Látið ekki bjóða ykkur þetta.

 

Það eru engin efnahagsleg rök fyrir þessum niðurskurði, aðeins mannvonska þeirra sem stunda auðrán og Útburð svo fjármálaelítan fái stolið öllu sem eftir er af þjóðarauð Íslendinga.

Skuldir ríkissjóðs eru núna rúmar þrettán hundruð milljarðar.  Gangi mannvonskan ekki eftir gagnvart heilbrigðiskerfinu, þá verða þær um 40 milljörðum meiri eftir 10 ár.

 

En það sem skilur á milli er byggð í landinu. 

Byggð sem skapar þær tekjur sem þjóðin þarf á að halda ef hún ætlar aftur að öðlast efnahagslegt sjálfstæði sitt.

 

Blóðugur niðurskurður á grunnþjónustu landsbyggðarinnar er því með öllu óskiljanlegur öllu heilbrigðu fólki.  Reyndar líkt og Útburður fjölskyldna í landi þar sem offramboð er á húsnæði. Eða að fólk standi í biðröð eftir mat þar sem sjór er fullur af fiski, grasið grænt og ylur í jörðu til að rækta grænmeti og ala upp mat á fæti.

 

Það sem að baki býr kemur efnahag ekkert við.  

Þetta er rányrkja á tekjum þjóðarinnar til að greiða auðræningjum tilbúnar Hrunskuldir.  Þeir sem lánuðu þessum mönnum alla þessa milljarða í gróðabrask og verðbréfaviðskipti, þeir geta rukkað þá sjálfa, ekki þjóðina.

 

Munum að atvinnuvegir okkar hrundu ekki.  Það var hinn ofvaxni fjármálageiri sem féll.  

Skuldir hans eru ekki skuldir okkar.

 

Það eru engar forsendur fyrir að útrýma byggð og öllu heilbrigðu mannlífi og gera eftirlifendur að réttlausum skuldaþrælum, vinnandi í álfabrikkum erlendra auðhringa.

Það er aðeins meinloka í hugum okkar sem fær okkur til að hlusta á Leppa AGS tala um nauðsyn hins blóðuga niðurskurðar eða Útburð þúsunda samlanda okkar.  Þetta er bara suð geðvilltra manna sem þjóna Mammon en ekki þjóð sinni.

 

En Mammon er ekki þjóðin.

Við erum þjóðin.

Látum ekki bjóða okkur þetta.

Kveðja að austan.


mbl.is Borgarafundir á fjórum stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

Það er mikið til í þessu, en það má alveg eins spyrja sig afhverju það er verið að fara í niðurskurð á spítölum úti á landi, er það vegna þess að það er þegar búið að ganga svo að spítölum í Reykjavík að það er ekki hægt að skera þar meira niður ?  ég tók ekki eftir að landsbyggðin mótmælti þegar var verið að flytja vinnu frá reykjavík og út á land á sínum tíma, mætti halda að landsbyggðin sé algerlega heilög, en má djöflast í þeim sem búa í reykjavík alveg endalaust.

GunniS, 7.10.2010 kl. 11:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður GunniS.

Að deila og drottna er leið sem þekkt er til að kúga undir sig samfélög eða ríki þar sem þau sameinuð eru ekki viðráðanleg, en með sundrungu að vopni er hægt að brjóta á bak aftur.  Sesar í Gallíu, Bretar á Indlandi svo dæmi sé tekið.

Og alþýða um allan heim sem ekki sér að það sem er verið að gera einum, mun verða gert öðrum og að lokum öllum, beri henni ekki gæfu til að snúa bökum saman gegn auðræningjum og þjónum þeirra.

Það er rétt að landsbyggðin taldi sig illsnertanlega, Hrunið varð í Reykjavík, þess vegna nutu fólskuverk ríkisstjórnarinnar gagnvart ungu fólki í skuldavanda, sem nota bena var allflest á höfuðborgarsvæðinu, stuðnings margra á landsbyggðinni.  Samanber frasinn, "þau geta sjálfum sér kennt að hafa eytt um efni fram" eða eitthvað álíka.  Eins er áberandi stuðningur verkalýðsforkólfa, líka uppreisnarliðsins á landsbyggðinni, á Húsavík og á Akranesi, við ICEsavefjárkúgun breta, það var eins og þeir héldu að við myndum borga með Hekluvikri, ekki blóðugum niðurskurði sem myndu snerta alla í þjóðfélaginu, fyrir utan yfirstéttina.

Í ljósi þessa má skilja þann vott af hlökkun sem kemur fram í athugasemd þinni.

En það er ekki búið að skera niður í Reykjavík, það er ekki ráðist á alla, samtímis.

Ef þú vilt ekki láta deila þér og drottna í líf réttindalaus skuldaþræls, þá skaltu sýna samstöðu, því óvinurinn er sameinaður.

Og hann er að eyða þjóðfélagi okkar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 12:19

3 Smámynd: GunniS

varð hrunið bara í reykjavík, hehe :)  sko bankakerfið hrundi og það er ekket bara bankakerfi í reykjavík, þetta væri eins og að segja að skuldir ríkisins séu aðeins á höfuðborgarsvæðinu og komi landsbyggðinni ekkert við.

en ég ætla í raun aðeins að svara þessu með spítalana, ég bara veit að það hefur verið og er búin að vera mikill niðurskurður síðustu ár sem beinast að stóru spítölunum hér á höfuðborgarsvæðinu, það er búið að segja upp fólki þar og minka yfirvinnu og fleira í þeim dúr.  ég reyndar verð að viðurkenna að ég hafði aldrei tekið eftir þessu fyrr en landsbyggðin fór að kveinka sér, ég viðurkenni lika að ég hef ekki kynnt mér hvort þessi niðurskurður sé of mikill.

GunniS, 7.10.2010 kl. 12:35

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður GunniS.

Já eins skrýtið og það hljómar, þá sóttu ómennskan stuðning út á land með þeirri flökkusögu að fólkið í Reykjavík hefði anað áfram í blindri neysluhyggju, eins og Jón og Gunna hafi borið ábyrgð á fasteignabólunni, en vissulega höfðu þau það gott, og neyslan eftir því.  En að krossfesta þau fyrir það, það er önnur Elle.

Eða hefur þú spáð í af hverju 40% landsmanna styðja ófögnuðinn.

En allir sem kynna sér málin sjá grunnmun á niðurskurði og að leggja niður ákveðna þjónustu.  Og þetta er aðeins byrjunin.  

Vextir vegna AGS/ICEsave féllu mikla minna til á þessu ári en stjórnvöld reiknuðu með, eða allir ættu að þekkja muninn á áætluðum 160 milljörðum í vexti og þeim rúmu 80 milljörðum sem fjármagnið fékk af almannafé á þessu ári.  

Hvernig væri staðan ef almenningur hefði ekki risið upp og AGS frestað lánum síðan í kjölfarið????

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband