7.10.2010 | 12:05
Eru þetta hreinræktuð fífl???
"Þingmenn virtust fullir vissu um að enginn muni lenda á götunni".
Veit þetta fólk ekki hvað er að gerast út í þjóðfélaginu???
Fólk hefur lent á götunni, fólk er að lenda á götunni, fólk mun lenda á götunni ef vitið á þingi er ekki meira en þetta.
Allur þingheimur er sekur um aðgerðarleysi, allur þingheimur stóð að lögunum um skuldaþrældóm sem kenndur er við greiðsluaðlögun. Allur þingheimur er líka sekur að um kalla þá gjörð bankanna að aðlaga greiðslur fólks af því hámarki sem hægt er að kreista út úr því, aðgerðir til lausnar á skuldavanda heimila.
Eins og heimilin geti greitt meira en þau afla. Og jafnvel plantekrueigendurnir í gamla daga vissu að þrælarnir þurftu að borða og húsaskjól.
Núna þegar þjóðin rís upp, þá eru skilaboðin af þingi þessi:
"Við erum fullviss um enginn muni lenda á götunni".
Og aðgerðirnar til að tryggja það????
Jú, það á að skoða lögin sem augljóst var í upphafi að virkuðu ekki (Hagsmunasamtök heimilanna) og breyta þeim ef þörf þykir. Sem sagt gáfnaljós ríkisstjórnarinnar eru ennþá í vafa með hlutfallið 126/70000 en 126 heimili hafa fengið aðstoð en hagfræðingar VR hafa reiknað út að 70.000 manns sé að verða eignarlaust á næstu mánuðum.
Svo ætlar þetta fólk að tala við bankanna og biðja þá um að gera þetta hljóðlegar. Eins og þeir fari með löggjafa og framkvæmdavaldið í landinu.
Þess vegna spyr ég, er hægt að komast lengra í hálfvitaskap????
Er hægt að leggjast lægra en að bukta sig fyrir bankamönnum, sem bera megin ábyrgðina á Hruninu, og biðja þá um að skemma ekki svona ímynd ríkisstjórnarinnar og Alþingis??? Því allir eru sekir, allir sem sitja á Alþingi og mala og mjálma???
Af hverju hefur stjórnarandstaðan ekki lagt strax fram frumvarp til laga um stöðvun Útburðar????
Af hverju hefur stjórnarandstaðan ekki lagt fram frumvarp um leiðréttingu Hrunskulda í anda tillagna Hagsmunasamtaka Heimilanna????
Það er vegna þess að aulahátturinn er sá sami, úrræðaleysið það sama.
Það eru engin rök, engar afsakanir að stjórnin hlusti ekki.
Leggið fram tillögurnar, krefjist tafarlausa afgreiðslu. Verði hún ekki komin að kveldi, gangið þá út.
Gangið út og sameinist þjóðinni í baráttu hennar fyrir réttlæti.
Annars munið þið þurfa að sætta ykkur við dóm þjóðarinnar.
Útburðir munið þið verða kölluð.
Fólkið sem gat gert eitthvað en gerði ekki neitt.
Skömm ykkar er algjör.
Kveðja að austan.
Skuldavandinn ræddur á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því fyrr sem ríkis(ó)stjórnin gerir sér grein fyrir forsendubrestinum sem varð á árinu 2008, og bregst við honum, því fyrr rís Ísland úr öskustónni.
Sigríður Jósefsdóttir, 7.10.2010 kl. 12:35
Við verðum að bera traust til þessarar ríkisstjórnar. Hún er bundin af Neyðarlögunum sem Geir Haarde setti fyrir 2 árum. Með þeim voru bankarnir afhentir kröfuhöfum en ekki látnir sæta gjaldþrotameðferð.
Stjórnendur bankanna eru hægri menn sem mismuna fólki. Af hverju fá auðmenn niðurfelldar skuldir en almenningur ekki?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 7.10.2010 kl. 13:07
góður punktur hjá GSJ
Óskar Þorkelsson, 7.10.2010 kl. 13:36
Blessaður Mosi.
Veistu það, að svona barnalegur hugsunarháttur, hann er forsenda þess að ennþá finnast ærlegir menn sem styðja Útburð og mannvonsku.
Alveg eins og Geir gat sett Neyðarlög, þá getur þessi ríkisstjórn sett neyðarlög, og sú sem kemur eftir helgi. Jafnvel í hörðustu einræðisríkjum þá binda menn ekki svona hendur framtíðarinnar. Og ef einræðið er það harkalegt að hagur manna og heill er í húfi, þá bylta menn, fella herrana af stalli sínum.
Eða heldur þú að það hafi verið valdabarátta þegar Rauði herinn aflífaði Stalín síðla kvölds fyrir 57 árum síðan??? Nei það var framtíð og heill þjóðarinnar sem var í húfi, og menn brugðust við.
Að bregðast ekki við neyð fólks, að styðja Útburð, að kenna valdalausu fólki bankanna um, hvað hefðir þú kallað það á bloggi þínum ef þjóðin hefði ekki hrakið Hrunstjórnina frá völdum, heldur sæti hún enn???
Spáðu i það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 13:42
Blessuð Sigríður,
Nákvæmlega.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 13:42
Blessaður Óskar.
Það eina góða við að vera einfaldur í dag, er að þeim er lofuð sæla einhvers staðar í ókominni framtíð.
Þú verður að sætta þig við að mjög fáir deila þessari speki með þér.
Fólk er kannski ekki að biðja um alsælu, en vansælu og vesöld er það ekki að biðja um.
Og það mun sækja þá stjórn sem stjórnar fyrir fólk, ekki fjármagn.
Á meðan megið þið auðmannsleppar eiga ykkar sælu í friði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 13:45
Komið þið slæ nú er svo komið að fréttarmenska og mótmæli mín hafa kostað mig vinnuna sem öryggisvörð! Það herðir mig bara til að mótmæla og nota ég reynslu mína til að ná fram réttlæti gegn mafíunni sem hér er allt að drepa! Lifið heil.
Sigurður Haraldsson, 7.10.2010 kl. 13:47
Blessaður Baráttujaxl.
Las um þessi gleðitíðindi (fyrir þjóðina) á blogginu hennar Elle. Yfirmenn þínir fyrrum, hljóta að vera miklir stuðningsmenn byltingarinnar, því ef ekki, þá hefðu þeir sett á þig meiri aukavinnu.
Það er á svona stundum sem ég hálfsé eftir búsetu minni í firði forfeðra minna. Hér var bylting en það eru um 60 ár síðan að hún gekk yfir, og þeir sem hana frömdu flestir komnir til himna að nema fræðin á fótstalli hins mikla byltingarleiðtoga.
Annars er lognmolla, er eitthvað að gerjast undir niðri þarna fyrir sunnan????
Það á bera út hundruð þennan mánuð, og drepa landsbyggðina fyrir jól. Og læknirinn minn sér ekki tilganginn að sprauta í liðinn, ef ég labba ekki í kjölfarið í stað þess að hanga yfir fréttum í frístundum og kveða níð um auðránsleppa.
Hvað gerist á laugardaginn????? Verður þetta ekki búið fyrir helgi svo við getum farið að sinna öðru???? Ég skal leggja til að þú verður gerður að yfirmanna auðránsþjófnaðarrannsókna, svo að eitthvað annað en shjófið komi út úr því.
Gott að fá fréttir um hvort nú sé þörf fyrir mig að setja Turbóið í gang.
Kveðja að austan með bæði sorg og gleði í hjarta.
Ómar.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.