1.10.2010 | 08:48
Ennþá, því kreppa Íra er rétt byrjuð.
Ef Írska ríkið ætlar að reyna að yfirtaka skuldir fjármálastofnanna, en láta auðræningja labba út með sitt ofurávaxtaða pund, þá mun það hrynja.
Það er ekki flóknara en það.
Og þeir Íslendingar sem vilja koma Hruni okkar á gerðir örfárra einstaklinga, ættu vel að íhuga sinn gang.
Vegna þess að með þeirri þröngu nálgun, þá líta þeir fram hjá kerfislægu ráni sem gekk yfir hinn vestræna heim.
Og ef menn líta framhjá því vegna þess að ríkt fólk á í hlut, þá fáum við aftur stjórnmálamenn sem gerðir eru út af auðmönnum. Við sjáum þessa þróun byrjaða til dæmis í Bandaríkjunum þar sem auðmenn gera út hrekklausa hægrimenn svo aftur sé hægt að kynda undir kjötkötlum ofsagróða og sjálftöku. Nema að núna er skuldaþrældómur með í uppskriftinni.
Í dag erum við Íslendingar í sömum sporum og maðurinn sem kom á sjúkrahúsið með afrifna hönd. Vandi hans að eigin sögn var að vegna þess að höndin rifnaði af, þá væri hann að deyja úr blóðleysi. Sem vissulega var rétt. Svo þegar hann fékk gert að sárum sínum þá fór hann aftur í dýragarðinn til að fara á annað stefnumót með ljóninu.
Hvernig endar það stefnumót????
Íslenska Andstaðan vill það stefnumót og getur ekki ímyndað sér orsakasamhengið milli þess að fara út að borða með ljóni, og þess að fara á sjúkrahús með afrifna hönd.
Þess vegna þorir illþýði AGS að bera út almenningi út í stórum stíl. Það veit að því hefur tekist að plata lýðinn.
Eina stóra spurningin er, hvað gerir fólkið sem er að missa allt sitt.
Mun það mæta fyrir utan Alþingi og púa skrílinn niður????
Vonum það því það mun vera upphaf þess að efnahagur Íslands taki aftur að blómstra.
Þá mun enginn láta það út úr sér að Írar eða aðrar þjóðir sem eru að festa sig í skuldfeni auðræningja, séu í betri málum en Íslendingar.
Því þjóð án skuldahlekkja mun alltaf plumma sig. Sama hvað auðræningjar og Leppar þeirra hjá AGS eða öðrum hátimbruðum stofnunum hins alþjóðlega þjófafjármagns, rífa sig, þá er velsæld fólks komin undir vilja þess sjálfs til að lifa mannsæmandi lífi.
Frjáls maður mun alltaf blómstra.
En örbirgðin og þjáningin er alltaf hlutskipti skuldaþrælsins.
Þess vegna voru allar þessar þrælauppreisnir.
Hefst sú íslenska í dag fyrir utan Alþingi????
Kveðja að austan.
Írland í betri málum en Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott innlegg að venju Ómar !
En ég get því miður ekki deilt bjartsýninni með þér :( "Mun það mæta fyrir utan Alþingi og púa skrílinn niður????" hvað á að koma í staðinn ??
Og þetta: " Þess vegna voru allar þessar þrælauppreisnir. Hefst sú íslenska í dag fyrir utan Alþingi????"
Enginn ætti að vera, og þar með undirritaður meðtalinn, né er líklega ósammála þér um að þetta er rétt sem þú segir um þetta viðtekna "ránkerfi" sem sýnir alltaf tennurnar í niðursveiflum og er jafnvel orsök sveiflanna, og einnig að núverandi fulltúar þjóðarinnar eru ekki dugandi né treystandi til að koma landi og þjóð undan ánauðinni.
En þar skilur svo milli okkar Ómar ! því eitthvað á þá að koma ístaðinn, en hvað ? sama hvað allar "þræla" og aðrar byltingar hafa haft göfug markmið, þá endar þetta alltaf eins, vegna þess að við veljum og/eða fáum nýja leiðtoga sem eru jú "Homo Sapiens" með öllum sínum kostum og göllum, svo líða árin, stundu áratugir svo erum við komin í sama fenið.
Með öðrum orðum við höldum áfram að "deita" ljónið vegna þess hver við erum og eigum ekki annarra kosta völ, en draumana getur enginn tekið frá okkur.
MBKV að utan en sífellt með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 1.10.2010 kl. 13:16
Blessaður Kristján, við höfum tekið þessa umræðu áður, og alveg óþarfi að taka hana aftur.
En sem betur fer hugsa ekki allir svona. Þá lifðu bæði Stalín (sem var myrtur af Rauða hernum þegar hann ætlaði að hefja nýjar hreinsanir) og Hitler góðu lífi, eða börn þeirra og barnabörn eins og í Norður Kóreu.
Og við Germanir töluðum latínu sem mér finnst mikil synd, því ekki hefðu þeir slátrað Rómverjum í Tevtónskógi.
Ef vissan um eitthvað betra ræki menn áfram, þá værum við ennþá í trjánum, þá sem Sapien, ekki Homo.
Það var vonin um eitthvað betra sem gerði okkur að Homo, og þrjóskan landflótta Norðmenn af Íslendingum. Hefur þú annars séð alla þessa útnára sem menn réru út frá í ellefu hundruð ár???? Skil ekki að allir hafi ekki flust á Jósku heiðarnar þegar það bauðst.
En hvað um það, gaman að heyra í þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 17:27
Sama hér Ómar minn ! gaman að fá að bulla aðeins hérna hjá þér, fæ tilbaka eins og ég á skilið , talandi um "jóskar" heiðar og norska firði og skóga, þessir staðir eru óðum að fyllast aftur af afkomendum fyrrum landflótta norðmanna, svo þetta fer í hringi sýnist mér, kannski endum við bara í trjánum aftur.
Á morgun er mér vonandi runnin svartsýnin
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 1.10.2010 kl. 18:13
Blessaður Kristján.
Verðum við þá ekki að vona að áður en trjánum verði náð, að okkur hafi ekki tekist að gera út af við alla banana vegna loftslagsbreytinga eða mengunar eða geislavirkni eða ?
Bið að heilsa til Noregs, og góða helgi.
Ómar.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.