7.10.2010 | 17:09
Bíddu við, þið kusuð þetta yfir ykkur.
Eru ekki VG og Samfó með hreinan meirihluta í Norðurkjördæmi????
Og fyrir kosningarnar lýsti Jóhanna Sigurðardóttir því skýrt yfir að samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn væri hryggjarstykki efnahagsstefnu hennar. Og að greiða bretum að minnsta kosti 506 milljarða í ICEsave.
Svo eruð þið svakalega hissa þegar stefna AGS bitnar á ykkur.
Hvað haldið þið hefði gerst ef Útburðarstjórnin hefði komið ICEsave í gegn, og 50 milljarða niðurskurður hefði orði í viðbót vegna vaxtagreiðslan til breta.
Hélduð þið að frétt fjármálaráðuneytisins um að vextir hækkuðu úr tæpum 90 milljörðum uppí 160 milljarða væri bara grín sem kæmi hvergi niður á fólki???
Hélduð þið að okurvextir AGS kostuðu þjóðin ekkert???
Eða átti bara Reykvíkinga að blæða út???? Og berast út???
Sá sem styður Leppa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til valda, hann getur ekki búist við öðru en því sem núna er staðreynd. Að fólki blæði en fjármagn tútni.
Sjóðurinn er jú hugsaður sem verndari alþjóðlegra spákaupmanna og arðræningja. Hann lét svona í þriðja heiminum, en núna er hann kominn til Evrópu.
Meðal annars í boði íbúa Þingeyjarsýslna.
Það er aldrei of seint að iðrast og taka upp baráttu gegn kúguninni. En menn eiga að viðurkenna sína eigin sök. Annars mun kúgunin halda áfram þar til landauðn blasir við.
Og það er ekki þannig að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi falið eitthvað. Þetta lág ljóst fyrir frá fyrsta degi.
Að um 60% tekjum ríkisins færi í vextir og afborganir eftir að ICEsavekúgun breta færi í gegn fyrir tilverknað VG og Samfylkingarinnar, með stuðningi verkalýðsleiðtoga eins og til dæmis formannsins á Húsavík. Hvað er þá mikið eftir til að reka heilbrigðiskerfi sem sinnir fólki á landsbyggðinni????
Að um 160 milljarða fari beint úr landi vegna vaxtagreiðslan af erlendum lánum, þá eru afborganir eftir. Hvað er þá mikið eftir í innflutningi á venjulegum neysluvörum fyrir utan fall krónunnar niður fyrir 250 evrur með tilheyrandi verðbólgu?????
Nei, þetta lág allt fyrir.
Þið vilduð ekki trúa þessu.
En að því slepptu, að láta ykkur heyra sannleikann um fólkið sem þið kusuð til valda, þá er þessi niðurskurður glæpur gegn íbúum landsbyggðarinnar. En níðingarnir eru að níðast á fólki um allt land.
En þá sögðu þið ekki neitt.
Kveðja að austan.
Fólk fór að gráta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 71
- Sl. sólarhring: 1008
- Sl. viku: 5802
- Frá upphafi: 1398970
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 4923
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eini möguleiki fólks er að flytja frá landinu. Þetta er bara byrjunin á algjörum hörmungum hér á landi. Það skiptir engu hversu hæft fólk verður við stjórnvölinn. Slíkt er vandamálið.
Sveinn (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 17:44
Blessaður Sveinn.
Nei, þetta er ekki rétt hjá þér. Vissulega, ef við trúum lygum Útburðarstjórnar okkar og beygjum okkur undir þrælaörlög AGS, þá er þetta búið nema börnin okkar muna fara í smiðju IRA og endurheimta sjálfstæði landsins aftur.
En illþýðið, þó slæmt sé, er ekki neinum yfirnáttúrlegum kröftum búið (þó mætti halda að þetta væru útsendarar vissra afla) og það er ekki eins og guð almáttugur hafi sagt þetta, að við skuldum peninga auðmanna.
Við urðum fyrir áfalli, en atvinnuvegir okkar standa keikir, og ef við forðumst ofurskuldsetningu í erlendri mynt, þá erum við um margt betur stödd en þau lönd sem ætla almenningi að greiða skuldir fjármálageirans án þess að skerða hár á eignahöfði auðmanna. Kreppan er rétt að byrja í þessum löndum. Af nágrannlöndum okkar mun aðeins Noregur hugsanlega komast vel frá ástandinu en Norðmenn eru ekki svo mjög ríkir, mikið af pappír þeirra er verðlaus ef heimskreppa skellur á af fullum þunga. Og hún er handan við hornið og óumflýjanleg ef hagkerfin reyna að vernda verðgildi bólupeninga.
Það er því betra að vera hér og berjast, og hrekja illþýðið til síns heima, og byggja svo upp mannsæmandi þjóðfélag. Nú er við höfum ekki manndóminn, þá endum við náttúrulega í þrælaþjóðfélagi, enda hæfir slíkt mannleysum.
En hefur þú þá trú á samlöndum þínum, að þeir séu mannleysur???
Allavega virðast Þingeyingar ætla að verjast fólskuverkum átrúnaðargoðs síns.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 18:05
Það skiptir í raun ekki mestu mæli hvort að hálvitar eru við stjórn (eins og nú) eða bjánar (D/B) taki við.
Staðan er slæm en Helferðarstjórnin neitar að gera upp hrunið en herðir bara á skattaskrallinu.
Óskar Guðmundsson, 7.10.2010 kl. 18:40
Nei Óskar, lítill er munurinn þar á.
Nema í einu grundvallaratriði, og það er mannvonskan sem ESB trúin hefur þvingað yfir samfélagið því öll fólskuverkin eru gerð í þeirri trú að þau séu aðgöngumiðinn að himnaríki ESB.
En Íslendingar eru að uppistöðu heilbrigt og skynsamt fólk, sem vill vel, og hefur vit til að þekkja muninn á réttu og röngu.
Þess vegna segir fólk nei við Útburði og hryðjuverkum eins og þessi niðurskurður er. Og ákallar skynsamt fólk úr sínum röðum að taka við.
Þetta snýst ekki um flokka lengur, þeir hafa fyrirgert tilveru sinni með aðgerðarleysi sínu gagnvart Útburðinum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 18:46
John Lennon karlinum rataðist oft rétt á munn. Finnst mér að hann hafi hreinlega hvíslað þessu að mér enda bráðlifandi textarnir hans. Þetta er alltaf sama ofbeldið hjá Bretanum hvar sem hann þarf að beita því. Kæmi manni ekki á ovart að sjá Breska skriðdreka hér með IMF merkinu og Íslandi breytt í getto næstu 20 árin
If you had the luck of the Irish
You'd be sorry and wish you were dead
You should have the luck of the Irish
And you'd wish you was English instead!
A thousand years of torture and hunger
Drove the people away from their land
A land full of beauty and wonder
Was raped by the British brigands! Goddamn! Goddamn!
If you could keep voices like flowers
There'd be shamrock all over the world
If you could drink dreams like Irish streams
Then the world would be high as the mountain of morn
In the 'Pool they told us the story
How the English divided the land
Of the pain, the death and the glory
And the poets of auld Eireland
If we could make chains with the morning dew
The world would be like Galway Bay
Let's walk over rainbows like leprechauns
The world would be one big Blarney stone
Why the hell are the English there anyway?
As they kill with God on their side
Blame it all on the kids the IRA
As the bastards commit genocide! Aye! Aye! Genocide!
If you had the luck of the Irish
You'd be sorry and wish you was dead
You should have the luck of the Irish
And you'd wish you was English instead!
Yes you'd wish you was English instead!
GAZZI11, 7.10.2010 kl. 20:48
Þér að segja þá sýndu tölur og kannanir úr Þingeyjarsýslur að þaðan komu fæst atkvæði til stjórnarflokkanna í öllu Norðaustur kjördæmi. Ég veit um fáa staði á Landinu þar sem Vinstri Grænir standa valtari fæti. Samfylking er álitin soddan aumingjaflokkur með ranghugmyndir um heiminn.
Ekki gleyma því, austanmaður, að kjördæmið er ansi stórt og taka Eyfirðingar stærstan mannaflann. Þér væri betur að skoða staðreyndir áður en þú sakar okkur Þingeyinga um að kalla slíkt yfir okkur sjálfir, því við vildum hvað minnst með þessi óhræsi hafa, eða ertu að reyna að ýja að við séum öll gargandi masókistar að kjósa yfir okkur fólk sem hefur eindregið barist á móti okkur um árabil. Skoðaðu kjörna sveitarstjórnarfulltrúa í Norðurþingi, stærsta sveitarfélaginu í Þingeyjarsýslum. Þar kemur augljóslega fram hverjum við treystum, en þar fá samfylking og Vinstri Grænir aðeins einn fulltrúa hvor, eitt sæti af 9.
Skoðaðu málin aðeins betur áður en þú kemur fram með svona aðdróttanir. Það er sniðugra.
Og auðvitað viljum við ekki að Reykvíkingum blæði frekar en okkur úti á landi, en að reyna að segja að það sé réttlátt að veita Landsbyggðinni svöðusár þegar kemur að heilbrigðismálum meðan Reykvíkingar virðast ganga í burtu með smá skrámu hljómar voðalega spillt fyrir mér.
... en hver er hissa, við erum með 10 þingmenn (þar af ekki nema 4 sem virðast standa með okkur), Reykvíkingar geta verið stoltir af sínum 63!
Arinbergur (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 00:34
Arinbergur o.fl. Fyrir skömmu kom út að undirlagi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi bók eftir Smára Geirsson sem heitir SAMSTARF Á AUSTURLANDI.
Þar er farð yfir söguna allt frá 1943 - 2006.
Það er fróðleg lesning fyrir alla sem búa í kjördæminu -
Sem Norðlendingur ( að vísu staðsettur í borg trúðsins) undrast ég það fylgi sem VG fær á svæðinu -
Fólk talar gegn t.d. álveri á Bakka - Í álverinu fyrir austan munu starfa um 400 manns og 400 afleidd störf eru staðreynd.
Samt eru til - meira að segja í starfsliði álversins ) einstaklingar sem styðja VG.
og Arinbergur - þessi stjórn er fráleitt hlynntari Reykvíkingum en öðrum landsmönnum.
Borgin er reyndar að tillögu Hönnu Birnu ( sem er EKKI í ríkisstjórn ) að hrinda í framkvæmd tillögu hennar um nýsköpun á sem flestum sviðum í borginni. Þá er eftir að sjá hvernig ríkisstjórnin bregst vi- setur hún STOPP eins og á Suðurnesjum eða fá Hanna Birna og co vinnufrið?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.10.2010 kl. 04:34
Takk GAZZI, ég hef aldrei lesið þennan texta áður, já Lennon var snillingur. Ekki oft sem málin eru útskýrð frá sjónarhorni hins kúgaða, sigurvegararnir og hinu sterku og auðugu stjórna fjölmiðlun og móta alla sögutúlkun.
Góð tilbreyting frá argþrasinu að fá smá lýrík, hún er aðgangur að sálinni.
En skriðdrekarnir eru hérna, af hverju heldur þú að verklýðsforingjar vilji afleggja byggð í landinu með ICEsave ánauðinni??? Eða rithöfundarnir eins og Einar Kára eða háskólamenn eins og Jón Ólafsson og Guðmundur sama son. Þetta eru skriðdrekar breta.
Alveg eins og bretar sigruðu með aðstoð heimamanna á Írlandi, þá beita þeir sömu brögðum hér, þú þarft ekki skriðdreka úr járni þegar þú getur fengið hann úr holdi með lygar og rangfærslur á tungu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 08:47
Blessaður Arinbergur.
Svona til að leiðrétta misskilning þá er þessi túlkun ekki frá mér komin.
"auðvitað viljum við ekki að Reykvíkingum blæði frekar en okkur úti á landi, en að reyna að segja að það sé réttlátt að veita Landsbyggðinni svöðusár þegar kemur að heilbrigðismálum meðan Reykvíkingar virðast ganga í burtu með smá skrámu hljómar voðalega spillt fyrir mér."
Þessari skoðun hafa aðrir haldið fram og þessu hef ég mótmælt með tilvísun að fólk falli ekki í þá gryfju að láta deila með sig og drottna. Þegar fréttir komu fyrst frá þessum niðurskurði, þá tel ég mig hafa verið fyrstan til að blogga um byggðaeyðingu og notaði síðan síðustu helgi og allan mánudaginn til að hvetja fólk til dáða gegn Útburði og byggðaeyðingu.
Með frábærum árangri, það komu 60 manns til að mótmæla á Akureyri.
Hver er skýring þess að þið sátuð allir sem einn á rassgatinu ykkar, nöldrandi heima í stofu???? Og þá sjálfsagt yfir afleitu gengi Liverpool.
Ég hef enga þá burði að geta látið gera skoðanakönnun um þá deyfð og aumingjaskap sem lætur örfáa einstaklinga í kringum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn komast upp með að eyða byggð hér á landi.
Þess vegna segi ég það sem mér þykir líklegast, nema ég held skoðunum mínum um meintan aumingjaskap í lágmarki. Því það eru bara mannleysur sem láta bjóða sér þetta, svo við höfum það á hreinu.
Ef þið Þingeyingar hafið það ykkur ekki til afsökunar að vera stuðningsmenn landeyðingar, af hverju létuð þið Aðalstein verkaforingja komast upp með að lýsa yfir beinum stuðningi við ICEsave fjárkúgun breta???? Hélduð þið að einhverjir aðrir fengju reikninginn, til dæmis öryrkjar eða aldraðir, kannski lítið um svoleiðis fólk fyrir norðan í ykkar létta lofti.
En stuðningur áhrifamanna ásamt aðgerðarleysi fjöldans er skýring þess að ríkisstjórnin reyndi þessi landráð.
Og ekki heyrðist neitt frá ykkur þegar allar fréttirnar bárust af misþyrmingu á ungu fólks í fjárhagserfiðleikum í Reykjavík. Ekki héldu þið borgarfund þeim til stuðnings.
Ef þið eruð ekki meðvirkir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, hver er þá skýring þess að þið lyftuð ekki litla fingri til að styðja andstöðuna gegn henni, ekki fyrr en fólskuverkin bitnuðu á ykkar eigin skinni.
Nei, Arinbergur, ég tel mína skýringu vera þá skástu sem í boði er.
Sé hún röng, þá er það ykkar að reka af ykkur slyðruorðið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2010 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.