2.10.2010 | 19:31
Fjármagnið gengur fyrir.
Útburðastjórnin, sem starfar hér í skjóli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur aðeins eitt forgangsmál, að eiga næga peninga til að greiða vexti og vaxtavexti til fjármagnseiganda.
Þess vegna hafa vextir hér á landi verið með þeim hæstu á byggðu bóli.
Afleiðingarnar eru tugmilljarðar í óþarfa vaxtagreiðslur, ef hér væru stjórnvöld, sem störfuðu i þágu þjóðarinnar.
Því er logið að okkur að svona þurfi þetta að vera, annars engin sparnaður og bla, bla.
En af hverju þarf þetta að vera öðruvísi hér en í öðrum löndum????
Rökin eru engin nema þau að landið er hernumið af illþýðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sérstakrar hjálparstofnunar hina siðlausa alþjóðlega fjármagns.
Almenningur á Íslandi trúir því að svona eigi þetta að vera. Vegna þess að mennirnir sem dásömuðu útrásina fram á síðasta dag, segja að skuldaþrælkun og blóðugur niðurskurður grunnþjónustu séu einu ráðin til að endurreisa íslenskan efnahag.
En þegar alvöru erlendir hagfræðingar tjá sig, þá benda þeir á fáráð þessarar stefnu, að fjármagnið verði líka taka á sig skell eins og aðrir hlutar þjóðfélagsins.
Það hafi enginn neitt sitt á þurru i fjármálakreppum. Málið snýst að allir dreifi byrðunum, ekki bara almenningur. Og án almennings, er enginn fjármálageyri. Hagsmunir beggja fara saman.
Þjóðin þarf að fara skilja þetta áður en öllu blæðir út.
Íbúar Suðurnesja, Suðurlands og í Þingeyjarsýslum ættu að mæta til Reykjavíkur og hjálpa við að bera út þessa villimenn sem stjórna landinu.
Munum að þessir 4,8 milljarðar sem á að skera niður í heilbrigðiskerfinu, eru aðeins brot af þeim óþarfa vöxtum sem við greiðum erlendum krónubréfaeigendum.
Hvort viljum við að skattpeningar okkar fari í að hjúkra börnum og í að sinna öldruðum foreldrum okkar, eða viljum við að þeir fari í hyldjúpa vaxa spákaupmanna og braskara????
Valið er okkar, því Ísland er lýðræðisríki.
Berum Útburðarstjórnina út.
Kveðja að austan.
,,Erum enn í hálfgerðu sjokki" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 870
- Sl. viku: 5952
- Frá upphafi: 1399120
Annað
- Innlit í dag: 187
- Innlit sl. viku: 5042
- Gestir í dag: 182
- IP-tölur í dag: 179
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíðum nú við: Það á að skera niður á Húsavík og Skagakróki, sem eru staðir í klukkutíma akstursfjarðlægð frá Akureyri. Þar búa samtals fjögur þúsund manns á hvorum stað fyrir sig og fer fækkandi, hratt fækkandi. Við verðum að horfast í augu við tvennt. Í fyrsta lagi er erfitt að fá fagfólk til að starfa á svo fámennum stöðum vegna faglegrar einangrunar og stöðnunar í sínum fögum, sem leiðir af því. Ergo, það er að vera óskaplega erfitt að fá fólk með þekkingu til starfa á þessum stöðum. Það þýðir að þjónustan verður hvort eð er óviðunandi. Í öðru lagi verðum við að horfast í augu við að samgöngur hafa batnað óskaplega mikið, t.d. horfum við á þær úrbætur, sem leiða af nýju, rándýru Héðinsfjarðargöngunum. Þjónustan, sem stendur íbúum á þessum útnárum til boða, er fyllilega sambærileg við það sem fólk á kost hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem meginhluti þjóðarinnar býr. Á alltaf að skerða hjá fólki á því svæði en dekra við þetta landsbyggðarlið?
Serafina (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 20:13
Æ, er þetta nýja platan hjá rökkum ríkisstjórnarinnar.
Heppnaðist það svona vel að etja saman þeim sem skulduðu mikið, og þeim sem skulduðu minna.
Á núna að ala á kynþáttafordómum höfuðborgarbúa??
Ég vona Serafina að þú sért lítið menntaskólabarn, svona fávisku skrifar engin fullorðin manneskja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.10.2010 kl. 20:45
Það er misskilningur Serafínu að erfitt sé að fá fagfólk á þessa staði. Það er fyrir hendi. En þegar því er sagt upp í sparnaðarskyni hverfur það . Nauðugt. Það er óhugsandi að allir eigi að búa á Reykjavíkursvæðinu. Eftir því sem fleiri flytjast þangað ....að sama skapi þynnist þjónustan .Heilbrigðisstarfsfólki er einnig sagt upp á höfuðborgarsvæðinu því enn á að spara. Spara með því að efla grunnþjónustana. -Já, og endurnýja ekki samninga við sjálfstætt starfandi heimilislækna, sameina stöðvar og fækka. Sem einmitt eiga að sinna fleiri sjúklingum en áður, vinna hraðar, vinna lengur, vinna helgar, taka vaktir. Og vera glaðir með sitt. Heimilislæknum fer því fækkandi á höfuðborgarsvæðinu og erfitt að manna stöðurnar.
Heilbrigðisstarfsfólk flytur erlendis núorðið. Lætur ekki bjóða sér að starfa við þessi skilyrði.
Aðrir sem geta , fara einnig
Árni Þór Björnsson, 2.10.2010 kl. 20:48
Vel mælt sem endranær Ómar. Það er verið að þvinga uppá okkur kommúniskt skipulag, ein birtingarmyndin var atkvæðagreiðslan um pólítískan Landsdóm. Millistéttin á Íslandi þarf að fara að opna augun fyri því sem verið er að gera af hálfu liðónýtrar vinstristjórnar! Við eigum ekki og þurfum ekki að láta bjóða okkur þenna viðbjóð lengur! Krafan er að mynduð verði þjóðstjórn til eins til tveggja ára og síðan kosningar. Þjóðstjórnin hafi það hlutverk að vinna að því að leiðrétta óréttlætið gagnvart almenningi í landinu, 4-6 mál sem unnið verði að, m.a. leiðrétting á höfuðstól allra íbúðalána í samræmi við það sem nýju bankarnir yfirtóku. Þessum 50-60 % afskrifta ber að skila til þeirra sem skrifaðiur eru fyrir lánunum, skítt með hvað hver og einn hefur í árstekjur!
Elías Bj. (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 20:58
Elías, ég vil bara nefna vegna þess að það virðist þörf á því að margtyggja þetta ofan í svokallaða hægrimenn, að á Íslandi voru hægrimenn við völd í meira en 15 ár, yfir allan þann tíma sem bankarnir voru einkavæddir og fjármálakerfið var hannað, innleitt og varið af hörku gegn öllum árásum, fram á síðasta dag. Þetta eru óumdeildar staðreyndir, og eina vörnin nú til dags er að þetta sé gömul tugga, en eins og ég segi, það virðist þurfa að margtyggja þetta ofan í suma til þess að þeir komi þessu inn í hausinn á sér. Ástandið sem ríkir er bein og fyrirsjáanleg afleiðing af hægristjórn, ekki vinstristjórn. Þessi "kommúnismi" eins og þú kallar það, er nauðsynleg afleiðing af hruni fjármálakerfis. Ég velti fyrir mér hvað í ósköpunum svokallaðir hægrimenn myndu gera. Það er ekki eins og þeir séu hrifnir af því að eyða peningum í hluti eins og heilbrigðisgæslu, jafnvel þegar það er góðæri, hvað þá þegar allt er í mínus.
Það er alveg magnað hvað svokallaðir hægrimenn eru hneykslaðir þegar almenningsþarfir eru skornar niður... ótrúlegt alveg. Þetta er eins og að hlusta á nýnasista tuða yfir því að það sé ekki nógu mikið tjáningarfrelsi, eða að það sé brotið á mannréttindum þeirra!
Það er ekki ennþá búið að útkljá Icesave málið og því ekki komið á hreint hvernig hvaða peningar verði nýttir, en jafnvel í allra besta falli þarf ríkið að skera niður. Við höfum ekki sama aðgang að lánsfé og áður, við getum ekki hækkað skatta endalaust (enda alveg jafn ósanngjarnt og slæmt fyrir efnahaginn)... en við verðum að spara þessa peninga. Það er skítt og óréttlátt, en því miður er þetta ekkert val.
Að lokum vil ég kalla það kraftaverk að ekki hafi farið verr, ef ég hef ekki hitað blóðið í lesendum nóg nú þegar.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 01:50
Ómar, ég gleymdi að nefna þessa setningu:
"Á núna að ala á kynþáttafordómum höfuðborgarbúa??"
Búseta er ekki kynþáttur, og rökin sem komu fram hjá viðmælanda þínum voru ekki sú að fólk sem byggi á landsvæðinu væri á nokkurn hátt frábrugðið fólki sem býr í Reykjavík. Stundum er það skondið hvað Íslendingar eru fljótir til gífuryrðanna þegar þeim er heitt í hamsi... hávaði er kallaður ofbeldi, umferðaröngþveiti er kallað hryðjuverk, allar tegundir óréttlætis af nokkurri gerð eru kallaðar mannréttindabrot og svo framvegis. Að því sögðu tek ég ekki afstöðu til þess sem hann sagði.
Hvaða orð skyldu vera notuð ef á Íslandi VÆRU alvöru kynþáttafordómar, mannréttindabrot og hryðjuverk?
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.10.2010 kl. 02:03
Blessaður Árni, takk fyrir gott og málefnalegt innslag.
Því miður þá er ekki hægt að ræða, hvað þá rökræða við nafnlausa rakka ríkisstjórnarinnar. Þeir birtast með ýmis nöfn, og þeir dreifa flökkusögum og öðru sem er ætlað til að afvegleiða umræðuna. Fá hana til að snúast um aukaatriði, eða til dæmis eitthvað sem gerðist einu sinni, eða þar sem rakkahátturinn er verstur, að etja fólki saman.
Og á meðan fólk rífst og skammast um allt nema það sem er verið að gera því í núinu, eða á að gera því í nánustu framtíð, þá herðir ógnarstjórnin tökin á landsmönnum og þokar þeim nær brún hengiflugsins þar sem engin leið liggur annað en niður á við í harðan skell.
Þetta var áberandi í ICEsave deilunni, maður gat orðið séð það út að nýjar svikaþreifingar voru að skila árangri því Ruv byrjaði alltaf að tala um góð skil og endurheimtur, Þórólfur dúkkaði upp með Ragnarakaspá sína ef þjóðin borgaði ekki og annað í þeim dúr.
Hvort það finnist svo smáar sálir sem taka undir þann málflutning sem rakkinn hér að ofan notar, það veit ég ekki, sjálfsagt einhverjar, en ég held að flestir séu búnir að fá nóg af þessum vinnubrögðum spunakokka ríkisstjórnarinnar.
Aðeins samstaða mun gera okkur kleyft að verjast. Við þurfum að skilja að það er verið að gera okkur öllum, eitthvað. Ef við föllum í þá gryfju að telja að það sem er verið að gera hinum eða öðrum, að það sé á einhvern hátt réttlætanlegra en það sem er verið að gera mér og mínum, þá er orrustan fyrirfram töpuð.
Það sannaði Júlíus Sesar í Gallastríðinu svo um þá taktík hefur ekki verið deilt síðan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.10.2010 kl. 11:13
Blessaður Elías.
Sjálfsagt þá köllum við núverandi ástand það nöfnum sem okkur er tamast. Ég kallaði þetta alltaf siðlausa frjálshyggju, en er að mestu hættur því eftir að ég áttaði mig á að strákarnir í Frjálshyggjufélaginu er einna einarðastir í andstöðunni við þá Helstefnu sem er hér í boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Eigum við ekki bara að segja að það sé stutt á milli kúgunar alræðis öreiga og alræðis auðmanna. Og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er glæpastofnun sem skirrist einskis til að vernda hagsmuni hins siðlausa alþjóðlega auðmagns. Ég þrengi skilgreininguna við "hið siðlausa" því fullt af fjármagni í dag gerir gagn og vinnur með þjóðum í stað þess að ræna þær. Og það er ræningjahlutinn sem gerir út AGS í boði vestrænna stjórnmálamanna sem eru á mála hjá stórfyrirtækjum og auðmönnum sem eru í auðránabransanum.
En ég er sammála þér um að einhvers konar þjóðstjórn sem vinnur að sátt. Og sáttin verður ekki nema Hrunlánin séu leiðrétt, að fyrst að svona sé komið fyrir þjóðinni þá verður ekki lengur gerður mannamunur, allir haldi húsum sínum því það er forsenda þess að þjóðin sameinuð byggi upp með þeim fórnum sem þarf að færa.
Og það þarf að gera upp Hrunið. Vilji menn sátt, þá nota menn leið Mandela, vilji menn blóðug átök og undirróðursstarfsemi, þá nota menn sakfellingar og refsingar.
Og svo, og svo má ýmislegt nefna, sem má örugglega deila um. Sáttin snýst nefnilega ekki um að menn hætti að deila, hún snýst um að menn hætti að leggja landið í auðn.
Og það er ótrúlegt að það finnist vinstrimenn sem telja landauðn sem sérstakt stefnumál sitt vegna þess að forsendur slíkrar auðnar megi rekja til stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Fyrir utan að um það má deila, þá ættu menn sem telja sig vita skýringuna, að breyta öðruvísi og vera ennþá staðráðnari í að hlífa landsmönnum við ömurlegum örlögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ekki vinna með þeim.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.10.2010 kl. 11:27
Blessaður Helgi.
Orðið rasismi hefur á síðustu árum fengið víðtækari merkingu og er notað við aðstæður þar sem fólk mætir fordómum sem svipar til þeirra sem orðið var fyrst notað yfir. Til dæmis er hommum tamt að nota þetta orð yfir þá fordóma sem þeir verða fyrir. Um þróun hugtaka, frá upprunalegri merkingu til víðtækari, getur þú lesið þér víða til um, prófaðu til dæmis Britannicu. Það gæti hjálpað þér næst þegar þú reynir að bösta fólk.
En þú rærð ennþá í sömu knérum, notar tilvísanir í þekkta erfiðleika til að réttlæta ódæðisverk. Mátt samt eiga að þú þorir að koma með lágkúruna undir nafni, ólíkt flestum sem réttlæta níðingsverk ríkisstjórnarinnar í dag.
Það að eitthvað slæmt hafi gerst, það er engin réttlæting þess að hjálpin þurfi að vera slæm. Það að ég beinbrjóti mig réttlætir ekki læknafúsk að fóturinn sé tekinn af og báðar hendur til öryggis svo það hlaupi ekki illt í sárið.
Sú aðferðarfræði sem hér er beitt, hefur verið harðlega gagnrýnd af færustu hagfræðingum, og þeir geta vitnað í söguna máli sínu til stuðnings. Þegar AGS menn ræddu málin við hóp af fólki sem tengdist ATTAC á Íslandi, þá voru þeir spurðir hvar þeir gætu bent á góðan árangur af stefnu AGS síðustu 3 áratugi. Einn sagðist hafa unnið með Tyrkjum og þar hefðu hlutirnir gengið þokkalega, önnur dæmi gátu þeir ekki nefnt. Og þessi orð eru skjalfest.
Hörmungarsagan um slæmar afleiðingar af stefnu sjóðsins fyrir almenning viðkomandi landa eru hinsvegar mýmargar enda er hlutverk sjóðsins að tryggja endurgreiðslu á erlendu lánsfé, ekki að aðstoða almenning í þeim löndum sem lenda í klóm hans.
Og það þarf sérstaka tegund að illmönnum að mæla öllum þessum hörmungum bót.
Þú hefur engin hagfræðileg rök fyrir því að það þurfi að loka heilbrigðisstofnunum út á landsbyggðinni vegna fjármálakreppunnar. Á landsbyggðinni er sú efnahagsstarfsemi sem bjargaði þjóðfélaginu eftir Hrun, og kippa grunnstoðum úr samfélögum þar, er heimska, svo ekki sé meira sagt. Eins mun svona gjörð vekja upp spurningar hjá fólki á landsbyggðinni, hvaða samleið þá lengur með fólki á höfuðborgarsvæðinu, eitt var að láta hagkerfið þar koma okkur í djúpan skít, annað er að rústa vísvitandi forsendum byggðar á landinu.
Að réttlæta afnám grunnþjónustu með tilvísun í fjárvöntun er broslegur hálfvitagangur, samtals mun blóðið kosta 4,6 milljarða. Ef kreppan gengur yfir á 5 árum, þá erum viðað tala um 20 milljarða í þynningu á verðgildi krónunnar, og þegar litið er á uppgefnar skuldir ríkisins uppá rúmar þrettánhundruð milljarða þá er ljóst að næstu kynslóð skiptir engu máli hvort skuldin sé 20 milljörðum hærri eða lægri. En hún vill hjúkrun og heilsugæslu, í dag, ekki bara einhvern tímann seinna.
Og þegar ljóst er að núverandi ríkisstjórn með aðstoð embættismanna Seðlabankans hefur fullyrt að þjóðarbúið ráði vel við að greiða bretum vexti upp á 30-50 milljarða á ári, næstu árin, þá er gildismatið sem býr að baki mjög brenglað, og afsannar um leið nauðsyn þessa blóðuga niðurskurðar.
Þið gefið bara dauðan og djöful í líf og limi almennings.
Það er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.10.2010 kl. 12:02
Ómar: Ég skal ákveða það sjálfur hvað mér sé annt um. Mín orð voru ekki meint þannig að mér sé sama um þetta, né þá að mér þyki þetta réttlætanlegt, eins og ég virðist þurfa að margtyggja ofan í fólk. Mín afstaða er sú að þetta sé nauðsynlegt, á sama hátt og að það er nauðsynlegt að fórna lífum í stríði. Það er skítt og ömurlegt og óréttlátt, en þannig er það bara samt. Í því felst engin réttlæting og það þreytir mig gríðarlega þegar fólk úti í bæ segir mér hvort ég "gefi dauðan" í þetta eða hitt. Ég ákveð mínar skoðanir undir öllum kringumstæðum, alltaf. Aldrei neinn annar. Skilið?
Veistu, ég nenni ekki að rífast um hvað mér finnst. Ég ákveð sjálfur hvað mér finnst, ekki þú.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 13:15
Þetta sagði líka Qiun keisari.
En hvað ertu að flækjast hérna ef þú nennir ekki að rífast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.