona???
Utanum heimi fáum við fréttir hvernig ungt fólk er rænt frá foreldrum sínum og það alið upp í grimmd og hatri og verður þannig viljalaust verkfæri herstjóra og annarra glæpamanna.
Ekkert annað dæmi er til um tilurð slíkrar grimmdar, að vilja borga vexti og eyðileggja ummönnun sjúkra og aldraða.
Óþarfa vexti því aðeins þeir sem taka fjármagn fram yfir fólk haga sér svona.
Kölluðu þeir félagar, Ögmundur og Steingrímur, ekki svona hegðun svörtustu frjálshyggju sem þeir ætluðu að afnema þegar þeir kæmust til valda???
Hvað veldur, var þeim kannski rænt???
Eru þetta geimverur eða tilraunaverkefni CIA um stjórnun fólks með rafflögum tengdum heila????
Hver sem skýringin er, þá er hún ekki mannleg.
Svona hagar siðuð manneskja sér ekki.
Kveðja að austan.
Erum komin á endapunkt og getum ekki hagrætt meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 4
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 2023
- Frá upphafi: 1412722
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1776
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.