Það er verið að mótmæla Útburði og óréttlæti.

 

Það er verið að mótmæla þeim illvirkjum að hrekja fjölskyldufólk út á guð og gaddinn.

Það er verið að mótmæla þeirri hræsni að sagt sé að allt gert fyrir þetta fólk, það fái að leigja hús sín á markaðsleigu til baka.  Fólk sem ræður ekki við að greiða að húsum sínum, það greiðir ekki markaðsleigu sem er úr öllum takti við fjárráð fólks í erfiðleikum. 

Á  atvinnulaus maður, á öryrki, á einstæð móðir, á ungt barnafólk að greiða hærri upphæð í leigu en það hefur i ráðstöfunartekjur eftir að brýnustu nauðsynjar hafa verið keyptar.  Eða á það að hætta að næra sig, aðeins borga.

Og jafnvel þó fólk fengi að búa tímabundið á sanngjörnum kjörum, þá er það ekki kjarni þess sem er að gera því.  Það er verið að taka af því húsnæði þess, heimili þess, það var brugðist að hjálpa því í neyð.

Og þegar fólk veit að erfiðleikar þess, sem hjá mörgum voru vissulega ærnir fyrir, er Hruninu að kenna, Hruni sem var beint í boði þeirra fjármálastofnanna sem núna vilja alla út bera sem eru ekki nógu öflugir í lífstíðarskuldaþrældóm, og með þegjandi samþykki stjórnvalda sem trolluðu bara áfram og léku stóra kalla í útlöndum, þá er því ofboðið.

Og fólk vill líka réttlæti.  

Að bera út fólk á 21. öldinni, það er svívirða, líkt og ekkert  hafi gerst í þroska siðmenningarinnar frá því á miðri 19. öld þegar hætt var við að bera fólk út og beint i skuldafangelsi.  Það er staðfesting þess að þjóðfélag okkar er aðeins fyrir hina vel stæðu, þá sem eru í aðstöðu til að maka krókinn á kostnað fjöldans.

Að þjóðfélagið sé aðeins fyrir þá sem starta kreppum og græða síðan á öllum þeim hörmungum sem þeir öllum þorra fólks.

En við viljum ekki svoleiðis þjóðfélag lengur.  Við erum fjöldinn, við erum atkvæðin sem ráðum ef við stöndum saman.  

Og við höfum afl til að bera ómennin út.

 

Mætum öll og gefum öllu þessu liði rauða spjaldið.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is „Tunnumótmæli“ við stefnuræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk 84.000 í bætur og ég þarf á llifa á því eftir að búið er að borga nauðsynjar þá má ég ekki leifa mér neitt. Og það þýðir félagsleg einángrun

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 09:01

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Það er tími til að við höldum inní 21. öldina, og látum hana vera upphaf nýrra tíma.  Velmegun okkar er nægileg öllum, en það er sama hvað auðlegð þjóða verður mikil, ef hún lendir öll í vasa hinna ofurríku.

Það er tími til kominn að fólk sem sér ekkert nema þeirra hagsmuni, að það víki, víki úr pólitík, háskólum, atvinnulífinu, að því verði hvergi leyft að þrífast.

Tími hinna ofurríku er liðinn, tími almennings er handan við hornið, ef fólk tekur þá meðvitaða ákvörðun að halda fyrir það horn.

Við erum þjóðin, við erum fjöldinn.

Látum ekki bjóða okkur auðrán lengur.

Kveðja  að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 09:26

3 Smámynd: corvus corax

Sammála Ómar! Það þarf að brjóta á bak aftur það afl sem gengst fyrir því að eignir séu hirtar af fólki og það borið út af heimilum sínum. Nú þarf að stofan aðgerðasveit sem berst með valdi gegn útburði fólks og uppboðum á heimilum þeirra. Það er allt gert fyrir bankana og fjárglæfrahyskið, afskrifaðar milljónir og milljarðar af græðgisskuldum þeirra en níðst á almenningi. Gegn slíkri valdbeitingu stjórnvalda gegn þjóð sinni dugar ekkert annað en valdbeiting á móti ...berjast við stjórnvöld með þeirra eigin vopnum!

corvus corax, 4.10.2010 kl. 09:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Heitir þetta ekki hart á móti hörðu.

En yfirstétt landsins hefur sagt sig úr lögum við þjóðina.  Við megum ekki láta leppa hennar, innan fjölmiðlanna eða háskólanna, svæfa okkur með orðaleppum sínum.  Í hvert sinn sem einhver umræða byrjar um spillingu í fortíð, um afglöp fyrri ráðamanna, um að engin önnur ráð séu í boði, um stjórnlagaþing og skort á bjartsýni, eða við þurfum að passa sparifé gamla fólksins, þá eiga bjöllurnar að klingja.

Það er verið að dreifa athygli fólks frá einu hlut, núverandi ránsskap.

Og þegar yfirstéttin segir sig úr lögum og sigar leppum sínum í stjórnarráðinu á þjóðina, þá verður hún að víkja.

Við erum þjóðin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 10:17

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll taktu flugið og komdu með nú er allsherjarútkall!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 11:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Núna er það sprauta eftir hádegið, og þá þagna ég, en flýg ekki.

En ég tek secret á þetta.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 11:36

7 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Heill og sæll félagi,þakka þér fyrir afburða gott blogg fyrr og síðar.Þessi grein er af sama meiði og hinar. Við sem búum nálægt höfuðborgini förum og öskrum á þetta vanhæfa lið í þinghúsinu: VIÐ ERUM ÞJÓÐIN KOMIÐ YKKUR HEIM. Vona að það sé ekki neitt alvarlegt að þér vinur. Áfram Ísland.

Þórarinn Baldursson, 4.10.2010 kl. 12:28

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur Ómar hafðu það gott. Sjáumst Þórarinn!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 12:42

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórarinn, nei, nei þetta er bara mánaðarskammturinn af bólgueyðandi til að halda mér sæmilega fótafærum.  Við Austfirðingar vorum svo heppnir að afburðalæknir kom hingað austur á Egilstaði til að hafa það rólegt í ellinni.  Brátt spurðist það út að hann var heila og taugaskurðlæknir sem líka hafði mikla reynslu af eftirmeðferð, og verkjameðferð.

Hann er smátt og smátt að gefa mér líf mitt aftur, kom þegar öll sund virtust lokuð og ekkert annað í stöðunni en að sætta sig við heilsuleysið.  Og ónýtt bak.  

Vona að eins verði með okkar þjóð, að það birti til þegar allt virðist vera svart.

Treysti þess vegna á menn eins og ykkur félagar, að þið látið höfðingjanna eiga ekkert inni hjá ykkur. Menn eins og ég eru nothæfir þegar linnulausum áróðri auðsleppa í fjölmiðlum er ekki svarað af neinum fulltrúa fólksins, þá skiptir máli að til séu í bloggheimum menn sem þora gegn almannarómi, ef sá rómur til þess gerður að hneppa þjóð okkar í skuldaþrældóm.

Nú, ef þetta endar í grímulausri kúgun og forherðingu stjórnvalda, þá kem ég á puttanum suður.  En þjóðin er að rumska, stjórnmálamennirnir munu elta í kjölfarið, eða það vona ég.

En hvað um það, þið takið þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 628
  • Sl. viku: 5611
  • Frá upphafi: 1399550

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4784
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband