6.10.2010 | 10:16
Loksins brestur skjaldborg verkalýðshreyfingarinnar um AGS.
Tölur VR eru ógnvekjandi.
Minni á öll við töl Viðskiptafræðings Samfylkingarinnar, Sigríði Ingvadóttur alþingismanns, sem sagði ítrekað að ef þessar 126 afgreiðslur sem þegar eru komnar í greiðsluaðlöguninni, þá yrði Alþingi að setjast yfir og endurskoða lögin.
Er þetta veruleikafirring???
Hlutfallið 126/73000???
Nei, þetta er handan þeirra marka, en á þessari endurskoðun ætlar ríkisstjórnin að þrauka. Allavega það lengi að hún rústað hundrað ára uppbyggingu heilsugæslu í landinu.
Og hún treystir á stuðning máttarstólpa AGS, þá Gylfa forseta og Villa vinnuveitanda.
Núna er brestur kominn, VR tekur ekki lengur þátt í glórulausri gereyðingu landsins.
Megi fleiri ærlegir fylgja á eftir.
Kveðja að austan.
Verða 73 þúsund heimili eignalaus? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 274
- Sl. sólarhring: 831
- Sl. viku: 6005
- Frá upphafi: 1399173
Annað
- Innlit í dag: 233
- Innlit sl. viku: 5088
- Gestir í dag: 224
- IP-tölur í dag: 221
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki að koma sá tími ársinns þegar sjálfskipaðir eigendur Verkalýðsfélaganna þurfa að fara að sækja sér nýtt umboð til fólksinns sem borgar þeim launinn?
Það er því bara eðlilegt að þeir belgi sig út svona þar til það er afstaðið. Svo fellur allt í rólegheit þar til næsta haust.
gosinn (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 10:26
Aumingjaskapur þessa fólks er kominn í nýjar áður óþekktar víddir, samt situr það sem fastast og telur sig geta beðið storminn af sér. Fólk hljóti nú bara að redda sér þó allt sé frá því tekið. Pólitíkin über alles!
Njáll (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 11:20
Ekki er mögulegt að fá leiðréttingu ef að a-o sendur í skuld við ríki eða sveitarfélög þar sem þau eru ekki hlutaðeigandi að skjaldborginni.
Allir með skuldir innanvið 110% af verðmæti fá ekki leiðréttingu!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 11:50
Það vantar foringja á Ísland. Og svo að breyta þessu og stoppa ránin...
Óskar Arnórsson, 6.10.2010 kl. 11:56
EKki skildu þeir neitt meðan alþýða grét og fjölskyldur tvístruðust og fjölskyldufeður frömdu sjálfsvíg. Nei, nei, nei. Þau heimtuðu að fá að rukka gjaldþrota alþýðu fyrir ICESAVE. Og Gylfi og Vilhjálmur fóru þar fremstiir með hinum Gylfunum og Steingrími. Ætli fari kannski nokkrir að vakna við tunnusláttinn? Úr því þau heyra ekki grátur??
Elle_, 6.10.2010 kl. 12:57
Nú eftir að komið er í ljós að bankarnir voru búnir að leggja fram niðurfærslu á skuldum er algjörlega ljóst að það er búið að vera að ljúga að okkur alln tímann.
Nú stendur það ljóst eftir að "allir peningarnir" voru bundnir í stökkbreyttum höfuðstóli sem ríkið ætlaði að nýta á okkur.
Einnig er orðið ljóst að það er stór skítur sem á eftir að koma fram, befnilega SANNLEIKURINN!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 13:46
Landsbankinn og Glitnir krefja útrásarvíkingana til að endurgreiða allt að 500 milljarða sem þeir eru taldir hafa stungið undan. Þetta gera tæpar sjö milljónir á hvert þessara 73 þúsund heimila.
Jonas (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 14:53
Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.
Í dag virðist fólk ekki vakna við neyð náungans, það vaknar þegar vandinn bankar á þeirra eigin dyr.
Hef minnt nokkra á þessa staðreynd af minni annálaðri kurteisi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.10.2010 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.