8.10.2010 | 07:07
Leiftursókn gegn landsbyggðinni.
Segir prófessor í stjórnmálafræði.
Orð að sönnu.
Og því má bæta við, að sama sókn er í gangi gegn allri þjóðinni.
Skriðdrekarnir eru ekki úr stáli, heldur er framvarðasveitin afar vitgrannir fjölmiðlamenn sem dreifa lygum og óhróðri ríkisstjórnarinnar eins og um sannindi er að ræða.
Þeir vitgrönnustu vinna hjá Ruv, og það eru þeir sem ná í Rakka AGS þegar berja þarf niður lýðinn.
Prófessorarnir í hagfræði fylla Kastljós, og tala um kostnað þegar kemur að leiðréttingu Hrunskulda.
Þeir tala um nauðsynlegan niðurskurð þegar vegið er að byggð í landinu.
Þeir tala um nauðsynlegar aðgerðir þegar fjallað er um Óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dugi þetta ekki til, þá eru fréttir settar upp á þann hátt að blekkja, ljúga.
Í gær var textinn á skjámynd, "dýrar aðgerðir" þegar fjallað var um leiðréttingar Hrunskulda að tillögu Hagsmunasamtaka Heimilanna.
Það er ekki talað um að í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis þá er það sýnt svart á hvítu hvernig forsendubrestur varð með áhlaupi auðmanna á krónuna í byrjun árs 2008.
Hin svokallaða leiðrétting er ekkert nema viðurkenning þess.
Það er ekkert talað um að það að gera ekki neitt er dýrara fyrir ríkissjóð.
Það er engin tilraun gerð til að setja hlutina í samhengi við annan kostnað til dæmis vilja ríkisstjórnarinnar að greiða ólöglega fjárkúgun breta upp á 507 milljarða.
Nei, það eina sem gert er að lepja blekkingu ríkisstjórnarinnar á ögurstundu þjóðarinnar.
En látum ekki þessa skriðdreka leiftursóknarinnar rústa landi okkar.
Verjumst.
Kveðja að austan.
Fólk rekið úr landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir tímar eru stórhættulegir fyrir landsbyggðina. Niðurskurður hins opinbera veldur þrýstingi á stjórnvöld þar sem stóru sjúkrahúsin vantar þá tekjur og vilja fá litlu ferliverkin sem þau vildu ekki sjá áður. Þetta gæti orðið mannfellir. Hvernig í ósköpunum eiga byggðarlög eins og Þingeyjarsýsla og Vestmannaeyjar að halda í íbúa þegar heilbrigðisþjónusta sem ætti að vera sjálfsögð mannréttindi og öryggisatriði er flutt í burtu og hættulegar aðstæður gætu skapast.
Vissulega er rétt að varðandi Suðurnesin er fjarlægðin ekki hættuleg miðað við þessi þjónustusvæði en spurningin er af hverju flytja eigi þjónustu sem er ekki dýrari á heimaslóð en á LSH? Hvað þá ef útleiga til einkaaðila gæti orðið til þess að hægt er að gera þjónustuna enn ódýrari. Það kostar líka almenning að sækja þjónustuna langan veg og þann kostnað þarf að reikna inn í líkanið.
Við eigum vissulega að hagræða og endurskipuleggja en þannig að við finnum lausnir sem reyna alla vega að mæta þörfum almennings en ekki bara tölum á blaði ef það er hægt á sama verði.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.10.2010 kl. 08:14
Blessuð Adda.
Takk fyrir þín skynsemisorð sem margar hverdagshetjur endurróma um allt land.
Það segir mér aðeins eitt, það er til mannvit og manngæska til að stýra þessu landi út úr núverandi erfiðleikum.
En þjóðin þarf að stíga skrefið og hreinsa út úr stjórnarráðinu, ekki til að fá aðra Leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heldur til að fá fólk sem talar af viti og getur rökstutt skoðanir sínar af skynsemi og með mannúð að leiðarljósi.
Gleymum því aldrei að það voru atvinnuvegir landsbyggðarinnar sem héldu landinu á floti þegar lánin hættu að berast til að fjármagna innflutning og neyslu. Aðeins hálfvitar ráðast gegn byggðum landsins á þann hátt sem ríkisstjórnin gerir.
Því þú heggur ekki af höndina sem fæðir þig.
Ekki nema þeir sem sjá hag í ránskap líkt og Óbermi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hugsa um það eitt að blóðsjúga þjóðina í þágu erlendra braskara og auðhringa. Auðhringa sem ætla að sölsa undir sig miðin og orkuna.
Í þeirra þágu eru þessar tillögur, að rústa mannlífi og eyða þannig allri andstöðu gegn ránskapnum.
Og gegn þessum þjófum eigum við að snúast. Stjórnvöld sem starfa í þeirra þágu, eiga að berast út. Það er eini Útburðurinn sem við eigum að lýða.
Og síðan á heilbrigt, skynsamt fólk að taka við.
Ekki landeyður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 09:11
Sæll. Já baráttan heldur áfram það má aldrei gefast upp þótt móti blási!
Sigurður Haraldsson, 8.10.2010 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.