7.10.2010 | 00:48
Hélduð þið að ICEsave/AGS væri grin???
Ykkur væri nær að skammast ykkur fyrir þær hörmungar sem flokkur ykkar hefur leitt yfir þjóðina með samstarfi sínu við AGS.
Og hefði ICEsave svikasamningur ykkar ekki verið vísað til þjóðarinnar, þá væru 50 milljarðar dregnir frá velferðinni í ár. Átti sá niðurskurður allur að vera í Skagafirði????
Fram að þessu þurfti AGS hervald til að ná fram markmiðum sínum.
Á Íslandi dugðu nytsamir sakleysingar VG sem klufu þjóðina og lömuðu andstöðuna við sjóðinn.
Svo eru þið að mótmæla þegar blóðið slettist á ykkur.
Var sem sagt alltí lagi að níðast á fólki, bara ef níðingsskapurinn bitnað á öðrum????
Til dæmis ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu??? Mátti það búa við lífstíðarskuldaþrældóm????
VG í Norðurþingi ætti að hafa vit á að þegja og ekki láta sjá sig á götum úti nema með svarta poka yfir hausnum.
Skömm ykkar og svik við íslenska þjóð eru algjör.
Kveðja að austan.
VG í Norðurþingi mótmælir niðurskurði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 572
- Sl. sólarhring: 637
- Sl. viku: 6303
- Frá upphafi: 1399471
Annað
- Innlit í dag: 488
- Innlit sl. viku: 5343
- Gestir í dag: 448
- IP-tölur í dag: 441
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dóttir mín og barnabarn búa á Sauðárkróki og þurfa þau núna að búa við það að koma alltaf til Reykjavíkur eða Akureyrar ef þau veikjast. Ég vil heldur vita af þeim öruggum fyrir norðan, með læknisþjónustu þegar þeim hentar, í heimabænum þar sem starfrækt er sjúkrahús í dag.....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2010 kl. 01:54
Góður Ómar, áfram Ómar í hreinskilni þinni að segja þeim til syndanna.
Jón Valur Jensson, 7.10.2010 kl. 02:16
Blessuð Kolbrún, það munu allir sitja í súpunni þegar markmið AGS hafa náð fram að ganga. Líka Austfirðingar og Vestfirðingar ásamt íbúum höfuðborgarsvæðisins. Það er bara einn og einn aflífaður í einu svo hinir geti ímyndað sér að þeir munu sleppa. Þekkt tækni og árþúsunda gömul um hvernig á að deila og drottna.
Kjarninn er sá að það hefur ekkert gerst á Íslandi sem réttlætir að þjóðin fari áratugi aftur í tímann. Þú skerð ekki niður grunnþjónustu til að greiða skuldir fjármálakerfisins, það er bara sorrý Stína. Og Írar og aðrar þjóðir mun að lokum gera það sama. Auðmenn og auðvald má eiga sig ef það ætlast til að þjóðir lifi í skítnum á svo ofsagróði þeirra verði ekki skertur.
En það er sorglegt hvað margir á landsbyggðinni styðja þessa ríkisstjórn eins og fólk héldi að dauð hönd AGS væri aðeins að níðast á höfuðborgarbúum. Átti landsbyggðin sig, þá er fokið í öll skjól stjórnarinnar.
En Steingrímur má eiga að hann þorði í sitt eigið kjördæmi, að slátra sínum eigin kjósendum. Spurning hvort þeir verði stoltir af því í vesöld sinni, og telji kallinum það til tekna.
Að Þingeyingum sé ekki viðbjargandi og láti þetta yfir sig ganga.
Það skýrist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 10:18
Takk Jón Valur.
Svona skæruliðablogg er margbreytilegur kokteill þar sem maður ræðst á allt og alla, sem eitthvað hafa nálægt ICEsave komið, milli þess sem maður skammar stjórnina og hvetur svo fólk til dáða.
Byltingin er lítils virði ef ICEsave endar sem málamiðlun.
Og svo er einelti ljótt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.