7.10.2010 | 08:33
Lét hann sér nægja að lúta höfði.
Eða kyssti hann skó breska forsætisráðherrans eins og Jóhann gerði þegar hún skreið út til að ræða ICESave deiluna.
Fundurinn var gagnlegur sagði Bjarni, líklegast líka vinsamlegur. Mikilvægt að vera í góðu sambandi við leiðtoga annarra þjóða.
En mér er óglatt, þetta er þá skýringin að Bjarni hefur ekki tekið af skarið í ICEsave deilunni, hann ætlar að leysa hana skríðandi ef örlaganornirnar ætla þjóðinni þau hlutskipti að ávöxtur hinnar réttlátu reiði almennings verði álversstjórn Bjarna, í vinsamlegu sambandi við bresk stjórnvöld.
Ekki skal gera lítið úr gagnlegum viðræðum, og vinsamleg samskipti við aðra þjóðarleiðtoga eiga að vera þau mið sem eiga að hafa í samskiptum við önnur ríki.
En hefði einhver í anda séð forseta Bosníu fara í heimsókn til Belgrad, og ræða við Milosevic á vinsamlegum nótum, svona til að fá sér smá frí frá leyniskyttum Serba sem skutu á allt kvikt í Sarajevo???
Bretar gerðu hryðjuverkaárás á Ísland haustið 2008. Þeir beittu okkur þvingunum, ofbeldi til að fá veikgeðja ríkisstjórn Geirs Harde til að samþykkja ICEsave fjárkúgun sína. Þetta eru hin vinsamlegu samskipti breta við leiðtoga Sjálfstæðisflokksins.
Ný ríkisstjórn Bretlands er vissulega skipuð íhaldsmönnum, en hún hefur ekki formlega eða óformlega látið af árásarstefnu fyrri stjórnvalda. Við villimenn hefur enginn vinsamlega samskiptir, og það er villimennska þegar stórþjóð ræðst að nágrannaþjóð sinni á neyðarstundu.
Geti Bjarni Benediktsson ekki útskýrt fyrir þjóð sinni í dag hvað hann var að ræða við þessa heiðursmenn, og að þær viðræður hafi haft það eina markmið að bretar gæfust upp í ICEsave deilunni, og bæðu afsökunar á hryðjuverkastarfsemi sinni, ásamt því að greiða skaðabætur fyrir það tjón sem lygar þeirra og efnahagshryðjuverk hafa valdið íslenskum efnahag, þá er Bjarni í vondum málum.
Þá er ljóst að hann trúir að mannfjöldinn á Austurvelli hafi verð að kalla eftir styrkri stjórn hans, og hann hafi fyrirfram verið að máta skriðið þegar hann formlega fær að mæta fund með höfðingjunum.
Og við hverju er að búast af manni sem hefur ekki kjark til að ganga út úr þinghúsi og sameinast þjóð sinni í þeirri kröfugerð að þjóðin verði ekki borin út af heimilum sínum og Hrunskuldirnar verði leiðréttar.
Þessi fundur Bjarna á þessum tímum, er algjört stílbrot og lýsa ENGUM leiðtogahæfileikum.
En þeir lýsa mörgu öðru.
Kveðja að austan.
Ræddi Icesave við Cameron | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á hvaða rugl er þetta eiginlega í þér? Er ekki bar fínt amk einn forystumaður í stórnmálum tali okkar máli erlendis?
Jóhanna gerir ekkert. Össur lýtur í duftið fyrir ESB. Steingrímur nýtur einskis trausts.
Mér finnst Bjarni bara góður að fara að hitta Cameron og Hague. Hann tók þann fund greinilega fram yfir fund með Jóhönnu og Steingrími, sem er mjög svo skiljanlegt.
Jonni (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 08:39
Sæll,
heldur þykir mér Austfjarðaþokan farin að villa þér sýn. Það er hið besta mál að aðilar ræðist við og Bjarni er eflaust að búa sig undir að hafa eitthvert forræði í málinu, þó síðar verði. Vera má að þar sé honum að fatast flugið. En ógleði þín er ótímabær, enda ekki hægt að gefa sér að maðurinn hafi skriðið fyrir breskum stjórnvöldum - að öðru leyti er gott að brýna fyrir mönnum að berjast með oddi og egg fyrir hinum góða málstað.
Ólafur Als, 7.10.2010 kl. 08:57
Blessaður Ólafur.
Ertu að tala um langtíma áhrif suddans, það er sól í dag, og hún er eins og mig minnti, gul.
Annars á maður að skoða upphaf, þegar maður spáir í endinn, og ég er að geta mér til að hann eigi eftir að skríða á fund breta. En sagði ekki að hann hefði gert það núna, kannski aðeins hugsanlega að máta skriðlengd Jóhönnu.
En ég sé ekkert gott við að menn ræðist við miðað við núverandi forsendur. Þú ræður ekki við glæpamenn og fjárkúgara ótilneyddur, þú sigar lögregluna á þá. Jafnvel þó þeir heiti Björgólfur eða Jón Ásgeri, Brown eða Camaró.
Bretar eru ekki vinaþjóð okkar lengur, það er bara staðreynd sem menn verða að sætta sig við. Forsenda þess til dæmis að Norðmenn tóku upp eðlileg samskipti við Þjóðverja, var sú að þeir fóru með her sinni landi, báðust afsökunar, og greiddu skaðabætur, að vísu táknrænar, en skaðabætur engu að síður. Sýndu þar með í verki að þeir sæju eftir kúgun sinni og yfirgangi.
Bretar réðust á Ísland, þeir notuðu að vísu ekki skriðdreka, enda eru þeir úreltir í dag, alveg eins og Þjóðverjar mættu ekki með brynjaða riddara til Noregs, þá þeir hafi brotið Prússa og Vinda undir sig á sínum tíma með þeirri tækni. Í stríði nota menn vopn nútímans, ekki fortíðar, og vopn breta voru þvinganir, þeir skáru á innstreymi gjaldeyris og neyddu þar með ríkisstjórn Geirs Harde til uppgjafar.
Mér finnst það mikið geðleysi hjá formanni Sjálfstæðisflokksins að ræða við mennina sem kúguðu svona fyrirrennara hans í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Án þess að hafa nokkuð í höndunum um fyrirhugaða stefnubreytingu þeirra.
ICEsave kúgunin verður ekki leyst með vinsamlegum samskiptum við menn sem einbeittir halda áfram fjárkúgun fyrirrennara sinna í ríkisstjórn Bretlands. Sjái þeir ekki að sér, þá verður hún leyst fyrir dómsstólum því það gilda lög í heiminum sem banna kúgun og yfirgang, og sú kúgun gengur líka gegn stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna og stofnsáttmála Nató.
Vilji Bjarni uppá dekk, þá getur hann lagt til að bretar verði kærðir fyrir þessum alþjóðlegum stofnunum, og sendir síðan í tukthúsið. Vinsamlegar viðræður eru ekkert annað en réttlæting á fólsku breta, og viðurkenning á núverandi stefnu breska íhaldsflokksins.
Það er ekki hægt að túlka svona mjálm á annan hátt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 10:03
Blessaður Jonni.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.