7.10.2010 | 07:08
Enn einn stuðningsmaður ICEsave kúgunarinnar
kemur fram úr skjóli sínu og grætur.
Hágrætur.
Hún grét ekki þegar ríkisstjórn vinnandi fólks útfærði greiðsluaðlögun sem gerði umbjóðendur hennar að greiðsluþrælum fyrir lífstíð og hörmungum þannig útfærð að hver króna í kaupmætti kæmi fram í auknum afborgunum.
Ekki heyrðist grátur hennar þegar fréttist af fjöldaútburðum á samlöndum hennar á Suðurnesjum.
En hann heyrist núna þegar stefna AGS/ICEsave stjórnarinnar bitnar á hennar fólki.
Hvar hélt hún annars að þessir 50 milljarðar sem átti að greiða bretum í vexti í ár, ef svikasamningurinn hefði farið í gegn á síðasta ári???
Frá BSRB???
Kveðja að austan.
Fjárlagafrumvarpið er árás á millitekjuhópa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er klárt að íslendingar þurfa að borga fylleríið (minni á að Icesave er minnsti hlutinn af skuldum ríkisins þó mikilvægt samningsatriði) Lengi munu almennir ríkisborgarar (aðallega meðallaunað fólk) muna eftir því að hafa borgað þessars stóru skuldir.
Það er ekki skrítið við að meðallaunaðir borgi þetta að mestu, því þeir eru lang-hagvæmasti fiskurinn í sjónum um þessar mundir. Þíðir auðvitað ekki að eyða tíma sínum í að eltast við smásíldina, enda einnig ósanngjarnt eða einstöku stórfiskana sem hafa flúið land með eignir og safnað stórskuldum. Stórfiskarnir eru sleipir og þarf ansi stórt og þétt fiskinet dómstólanna til að hafa af þeim háar ríkissjóðstekjur.
Lengi mun íslendingurinn muna eftir því hvernig annara manna peningar og skuldir eru ekki endilega annara manna peningar né skuldir.
Jonsi (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:38
Jonsi, þessi setning, "minni á að Icesave er minnsti hlutinn af skuldum ríkisins" afhjúpar hvað þið stuðningsmenn Útburðar eru fávísir og trúgjarnir á allt sem leiðtogar ykkar segja. Þegar þetta aumkunarverða fólk fullyrti að ICEsave skuldin væri minnsti hlutinn, þá laug það eins og það var langt til. Fyrst var sagt að hún yrði 75-100 milljarðar, síðan var talan smán saman að hækka, og þegar lygin var endurrómuð í byrjun þessa árs, þá var sagt að hún væri 220-250 milljarðar.
En hin voðalega skuld Seðlabankans var um 300 milljarðar og fer lækkandi. Nú er það staðreynd, að við bestu hugsanlegu skilyrði getur ICEsave skuldin aldrei verið undir 500 milljörðum. Og þá er miðað við að allt fari á besta veg í innheimtu eigna Landsbankans. Skýringin eru vextirnir.
Og það þarf ekki að taka það fram að miðað er við þann samning sem átti að láta þjóðina samþykkja í þjóðaratkvæði.
Þessi upphæð er öll í erlendum gjaldeyri.
Aðrar skuldir ríkisins eru það ekki, nema ef ógæfumenn taki erlend lán til að greiða út krónur á yfirverði. Innspýting ríkisins í Seðlabankann er skuldabréf í innlendri mynt. Sama gildir um eiginfjárgrundvöll bankanna, það er um innlendar upphæðir að ræða.
Og innlend skuld er skuld við okkur sjálf.
Skuld í erlendum gjaldeyri er skuld sem þjóðarbúið mun blæða fyrir. Að megin leyti er um skuldir opinbera fyrirtækja og einkaaðila. Tekjur koma á móti í erlendri mynt, bæði hjá orkufyrirtækjum og sjávarútvegsfyrirtækjum.
Útaf stendur innlendi hluti bankakerfisins ( skuldabréf þeirra við erlenda kröfuhafa) og þær skuldir einkaaðila sem eru bundnar erlendum gjaldeyri. Vissulega þungur baggi, en ekki ókleyfur.
Það sem er ókleyft er stuðningur einfeldninga við ólöglegar fjárkúganir breta sem verða aðeins greiddar ef núverandi stjórnvöld fá hernaðaraðstoð frá Evrópusambandinu við að kúga þjóð sína. Vegna þess Jonsi, einfeldningar eru alltaf í miklum minnihluta í öllum samfélögum. Það hefur eitthvað með náttúruval að gera, fjölgi þeir sér of mikið, þá deyja samfélög út.
Hvort þjóðinni takist að losna við Leppana úr stjórnarráðinu nógu snemma áður en þeir eyða öllum AGS lánunum í landráð (það eru landráð að borga krónur út með gjaldeyri), það verður að koma í ljós. En þjóðin mun geta gert eignir þeirra, sem gjamma hæst um nauðsyn samstarfsins við AGS, upptækar, og getur selt þær hæstbjóðenda.
Þannig verður allavega hægt að láta landráðin bitna minnst á þeim sem þurfa að treysta á samhjálpina í velferðarkerfinu.
Það verður þörf lexía þeim sem vilja láta samborgara sína lepja dauðann úr skel vegna pólitískrar undirgefni gagnvart kúgurum Evrópusambandsins. Og aðrar þjóðir munu taka upp þá lexíu, að láta þá borga skuldir auðmanna sem ólmir vilja koma þeim á samborgara sína.
Þá fá þeir að kynnast sínum eigin meðölum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 16:53
Og Jonsi sagði: (minni á að Icesave er minnsti hlutinn af skuldum ríkisins þó mikilvægt samningsatriði). Hvílíkt að enn skuli finnast menn sem halda fram Icesave-vitleysunni. Jonsi, Icesave hefur ALDREI verið okkar skuld eða skuld ríkisins og þú hefur ekki leyfi til að ljúga kúgun upp á okkur. Og við semjum EKKI um Icesave.
Elle_, 7.10.2010 kl. 21:57
Blessuð Elle.
Menn eins og Jonsi eru síðustu geirfuglarnir, flest ærlegt vinstrifólk er annað hvort komið í beina andstöðu gegn Útburðinum, eða hætt að tjá sig. Þetta er ekki það sem fólk vildi þegar það mótaði hugsjónir sin og lífsviðhorf, að lúta illskuráðum AGS.
Og þegar það sér að jafnvel frjálshyggjustrákarnir þora gegn sjóðnum og reyna að verja þjóð sína, en þeir ekki, þá er egóið orðið ansi lítið innst inni. Og þeir þegja, ganga kannski ennþá um tuldrandi, þetta er allt Davíð að kenna, helv. íhaldið, en það er aðeins mandra sem engin áhrif hefur lengur.
Davíð ver þjóðina betur en allir vinstrimenn landsins til samans, þannig endaði íslensk pólitík eins og við höfum þekkt hana frá stríðslokum. Okkar kalda stríði lauk sem sagt á þann hátt að fyrrum leiðtogi Sjálfstæðisflokksins varði þjóð sína gegn musteri frjálshyggjunnar. Og barðist ekki aðeins við siðlausa atvinnurekendur, heldur líka alla leiðtoga vinstrimanna.
Flokkakerfið mun aldrei lifa af þessa þversögn.
En vonandi lifir þjóðin af þessa árás Óbermana.
Það er undanhald i kvöld, en hvað gerist um helgina????
Verður mótmælt????
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 23:58
Já, Ómar, allt Davíð að kenna og helvítis íhaldið. Fer nú að verða a-n-s-i þreytt.
Elle_, 8.10.2010 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.