Hrunverji vill meira Hrun.

 

Hann vill ofurlántökur svo hálfgjaldþrota orkufyrirtæki verði endanlega gjaldþrota.  

Óvænt áföll, til dæmis eldgos nálægt virkjunarsvæðum, og allt er búið því þjóðin getur ekki bætt á sig öllum þessum hundruðum milljörðum sem Samtök atvinnulífsins vilja svo þar á bæ geti menn látið eins og ekkert hafi gerst.  Og að þeir þurfi ekki aðlaga atvinnulífið að heilbrigðum rekstri eftir áratug sukks og svínarís í erlendum lántökum.

Hrunverjar atvinnulífsins bera meginþungann af þeirri ábyrgð sem Alþingi af skörungsskap sínum ætlar skella á einn einstakling.

 

Og Hrunverjarnir sem stóðu á torgum og góluðu eftir blóðsugum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þeir kenna núna ríkisstjórninni um þær hrollköldu afleiðingar af stefnu sjóðsins, samdrætti og auknu atvinnuleysi.

Og þeir segja að ríkisstjórnin sé ekki nógu duglega að bera út fólk, að hún sé ekki nógu dugleg að loka heilbrigðisstofnunum, að hún sé ekki nógu duglega að eyðileggja skólakerfið.  Og hún eigi að taka hærri lán til að byggja eitthvað handa verktökum.  

 

Hrunverjarnir sjá ekkert samhengi milli velmenntaðs starffólks og samfélags sem tryggir hag og velferð þegna sinna.  Nei, þeir vilja rústa því, og sjálfsagt ætla þeir að flytja inn láglaunavinnuafl til að vinna verksmiðjuvinnuna sem þeir eggja stjórnvöld til að skuldsetja sig til andskotans fyrir.

Það er skömm, að Morgunblaðið þessi einu sinni útvörður frelsi einstaklingsins til athafna og studdi flokk sem kenndi sig við sjálfstæði landsins, skuli birta svona þætting Hrunverja, því þeir sem tapa mestu á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru athafnamenn og afleiðingar af ofurskuldsetningu er endalok sjálfstæðis þessarar þjóðar.

 

Er þetta stefna Morgunblaðsins í hnotskurn????

Gjaldþrota millistétt, gjaldþrota þjóðfélag.

Menn ættu að hugsa áður en þeir klappa upp Hrunverja.

Var ekki eitt Hrun nóg????

Kveðja að  austan.

 

 

 

 


mbl.is Stjórnvöld á móti fjárfestingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvenær hefur atvinnuuppbygging leitt til bankahruns eða kreppu? Hvenær ætla menn að átta sig á að bankahrunið er örfáum einstaklingum um að kenna? Einstaklingum sem notuðu bankana sem eigin sparibauk og fjármögnuðu viðbjóðslega einkaneyslu sína óspart í gegn um þá. Þegar þeir svo sáu hvað þeir höfðu gert og hvert stefndi ákváðu þeir að ná eins miklu út úr þeim og hægt væri. Það var það sem olli kreppunni, ekki atvinnuuppbygging!!

Það má segja að stjórnvöld hafi ekki staðið sig sem skildi, en þó ber að benda á að stjórnvöld áttu engan þátt í að Bónus krakkinn næði eignarhaldi á Glitni og tangarhaldi á Kaupþingi og Landsbanka. Það er hætt við að hátt hefði heyrst ef stjórnvöld hefðu farið að skipta sér af stráknum, við skulum ekki gleima hvernig  Bónus málið fór fyrir dómstólum. Í krafti fjármagns sem Bónus átti ekki, gátu þeir sent stóð lögfræðinga á dómstólana og komið því til leiðar að flestar ákærur voru felldar niður. Aldrei fékkst úr því skorið hvort þeir voru sekir eða saklausir. Þetta gátu þeir vegna óhefts aðgengis að fjármagni landsmanna auk þess sem þeir réðu yfir flestum fjölmiðlunum.

Þetta eru sennilega stæðstu mistökin í Íslenskri réttarsögu og gaf þau skilaboð til þeirra sem réðu fjármagninu í landinu að þeir væru ósnertanlegir. Í kjölfarið fóru þessir menn hamförum í svindli og þjófnaði!!

Atvinnuuppbygging veldur ekki kreppu, hún er eina leiðin út úr kreppu. Hvernig á annars að komast út úr henni?!

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2010 kl. 20:12

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Afglöp stjórnvalda voru af tvennum toga, a.m.k. en þetta er það sem ekki er hægt að deila um.  

Það fyrra var að leyfa óhefta útþenslu bankakerfisins án þess að grípa inní.  Okkur Íslendingum hættir til að persónugera (ég ekki undanskilinn) vandann, en það skipti ekki máli hvað strákarnir hétu, módelið (fjárfestingarmódelið í bréfum) sem þeir unnu eftir var rangt og þegar að kreppir þá er útilokað að margfalt bankakerfi miðað við þjóðarframleiðslu fái bakstuðning úr viðkomandi hagkerfi.

Málið er flókið en augljóst var að það átti ekki að leyfa samkrull hefðbundinnar bankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi (vogunarsjóða) og á ákveðnum tímapunkti þurfti að flagga þeim út eða setja aðrar skorður á starfsemi bankanna.

Þetta er kommon sens, en ekki augljós aðgerð eins og andrúmsloftið var bæði hér og erlendis.  Það dönsuðu jú allflestir með, enda féllu Vesturlönd og stórveldatími þeirra er brátt liðinn sökum ofurskuldsetningar.

Hin afglöpin voru að láta þessa þenslu viðgangast, kjarninn í heimskunni var óþarfa stóriðjuuppbygging því það vantaði framleiðsluþætti eins og vinnuafl, ekki að það væri skortur á vinnu.  Og mótaðgerðir Seðlabankans, sem voru samt eftir viðurkenndum hagfræðimódelum, hávaxtastefnan juku svo á vandann eins og sú gjörð að reyna slökkva eld með díselolíu.

Um þetta deilir enginn sem hefur séð grafið yfir aukningu á peningamagni í umferð síðustu 2 árin fyrir Hrun, þetta hefði alltaf endað með stóru búmmi.  En að draga menn fyrir dóm, með þeim rökum að menn hafi markvisst unnið að þessu, eða að saka menn um að hafa staðið í vegi fyrir einhverju öðru, til dæmis skynsemi, það fæ ég ekki séð að standist neinar réttarfarsreglur.  

Í staðinn ættu menn að játa vandann og mistökin, og reyna að bæta úr.

Og úrbætur sem byggjast á ofurskuldsetningu, eru ekki úrbætur.  Reyndu Gunnar að fara í bankann og taktu þér lán til framkvæmda.  Farðu svo og borgaðu láni með ennþá meira láni, og svo ennþá meira því þú treystir á að einhvern tímann í framtíðinni, þá skili það sér til baka.  Málið er að afborganir falla strax til og ef tekjur koma ekki á móti, þá falla lán á þig, óháð því að þú getir reddað þessu einhvern tímann seinna.

Sem og hitt, að þó þú ráðir við afborganir frá degi til dags með öllum þínum tekjum, þá ræður þú ekki við óvæntar, eða ófyrirséðar uppákomur.  Eða ætlar þú líka fá þá lán.

Margt fleira má segja um þetta, og ef sú heimska að skuldsetja mig og mína til andskotans byrjar, aðeins til þess eins að halda lifandi ósjálfbærum verktakaiðnaði, því ekki vinna menn við álver, 0,eitthvað til eða frá í atvinnustigi skipta ekki máli, þá mun ég fjalla meira um þetta glapræði.

Þeir sem vilja virkja, þeir mega gera það fyrir sína peninga án þess að ég og mínir séu í bakábyrgð.  En verði skuldsetning þeirra til þess að vextir af lánum mínum hækka upp úr öllu valdi, þá mun ég senda þeim bakreikninginn.  Hávextir áranna 2004-2008 ættu að vera öllum áminning um þann bakreikning.

Atvinnuuppbygging felst í almennum starfskilyrðum, ekki ríkiskapítalisma Stalíns.  Það módel féll 1989.

Fréttir þar um hljóta að hafa borist til Íslands.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 206
  • Sl. sólarhring: 874
  • Sl. viku: 5937
  • Frá upphafi: 1399105

Annað

  • Innlit í dag: 175
  • Innlit sl. viku: 5030
  • Gestir í dag: 170
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband