4.10.2010 | 07:04
Ha, ha hhaaa, hhaaaaa , hhaaa, ha, nú er mér skemmt.
Hver segir að eggjakast hafi ekki góð áhrif.
Í rúmt ár var það eina sem heyrðist af munni Jóhönnu Sig í þau örfáu skipti sem blaðamönnum tókst að króa hana af út i horni þannig að hún gat ekki hlaupið burt, "við erum að skoða" eitthvað.
"þetta þarf að skoða", "já og skoða", "það þarf að kryfja vandann og skoða", "þetta er alvarlegt ef satt reynist að greiðsluaðlögunin er ekki að virka, við þurfum að skoða ....", skoða skoða skoða.
Greinilega undir áhrifum Stuðmanna og Flosa, "Bóna, bóna, bóna".
En að segja eitthvað sem hönd á festi, það var manneskjunni ofviða.
En eggin eru allra meina bót.
Núna á að "samræma" eitthvað. Já, eftir tæp tvö ár þá hefur ríkisstjórnin náð því stigi að ætla sér að samræma. En að gera eitthvað sem hjálpar, það er henni ofviða.
Ekki nema samræmingin felist í samstilltu átaki ráðherrana sem um ræðir í fréttinni, að skrifa á sama stundu undir samúðarpóstkortið, "okkur þykir þetta leitt, þú átt alla okkar samúð".
En af hverju lætur þjóðin bjóða sér þetta?????
Berum þau út í kvöld upp úr klukkan hálf átta.
Það á engin þjóð að sitja upp með Útburði.
Berum Útburðina út.
Kveðja að austan.
Við tökum þetta mjög alvarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1412721
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það mikilvægasta af öllu er að losna við Jóhönnu og Steingrím; Þau eru krabbamein á íslandi
DoctorE (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 07:16
Núna er ég sammála þér Doctor.
Margt er að í þessu þjóðfélagi, og ekki er víst að þeir sem eru í stjórnarandstöðu myndu haga sér á neinn annan hátt. En það er eðli stjórnmálamanna að aðlaga sig að kröfum fólksins, svona þegar skellur í tönn.
Og það er eðli fólks að bjarga sér þegar einhver reynir að drekkja því.
Þess vegna er það fyrsta skrefið að losna við Útburðarfólkið, og gera það á þann hátt að enginn þori að taka upp þeirra iðju.
Það var gert í Argentínu, og þá fór allt að blómstra þar á ný. Svona eins og hægt er í þjóðfélagi þar sem spilling er landlæg og landið búið að drekkja sér í erlendum skuldum. En fólk var ekki lengur borið út, það fékk vinnu á ný, og gat bjargað sér án þess að treysta á öskuhaugana sér til framfærslu.
Ef skilaboð þjóðarinnar eru skýr, þá mun enginn þora, hvorki í Samfylkingunni eða íhaldinu að starfa með illmennum að útburði.
Og þá má fara að ræða um annað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 07:52
Ríkisstjórnin er öll meðvirk ekki bara þau tvö,það þarf að koma þessu hyski frá strax.En er samt ekki að sjá að það sé hægt að boða til kostninga strax,spillingin er í öllum flokkum virðist vera og ég sé ekki hverjir geta tekið við og unnið að heilindum fyrir fólkið í landinu.
Friðrik Jónsson, 4.10.2010 kl. 09:08
Blessaður Friðrik.
Tvennt, það fyrra er að það er sjálfgefið að limirnir fara þegar höfuðin fjúka. Auðvita mun Útburðarstjórnin víkja.
Það seinna er öllu alvarlegra. Við megum ekki festa okkur við að þar sem við óttumst að lítið skárra taki við, að þá gerum við ekki neitt. Látum bara drekkja okkur í Hrunskuldum og óráðsíu auðmanna.
Þeim sem geðjast ekki af því sem er í boði í lýðræðislegum kosningum, þeir móta sér sinn eigin vettvang. En enginn situr upp með vanhæfi illskufól sem hafa það sem sína megin stefnu að gera landið óbyggilegt öllu venjulegu fólki þó auðmenn og auðskrípi blómstri sem aldrei fyrr.
Við erum þjóðin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 09:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.