Öfugmæli Eurokrata, að það sé greiðsemi að koma Íslandi inn í ESB.

 

Þvílíkur greiði að koma landinu inní fjárkúgunarbandalag ICEsave.

Bandalag þar sem stórar þjóðir valta miskunnarlaust yfir þær minni og skeyta þá engu um lög og reglur sambandsins.

Bandalag sem er með gjaldmiðil sem miðast aðeins við hagsmuni öflugasta ríki sambandsins, Þýskalands.  En drepur niður atvinnulíf jaðarríkja. 

 

Nei, látum guð á gott vita að Sarkozy verði sem fúlastur á móti.

Það er hinn sanni greiði.

Kveðja að austan.


mbl.is Ísland getur ekki vænt greiðasemi Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar er það nú svo að oft vilja litlu þjóðirnar valta yfir þær stóru þar sem öll ríkin hafa neitunarvald svo stóru ríkin hafa mun minna vald en þau myndu hafa utan ESB.

Svo hefur evran einna verst áhrif á hagkerfi þýskalands af öllum evrulöndunum.

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, já.  Trúir þú þessu sjálfur????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 09:22

3 identicon

Já, ekki misskilja mig, ég er ekki viss hvort íslandi er best borgað utan eða innan ESB og seint hægt að kalla mig eurokrata. En það að halda vitleysu fram styrkir ekki umræðuna.

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:37

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ingvar,

Ert þú Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði í hjáverkum?? Eða þykist þú vita meira en þeir???  Hér er linkur á eina grein af mörgum um hverjir græða á evrunni, og hún er viðtal við Nóbelsverðlaunahafa.

http://www.telegraph.co.uk/finance/financetopics/financialcrisis/8039041/Joseph-Stiglitz-the-euro-may-not-survive.html

Krugman hefur haldið svipuðu fram, líka Rogoff, auk þúsundir annarra hagfræðinga, því það er svo augljóst hvaða hagsmunir stjórna evrunni.  En þeir sem trúa að vatn renni upp á móti, og öfugmæli séu sannmæli, þeir halda einhverju öðru fram.

Og hvað kemur það minni einföldu spurningu um á hvað háu stigi trúgirni þin er hvort þú sért Eurokrati, annar krati eða enginn krati????

Ef þú trúir því að stórþjóðirnar ráði ekki öllu innan ESB, þá mátt þú trúa því fyrir mér.  Þegar jafnvel bretar halda því fram að bandalag Þjóðverja og Frakka fari öllu sínu fram, hvað mega þá smærri þjóðirnar segja.  Hvort upplifun bretanna sé rétt, um það má deila, en að láta sér detta það í hug að stórþjóðir Evrópu afsali sér völdum sínum og láti einn fyrir alla og allir fyrir einn móta ESB, það er álíka eins og þegar trúmenn héldu því fram að Sovétríkin væri bandalag sjálfviljugra ríkja, en ekki haldið saman með hervaldi.

Umræðan um ægivald stórþjóðanna er æpandi um alla Evrópu og allir sem kunna nota Gúgglið geta kynnt sér hana.  

En það er óþarfi að hafa barnaskap inní umræðunni á Íslandi. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 10:04

5 identicon

Áhugavert hvernig þú kýst að æsa þig þegar einhver er ekki sammála þér.

Joseph Stiglitz er yfirlýstur andstæðingur evrunnar og hefur spáð endalokum hennar síðan evrusamstarfið byrjaði.

Verðhjöðnun er viðvarandi vandamál í Þýskalandi þar sem evran er of sterk fyrir þá og þeirra útflutningsgreinar, ef þeir væru enn með þýska markið væri það mun lægra skráð og hagkerfið hjá þeim væri heilbrigðara.

Það er ástæða fyrir því að hæstu mótmælaraddirnar um hvað ESB er slæmt koma einmitt frá stóru löndunum.

Og staðreyndirnar tala fyrir sig, hver einasta þjóð hefur neitunarvald í málefnum ESB. Jú það má vel vera að sumar þjóðir séu skikkaðar til hlýðni með hótunum um minni viðskipti eða óhagstæð lög en þannig getur átt sér steð hvort sem ESB er til eða ekki.

Mundu líka af hverju ESB var stofnað til að byrja með!

Ingvar Linnet (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 10:10

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Ingvar þú ættir að passa hjarta mitt, svo æstur er ég.

Það eru furðuleg rök að halda því fram að hagfræðingar sem benda á vankanta við ákveðið kerfi, rökstyðja mál sitt, og þegar allt gengur eftir af spám þeirra, að þá sé málflutningur þeirra af persónulegu hvötum.  

Krugman og Rogoff (báðir með nóbelinn) skrifuðu nýverið grein þar sem þeir benda á veikleika evrunnar, finn hana reyndar ekki í greinasafninu enda lélegur skjalavörður, en hér er linkur á Krugman þar sem hann fjallar um vanda Spánverja, og það einfalda orsakasamhengi að Evran henti ekki landinu.

http://www.nytimes.com/2010/02/15/opinion/15krugman.html

Það er skrýtin speki að evran vinni gegn Þjóðverjum, þeir tilkynntu um metafgang af utanríkisviðskiptum sínum.  Gagnrýni Þjóðverja beinist af þeim kostnaði sem mun falla á þá ef evran er varin, ekki að hún henti þeim ekki.  Enda ráða þeir vaxtastefnu evrópska seðlabankans.  

Þú mátt alveg hengja þig í hina formlegu reglu um neitunarvald einstakra aðildarríkja.  Og það áttu svo sem sameiginlegt með stóru ríkjunum því í þau vilja það burt og í Lissabon sáttmálanum er lítið eftir af jafnræði ríkja en völdin færð í stærðarhlutfall.  Þar fyrir utan ráða stærstu ríkin mestu, og allar ákvarðanir eru teknar af þeim áður en þær eru lagðar fyrir hin til samþykktar.

Að halda öðru fram er trúgirni, ekki rangfærsla.  Sá sem ætlar að rangfæra veruleikann, hann lýgur ekki hverju sem er.  Hann lætur sér duga að segja að hin ríkin hafi áhrif.  Sem eru vissulega rétt, ef þau fá stuðning stóru þjóðanna.  En bandalög þeirra skera úr um hina endanlegu ákvörðun.

Þannig er það og mun ætíð vera, sá stóri ræður.  Svo er það hagsmunamat hinna smærri hjá hverjum þeir leita skjóls.

Og hvað kemur friðarferli Evrópu eftir seinna stríð hagsmunum Íslands í dag og kúgun ESB ICEsave deilunni????

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 10:40

7 Smámynd: Jón Lárusson

Verðhjöðnunin í Þýskalandi hefur í sjálfu sér ekkert með euro að gera. Verðhjöðnunin er tilkomin vegna tregðu þýsku þjóðarinnar til að taka lán, tregðu sem skall á með fullm þunga 89 þegar ríkin voru sameinuð. Verðhjöðnun verður þegar fjármagn í umferð er minna en verðmætin og þar sem kerfið framleiðir ekki nýtt fjármagn nema með aukinni skuldsetningu, þá segir sig sjálft að verðhjöðnun fylgi.

Varðandi neitunarvaldið, þá er verið að draga úr því hægt og rólega. Lissabon sáttmálinn mun verða til þess að vægi hinna smærri mun verða í samræmi við stærð. Þannig munu örríkin innan sambandsins hafa sífellt minna vægi. Það er kannski eðlileg þróun að þeir stærri ráði meira, en með hliðsjón til hagsmuna okkar sem smáríkis, þá er ég ekki að sjá að það sé okkur til hagsbóta.

Varðandi stofnun ESB, þá eru þjóðsögunar í kringum það ótrúlega margar, en sú sterkasta að þetta sé eitthvert varnar- og tollabandalag. Upphaf ESB má rekja til samstarfs stáls og kolaframleiðanda í og við Rúrdalinn, en sú samvinna var svo tekinn inn í víðara samstarf þessara landa. Það hefur hins vegar verið vitað lengi, og er reyndar yfirlýst stefna ESB, að þetta óformlega bandalag eigi að verða sambandsríki í anda BNA og var stjórnarskráin (nú Lissabonsáttmálinn) lokahnykkurinn í því ferli. Fari fram sem horfir, þá má reikna með að innan næstu fimm ára verði sambandsríkið formlega staðfest.

Jón Lárusson, 4.10.2010 kl. 11:02

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Lárusson bendir réttilega á vandamálið, sem er að evrópska peningakerfið framleiðir ekki nýtt fjármagn nema með aukinni skuldsetningu. Veltið því svo fyrir ykkur hversu óheilbrigt það er að hver einasta evra sem gefin er út er skuldsett frá því áður en hún varð til. Við þurfum hagkerfi sem byggir á einhverju öðru en skuldsetningu!

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2010 kl. 11:10

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Ætli sterkasta þjóðsagan sé ekki sú að smærri ríki hafi einhver áhrif.  Sú þjóðsaga er kostuð, er ekki Maltinn Borg á launum við að labba á milli landa og segja frá sínum meintum áhrifum.

En vissulega hefur þú áhrif, ímynduð að vísu, ef þú passar þig að taka aðeins þá ákvörðun sem þú veist að verður samþykkt að þeim sem með hin raunverulegu völd hafa.

En Jón, hvað sem annars verður sagt um ESB, þá hefur verið mun friðsamlegar í Evrópu eftir að sambandið kom til.  

En stöðnunin maður minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 11:21

10 Smámynd: Jón Lárusson

Vissulega hefur verið friðsamlegra í Evrópu eftir að kolabandalagið var stofnað og stökkbreyttist í ESB. En það hefur bara ekkert með þetta batterí að gera,heldur miklu frekar kaldastríðið með þeirri ógn sem því fylgdi. Nú eru ríkin búin að afsala sér svo mikklu af fullveldinu að það er í raun álíka líklegt að Þýskaland og Frakkland fari í stríð eins og ef Nevada og California tækju upp á því sama. Svo er bara almennt hugarfar í Evrópu að breytast og erfiðara fyrir stjórnir vestur Evrópu að æsa til styrjalda, nokkuð sem er mun auðveldara í austur Evrópu. Sem sagt ESB er ekki varnarbandalag.

Jón Lárusson, 4.10.2010 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 558
  • Sl. sólarhring: 641
  • Sl. viku: 6289
  • Frá upphafi: 1399457

Annað

  • Innlit í dag: 476
  • Innlit sl. viku: 5331
  • Gestir í dag: 437
  • IP-tölur í dag: 430

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband