4.10.2010 | 21:52
Lögreglan er ekki óvinur okkar.
Beinum reiði okkar af Útburðinum.
Beinum reiði okkar af þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem skorti kjark til að lýsa yfir tafarlausum stuðningi við þjóð sína.
En sýnum lögreglunni fulla virðingu.
Hún er eina stjórnvaldið sem eftir er sem heldu æru sinni og reisn.
Lögreglan er þjóðin, Útburðurinn er á Alþingi, í stjórnarráðinu.
Við berum Útburðinn út með samstöðunni, ekki golfkúlum eða öðru því sem stefnir samborgurum okkar í hættu. Við mótmælum ekki illvilja og mannvonsku með því að sýna sjálf óafsakanlega framkomu.
Við erum 5.000 núna, í nótt getum við verið 10.000 þúsund, á morgun 50.000. Þannig öðlumst við vald til að gefa stuðningsmönnum Útburðar rauða spjaldið.
En við fyrirgerum rétti okkar með því að haga okkur eins og við séum svín í vinnu hjá AGS. Látum Útburðinn um það hlutverk.
Við grýtum ekki samborgara okkar, við grýtum ekki þjóðina.
Réttlæti næst aðeins með réttlátri framkomu.
Kveðja að austan.
Metfjöldi á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu með lögguna. En þá er líka bara gott að þeir láti okkur um að ná þessum rottum úr kofanum svo hægt sé að fara að koma alvöru fólki þarna inn. Allir sem sáttu á þingi framm til okt 1 Jan 2009 þurfa að víkja. Ef ekki með góðu þá illu bara. fólk er búið að fá nóg af jakkalökkum og drullusvínum í þessu landi
óli (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 22:08
Blessaður Óli.
En við erum ekki þeir. Útburður þeirra er ofbeldi af verstu gerð.
Okkar Útburður er Útburður samstöðunnar. Það þarf ekki nema mæta fyrir utan Alþingi og hrópa stjórnina út, ef þúsundir gera það, þá endist hún ekki fram að helgi.
Eins og þú bendir réttileg á, þá er eðli rottunnar farið að blómstra í þinghúsinu. Rottur flýja, það er í eðli þeirra. Stuðningsmenn þessarar stjórnar munu ekki fremja harikari með Steingrími og Jóhönnu, no way.
Við erum þjóðin, okkar er valdið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 22:28
Lögreglan á enga sök á ástandinu, þeir eru, eins og allir aðrir, fórnarlömb aðstæðna. Skítlegt eðli að beina reiðinni að henni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.10.2010 kl. 22:37
Blessaður Axel.
Ég held að óli hafi alveg tekið undir þetta sjónarmið mitt, það að ráðast á lögregluna er eins og ráðast á sjálfan sig, eins og að ráðast á þjóðina.
Lögreglan á enga sök á ástandinu, hún gerir skyldu sína, og það er hún sem gætir virðingu Alþingis, eitthvað sem þingmenn sjálfir ættu að reyna.
Þú mótmælir ekki ofbeldi stjórnvalda með ofbeldi, Gandhi vissi alveg hvað hann var að segja. Já, og í þessu tilviki þú líka Axel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 22:57
Nei, hlífum lögreglumönnum, þeir eru menn eins og við og bara að vinna vinnuna sína. Þeir eiga örugglega í jafn miklum erfiðleikum og við hin.
Elle_, 4.10.2010 kl. 23:00
Já, Elle, við erum ekki á sama plani og Útburðurinn.
Við berum hann út með mætti viljans, ekki hnefans.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.