1.10.2010 | 14:22
Ólafur, bjargaðu þjóð þinni.
Þú einn hefur vald til að bera út Útburðarstjórnina.
Rökin eru augljós og skýr samkvæmt stjórnarskrá Íslands.
Þú ert að vernda sjálfstæði landsins og einingu þjóðarinnar.
Að boði erlends valds, þá ætlar ríkisstjórn Íslands láta bera út á götu þúsundir samlanda okkar, menn, konur og börn.
Jafnvel Tyrkir unnu ekki þvílík hervirki eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur boðað hér á landi.
Ólafur, ef þú grípur ekki inn í, þá gerir þjóðin það.
Hún lætur ekki bjóða sér þessa mannvonsku.
Kveðja að austan.
Eggjum rigndi yfir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef Ólafur gerir það ekki mokar fólkið ruslinu út úr þinghúsinu. Það er ekkert annað að gera
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:34
Jæja ertu að ákalla einn af þeim sem básúnaði glæpamenn íslands sem mest.
Ólafur er hundingi sem verður að fara frá, alveg eins og fjórflokkar....
No more Mr nice guy
doctore (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 14:39
Því miður eru engar líkur til að núverandi Alþingi skilji vitjunar-tíma sinn. Sjálfur forsætisráðherra hefur ítrekað sýnt Stjórnarskránni örgustu fyrirlitningu. Fjármálaráðherrann hefur staðið fyrir samningum við erlend ríki um Icesve-kröfur nýlenduveldanna, án þess að nokkrar forsendur væru fyrir kröfunum og samningagerðin skýrt brot á Stjórnarskránni.
Þá hafa heilu þingflokkarnir verið staðnir að undirmálum, í þeim tilgangi að víkja eigin flokksmönnum undar réttarfars-reglum sem bundnar eru í Stjórnarskránni. Frönsku byltingarmennirnir 1789 hefðu vitað hvað þarf að gera við Alþingismenn , ef þeir víkja ekki úr sæti og boðað verður til kosninga.
Menn ættu að kynna sér hversu sláandi líkar aðstæður eru á Íslandi 2010 og voru í Frakklandi 1789.
http://is.wikipedia.org/wiki/Franska_byltingin
http://www.zimbio.com/member/altice
Loftur Altice Þorsteinsson, 1.10.2010 kl. 14:49
Það er algengur misskilningur að kenna AGS um ástandið.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2010 kl. 15:01
Ómar ! nú er ég hissa !!! þó segja megi ÓRG til ágætis að hann "rambaði" á vilja þjóðarinnar þegar hann hafnaði Icesave lögum hinum seinni, þá er ég ekki svo viss um að hann hafi kjark, bolmagn og/eða hreinlega vald til að henda þingheimi út og þó svo væri, ER ÓRG rétti maðurin til að leiða þjóðina í þetta himnaríki sem sumir héldu að Ísland væri fyrir hrun og halda að hægt sé að koma á aftur ??
Loftur samþjappar skemmtilega og vel þessu getuleysi og vanhæfni stjórnvalda við að sannfæra þjóðina um að það sé verið að gera rétta hluti, en Loftur fer langt aftur í tímann til að finna hliðstæðu ???? skil hann vel svona samlíkingarinnar vegna, en það er nú létt að finna álíka ástand í okkar heimshluta í miklu nánari tíð og þar sem fólk var ekki aðeins að berjast gegn efnahagslegu óréttlæti, heldur hreinlega lífi sínu.
Nei það sem skeður núna er að ef fólk ekki gefst upp og fylgir þessum mótmælum í dag eftir, þá hrökklast þessi stjórn frá, nýjar kosningar verða haldnar, kannski koma einhver ný og spennandi framboð, en lausnirnar úr því sem komið er, verða ekki svo miklu öðruvísi, til þess þarf að umturna víðar en á Íslandi, því miður góðir hálsar, en OK einhversstaðar þarf að byrja.
Þ.S.H.&H ! AGS er kannski ekki orsökin, en allavega ekki besta lausnin ;)
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 1.10.2010 kl. 16:26
Blessaðir félagar.
Sammála nafni, og doktor, auðvita ákallar maður þann sem hefur valdið til að bjarga þjóðinni, annars endar þetta ruslahaugunum eins og nafni benti réttilega á.
Og blessuð Sleggja, það er alveg rétt hjá þér, núverandi ástand er alfarið innlendum leppum þeirra að kenna, en ég er svo sivileraður að ég kenni helv. útlendingunum um. Hitt gæti endað með hengingum þegar fólk almennt les landráðakafla stjórnarskrárinnar.
En takk samt fyrir innlitið og áminninguna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 17:33
hehe góður.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.10.2010 kl. 17:53
Blessaður Loftur.
Við skulum vona að einhver hlusti á ákall mitt, og víki stjórninni. Því ekki vil ég að þetta fólk fái hlutskipti þeirra Lúðvíks og Maríu. En ég er sammála þér að margt er sláandi líkt, sérstaklega sá hroki að hundsa almenning.
Kristján, enginn er að tala um að leiða þjóðina í það himnaríki sem var fyrir Hrun. Ef þú telur það, þá skil ég ekki hvað þú ert að lesa blogg mitt.
Vissulega má setja spurningu um vald Ólafs, og um vilja hans til slíkra gæfuverka má stórlega draga í efa. En kjarkinn hefur hann, það er víst.
Og ég hef einnig kjark til að benda á hvað mun gerast ef stjórnvald grípur ekki inní.
Hvort dagurinn í dag sé sá dagur sem kveikir neistann, það veit ég ekki, það kæmi mér mjög á óvart. Þá fyrst og fremst vegna skort á forystu, vana fólkið í allskonar byltingarstörfum er jú allt í ríkisstjórn. En rífi skuldarar landsins sig upp úr lazyboynum sínum, og mæti í mótmælin, þá gerist eitthvað.
Og Ólafur er alveg nægilegur tækifærisinni til að grípa gæsina og bjarga þjóðarfriðnum.
Líklegt, nei það er þetta með skuldarana, en það var heldur ekki líklegt að þjóðin myndi kjósa illskufól yfir sig sem yppta öxlum á meðan þjóðin er knésett.
Og Kristján, þú verður að átta þig á, að þegar einhver vill knésetja þig, þá snýst þú til varnar. Jafnvel þó þú vitir ekkert hvað taki við.
Þetta kallast mannlegt eðli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 18:09
Mín var ánægjan Þruma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 18:10
Ég hef trú að að flestir eru að míga á vitlausan ljósastaur. Þó þessi ríkistjórn gæti gert betur.
Erlendu bankarnir vissu alveg hvað þeir voru að gera, þegar þeir lánuðu til útrásar víkingana endalaust þannig að á endanum yrði þetta spilaborg sem auðvelt væri að fella þegar tíminn væri réttur. Það hefur nú komið fram hjá Silfri Egils um erlenda menn á Hótel 101 Reykjavik að gorta sig á aðför gegn íslensku krónunni, eingöngu til að knéseta kerfið hér.
Ég hef þá trú að ef við viljum negla rétta fólkið fyrir þennan verknað þá þurfum við að leita út fyrir landsteinana.
Kveðja að sunnan
Sveinn Þór Hrafnsson, 1.10.2010 kl. 23:00
Blessaður Sveinn.
Vona að þú sért að koma ofan af fjöllum, og vitir ekki hvað er í gangi.
Það er enginn að fara negla neinn, það á að fara bera út.
Valið er milli tveggja kosta, að Útburðarstjórnin beri út fólk, eða fólkið beri út Útburðarstjórnina.
Sumt er ekki flókið, en vissulega er margt flókið eftir að einföldu hlutirnir eru afstaðnir.
Það er seinni tíma umræða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 23:13
Nei Nei ég er sko ekki að koma af fjöllum. Og ég stið breitinga til hins góða. En ég sé ekki hvað ný ríkistjórn ætti að geta eitthvað betur en þessi. Þó það væri ekki úr fjórflokknum. Þetta er helvíti að vinna úr. Og ég öfunda engan sem þarf að standa í þessu.
En ég held samt að fólk þurfi að skilja flóknari hluti til að skilja af hverju við erum hér..
Kveðja að sunnan
Sveinn Þór Hrafnsson, 2.10.2010 kl. 02:37
Blessaður Sveinn.
Að láta óréttlæti viðgangast vegna þess að það er flókið að bregðast við því, það er beinn stuðningur við hið meinta óréttlæti, líklegast meiri stuðningur en að segja að svona eigi þetta vera.
Því menn eins og þú, þeir draga úr að fólk bregðist við sér til varnar.
Heimurinn verður ekki réttlátur á einni nóttu, en manninum hefur samt tekist að færa ýmislegt til betri vegar, eða viltu þú kannski vera uppi á dögum Rómarveldis???
Hvað hin meintu flókindi við að gera fólki kleyft að halda húsnæði sínu, þá komu strax fram mótaðar tillögur frá okkar færustu hagfræðingum þar um.
En það hefur líklegast verið of flókið fyrir núverandi stuðningsmenn þessarar stjórnar að kynna sér þær tillögur.
Einfaldara að styðja útburð á samlöndum sínum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.10.2010 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.