Skorið þar sem hlífa skyldi.

 

Að skera niður stofnun sem einn af grunn síns samfélags, það er mannvonska, það er villimennska.

Villimennska sem þeir aðeins gera sem hafa geð í sér að bera út landa sína.

Munum að villimennirnir voru tilbúnir að  greiða bretum árlega 30-50 milljarða vegna þess að bretar báðu um það.  

Munum að villimennirnir tóku hlutfallslega stærsta gjaldeyrislán heims til þess að borga erlendum bröskurum út krónur af yfirverði.  Vextirnir að því láni, sem þjónar engum tilgangi fyrir íslenska þjóð öðrum en þann að gera hana að skuldaþrælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, dugar til að reka grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins.

Áttum okkur á því að villimennirnir, þessir sem eru alltaf að bera út fjölskyldur, að þeir eru rétt að byrja að eyðileggja grunnþjónustu samfélagsins.

Áttum okkur á því að við munum öll verða fyrir barðinu á þeim, fyrr eða síðar.

Þess vegna eigum við að verjast.

Við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta.

 

Berum ríkisstjórnina út.

Kveðja að austan.


mbl.is Flögguðu í hálfa stöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum að fara þá leið sem íbúar Ecuador.  Leggja hramminn á þinghús og sjónvarpið og Ruv.  Erfiðara en svo er það ekki.  Bretar gerðu þetta þegar þeir hertóku Ísland. Jú ég gleymdi flugvöllunum,þá verðum við að taka líka. Þessar hækjur sem nú standa á þingpöllunum, leita sjálfsagt hjálpar hjá Nato.  þeim er ekkert heilagt, jú, valdið sem þeir hafa að brjóta niður íbúa þessa lands. Og þeim tekst það ótrúlega vel. Enginn, engin ber hönd fyrir höfuð sér.  Ég dásama þessar þjóðir Ecuador og fleiri sem reka rotturnar út.

J.þ.A. (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 17:23

2 Smámynd: Elle_

Nei, helv. rottunum er ekkert heilagt nema valdið. 

Elle_, 2.10.2010 kl. 22:39

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Væri ekki ráð að biðja Nató um aðstoð???

Það á jú að verja landið fyrir innrásum, flokkast ekki fjármálainnrás undir það???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband