4.10.2010 | 18:45
Erum við ein þjóð??
Finnum við til með öðru fólki???
Finnum við til með samlöndum okkar sem hafa lent illa út úr Hruninu???
Eru vinir okkar, ættingjar, vinnufélagar, nágrannar með snöru Útburðar um háls sér???
Finnst okkur þetta réttlátt???
Höldum við að það sé hægt að byggja upp nýtt og réttlátt Ísland með blóði meðbræðra okkar á samviskunni????
Ef svo er ekki, að við teljum þetta ranglátt og ekki siðaðra manna háttur að bera út fórnarlömb kreppunnar, kreppu sem auðræningjar komu okkur í, þá látum við ekki Leppa þessa sömu auðræningja stjórna þessari þjóð mínútu lengur.
Það er okkar að ákveða hvernig þjóðfélag við viljum.
Það er engin afsökun að sitja heima vegna þess að við teljum okkur svo smá að við getum engu breytt.
Við erum öll smá. Við erum öll vanmáttug gagnvart þeim illskuöflum sem leika laus í samfélagi okkar og engu eira.
En saman erum við sterk.
Við erum þúsundir, við erum tugþúsundir, við erum hundruð þúsundir, við erum nákvæmlega þrjú hundruð þúsund.
Þúsundir okkar horfa fram á gjaldþrot og missi heimila sinna.
Tugþúsundir þekkja vini eða ættingja, nágranna eða vinnufélaga sem hafa lenti í kvörnum Útburðarliðsins. Fólk sem er að bugast, að missa heimili sín, eða skrimtir sem réttlausir skuldaþrælar.
Hundruð þúsundir telja þjóðfélag okkar á rangri braut, telja að það sé rangt að meðhöndla samlanda sína sem skynlausar skepnur sem senda megi í sláturhús auðræningja.
Þrjúhundruð þúsund Íslendinga ætla að taka af skarið og segja hingað og ekki lengra.
Við látum ekki lengur Alþjóðagjaldeyrissjóðinn steypa þessari þjóð í glötun.
Við viljum ekki lifa í svona þjóðfélagi.
Það er betra að vera fátæk saman, og eiga von um betri tíð, en að sum okkar sleppi, aðrir skrimti, en fjölda samlanda okkar sé fórnað á altari siðleysis og grimmdar.
Fátæk saman eigum við von, og fátæk saman munum við rísa upp og byggja upp betra og réttlátara samfélag. Við þurfum aðeins að setja okkur það markmið að enginn farist vegna auðrána og vegna afleiðingar þess Hruns sem auðræningjar ollu.
En ef við lútum stjórn auðræningja og fórnum hluta þjóðar okkar svo auðræningja geti áfram makað sinn krók, þá mun þjóðin sundrast og bræður munu berjast. Og við munum öll glata því sem við eigum helgast, æru okkar og mennsku.
Valið er því einfalt.
Við erum öll á sama báti, og við viljum öll vera á sama báti.
Við mætum í kvöld og púum niður Útburðinn.
Við sendum auðræningjum skýr skilaboð að þeirra tími sé liðinn.
Við sendum umheiminum skýr skilaboð að frjáls þjóð fórni ekki hluta meðbræðra sinna svo siðspillt auðmagn fái frjálsar hendur með arðrán sitt og kúgun.
Við sendum mannkyninu þau skilaboð að nú sé tími til kominn að hinn venjulegi maður segi hingað og ekki lengra. Að tími arðráns og kúgunar hinna ofurríku sé liðinn.
Að við séum öll á sama báti og ætlum öll að bjargast.
Og byggja upp betri heim.
Það þarf bara einhver að byrja.
Við byrjum í kvöld.
Kveðja að austan.
Girðing um Alþingishúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr!
Snjokaggl (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 18:54
Takk Snjokaggl.
Ég reyndi mitt besta til að útskýra af hverju ég tel að þjóðin þurfi og muni skipta um stjórnvald. Þetta er yfirlýsing mín sem útskýrir þann harða tón sem komið hefur fram í bloggi mínu síðustu daga.
Stundum á friðsamt fólk ekki annars útkosta en að verja sig.
Sú stund er runnin upp á Íslandi í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.