4.10.2010 | 20:25
Jóhanna flutti sömu ræðuna og áður.
Þjóðin, hún er hálfviti, hún fattar ekki hvað ríkisstjórn hennar hefur gert mikið fyrir hana.
En síðan játar hún sjálf sitt eigið getuleysi, aðeins 128 heimili hefðu fengið hjálp. En hún stórmennið sjálft, kennir bönkunum um.
Og kóranar síðan sína eigin vitleysu með því að þakka sér að dómur Hæstaréttar hafi leyst 5.000 heimili úr skuldasnörunni.
Látum það kjurt liggja hvort það sé raunin, hinn kolólöglegi dómur um einhliða vaxtaákvörðun mun ganga frá þeim sem eru með langtíma gengistryggð lán, en rífumst ekki um það.
Hvað hefði gerst ef Hæstiréttur hefði dæmt lánin lögleg???
Af hverju gæti Jóhanna þá státað????
Að hafa bjargað 128 heimilum????
Hvað er af heilabúi íslensks félagshyggjufólks að réttlæta svona aumingjaskap????
Vonandi mun því bera gæfu til að taka Jóhönnu á orðinu og reka hana.
Hennar tími er liðinn.
Að viðurkenna þá staðreynd gæti bjargað þjóðinni frá miklum hörmungum.
Kveðja að austan.
Vík til hliðar ef það hjálpar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 333
- Sl. sólarhring: 783
- Sl. viku: 6064
- Frá upphafi: 1399232
Annað
- Innlit í dag: 283
- Innlit sl. viku: 5138
- Gestir í dag: 265
- IP-tölur í dag: 263
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú mætti hún sýna vilja sinn í verki í fyrsta sinn og hypja sig í stað þess að gapa endalaust um það sem hún ætlaði og vildi og gera svo ekkert nema þá helst þveröfugt við heitstrengingarnar.
Farið hefur fé betra og hún má taka Idíótinn hann Steingrím með sér, Árna og Össur, svona til að nefna þá sem mest aðkallandi er.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2010 kl. 20:32
Blessaður Jón Steinar.
Það fór svo að ég yrði ekki einu sinni sammála henni.
Núna reynir á manndóm hennar að standa einu sinni við orð sín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 21:58
Sælir, Jón rétt hjá þér Ómar vonandi getur hún það við viljum ekki þetta spillta pakk til að stjórna lengur. Nýtt upphaf lifi lýðræðið!
Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 00:42
Blessaður Sigurður.
Hef verið að kynna mér umræðuna núna í kvöld.
Svei mér þá, ég held að þetta hafi tekist hjá okkur.
Ef svo er þá er það ykkur baráttujöxlunum að þakka.
Hafið þið þökk fyrir.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 5.10.2010 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.