Fátæka landið Ísland,

 

Með alla sína jeppa, með öll sín stóru hús, með verslanir fullar af merkjavöru og land og mið full af mat, lætur sína minni bræður standa í röð eftir mat.

Eftir mat.

Og bíða milli vonar og ótta hvenær póstkortið frá Útburðarríkisstjórninni kemur.  

 

Hvað segir þetta um okkur sem þjóð???

Var það þetta sem ömmur okkar kenndu með breytni sinni, að okkur ætti að standa á sama um neyð náungans??  Jafnvel að vera vinstrisinnuð og styðja Útburð og hungur.

Eða erum við búin að gleyma því hvað þær kenndu okkur, um samkennd og samúð, og um mátt samstöðunnar við að takast á við erfiðleika.  

 

Í kreppunni hefur komið í ljós að sem einstaklingar munum við eftir þessari ömmuspeki, það er skýring þess að ástandið er ekki miklu verra en það þó er.  Fólk reynir að hjálpa sínum, fjölskyldur, vinir og ættingjar standa saman.

En um leið og við erum orðin heild, þá er eins og allt okkar siðferði hverfi inn í óminnið.  

 

Um fjörtíu % þjóðarinnar segist  styðja jafnrétti og bræðralag og syngur Nallann á hátíðarstundu. En líkt og bolsévikarnir forðum, þá breyttust foringjarnir í skrímsli sem styðja Útburð og hungur, það eina sem vantar upp á samsvörunina er Gulagið en það tók reyndar bolsana meira en ár að byggja það upp.  Og hinir óbreyttu fylgja með í blindni og gera þar með Útburðinn og hungrið mögulegt.

Álíka margir segjast styðja hina flokkana, sem hafa ekki einu sinni manndóm í sér að fordæma hungur og Útburð, vilja fyrst fá völd og síðan ræða og skoða, og afhenda landið erlendum auðhringum til eignar með því að skuldsetja landið til helvítis vegna stórvirkjana.  

Eins og fólk borði ál.

 

Síðan eru það áttaþúsund manns sem komu niður á Austurvöll, og sögðu hingað og ekki lengra.  Þau sögðust ekki vilja hungur og Útburð.  Að þau vildu réttlæti og mannsæmandi lífskjör.  Að byrðum Hrunsins yrði skipt á sanngjarnan hátt á landsmenn, og Hrunið yrði ekki notað sem afsökun til að afleggja velferð landsmanna svo auðmenn gætu viðhaldið sínum lúxuslífstíl og sínum heljartökum á atvinnulífi landsmanna.

Þannig að kannski er Ísland ekki fátækt, við eigum þó allavega áttaþúsund manns sem sögðu hingað og ekki lengra.  Og fleiri fleiri eru að upplifa að það sé líka hægt að vera maður þó maður tilheyri hóp eða þjóð.  Að það sé hægt að sýna sínum minni bræðrum samúð á erfiðleikatímum.  Að það sé hægt að fæða og klæða alla þjóðina og að allir eigi að geta haft þak yfir höfuð í landi þar sem ofgnótt er af húsnæði.

Það eina sem þarf að gera er að muna þá speki sem okkur var kennt í æsku um það sem er rétt og það sem er rangt, um það sem má og um það sem má ekki.  Muna að okkur var kennt að fordæma verknaðinn, ekki þann sem stóð á bak við verknaðinn, að okkur var kennt að fyrirgefa og sættast.  Það er um leið og allir urðu góðir, höguðu sér eins og fólk.

Studdu ekki hungur og Útburð, ránskap auðmanna og skuldaþrældóm samlanda sinna.

Við þurfum að muna þessa speki núna þegar tönn tímans mun aðeins fækka hárum og gera þau sem eftir eru grárri.  Núna þegar við sjálf erum orðin uppalendur og kennum ungviðinu að þekkja muninn á góðu og illu, á réttlæti og ranglæti, þá þurfum við sjálf að breyta rétt.

Í þeirri breytni felst að styðja aldrei hungur og Útburð, aldrei auðrán og skuldaþrældóm, sama hver gerandinn er.  Hvort sem það er flokkur okkar til hægri eða flokkur okkar til vinstri, þá réttlætum við aldrei slíkar gjörðir, og við sýnum börnum okkar rétta breytni með því að mótmæla slíkum gjörðum, og að við höfum manndóm til að breyta þjóðfélaginu okkar aftur þannig að við getum aftur orðið stolt af því.

 

Í upphafi var það ömmuspekin, og þegar að  endurfundunum kemur, það er ef Þórhallur miðill hefur rétt fyrir sér, þá munum við segja að hún hafi mótað okkur á ögurstundu.  Og að við höfum sjálf komið henni áleiðis með verkum okkar og gjörðum.

Og með hana að vopni hafi við sigrað auðræningja og Leppa þeirra og byggt um Nýtt og betra Ísland.

Ríkt Ísland þar sem enginn svalt og þar sem enginn bar borinn út, þar sem börn okkar hlutu menntun og heilsugæslu.  

En fyrst og fremst land þar sem fólk sýndi samúð og samkennd á ögurstundu.

Aðeins þá og aðeins þá erum við rík þjóð.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Margir fá hjálp í fyrsta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 506
  • Sl. sólarhring: 679
  • Sl. viku: 6237
  • Frá upphafi: 1399405

Annað

  • Innlit í dag: 428
  • Innlit sl. viku: 5283
  • Gestir í dag: 393
  • IP-tölur í dag: 387

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband