1.10.2010 | 07:06
Útburðarstjórn Íslands í þjónustu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Eyrir engu.
Missi fólk vinnu sína, komi upp alvarleg veikindi, þá er fólk á köldum klaka.
Rekið út úr húsum sínum, hrakið á vergang.
Hin grimmilega saga aldanna þegar yfirstéttin hrakti miskunnarlaust fátækt fólk á vergang, gæti það ekki staðið í skilum með skatta sína eða leigugreiðslur, hún er að endurtaka sig.
Það eina sem vantar eru hinu fornu hreppaflutningar, að fólk sé flutt nauðugt til fæðingarsveitarfélags sína, og sett þar á sveit. En það var reyndar réttarbót frá hinum miskunnarlausa vergangi.
Aldrei meir sögðu vinstrimenn í árdaga hins nýsjálfstæða ríkis, aldrei meir.
Og það myndaðist sátt um velferð og samhjálp.
Sátt sem borgarastéttin er ekki að rjúfa, heldur arftakar hinna gömlu verkalýðssinna.
Í öllum löndum heims berjast vinstri og félagshyggjumenn gegn hinum fornum siðum að láta almenning éta það sem úti frýs á krepputímum en auðlegð þjóðanna sé notuð til að bjarga fjármunum og fjáreigendum.
Alls staðar nema á Íslandi.
Þar þjóna vinstrimenn hugmyndafræðingum útburðarins hins nýja.
Þeir þjóna illskuöflum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og taka að sér í verktöku að bera fólk út úr húsum sínum.
Þetta er arfleið Hannibals og Héðins, Einars og Brynjólfs.
Mikill yrði harmur þeirra ef þeir mættu á líta.
Skömm eftirmanna þeirra er mikil.
Þetta er ærulaust fólk.
Kveðja að austan.
Millistéttin missir húsin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 523
- Sl. sólarhring: 670
- Sl. viku: 6254
- Frá upphafi: 1399422
Annað
- Innlit í dag: 444
- Innlit sl. viku: 5299
- Gestir í dag: 407
- IP-tölur í dag: 400
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldurðu að sé ekki verið að reyna að gera neitt?
Það var stjórn hægri borgaraafla sem bjó svo um hnútana að braskararnir rændu þjóðina.
Það er nú frekar lítilmannlegt að sparka í ræstingarfólkið eftir svallveisluna.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 08:12
Sem Suðurnesjamaður finnst mér slæmt að finna og vita af fjölda fólks sem á erfitt. Þar skiptir staðsetningin litlu. Við í Reykjanesbæ verðum þó að axla ábyrgð á eigin ákvörðunum því þetta var fyrir löngu ljóst. Það hafa margar greinar verið skrifaðar um hvernig myndi fara hér en FLOKKURINN hlustaði ekki og við kjósendurnir trúðum honum. Foringinn lofaði stórsókn sem var byggð á kviksyndi.
Ég get ekki séð hvernig þetta getuir verið ríkisstjórn að kenna sem tók við að taka til eftir sukkveislu fyrri ára í boði stórframsóknarflokksins.
Bjarki (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 08:53
Alveg er þetta hárrétt hjá þér Ómar. Sorglet er að sjá hvað Bjarni Gunnarsson er gjörsamlega lokaður fyrir því að afskriftir í bönkunum uppá tugi miljarða eru að gerast hjá "Ræstingafólkinu" Hvenær ætla menn að átta sig á því að allt þetta fólk niður á þingi er gjörsamlega vanhæft til að gera eitt né neitt vegna pólitísks drulluskapar. Skiptir þá engu í hvaða flokki það er. Samt er alltaf til fók sem er tilbúið að verja alla þessa löngu útbrunnu stjórnmálamenn og þeirra úreltu flokksstefnur og flokks hagsmuni, sem er í raun og veru aðalástæða þess að hér er allt í rúst. Hvenær ætlar fólk að átta sig á þessu.
Kveðja Sigurður.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 08:57
Blessaður Bjarni.
Eftir jarðskjálftana miklu sem lagði hluta af nærhéruðum Napólí borgar í rúst þá sendi alþjóðasamfélagið, sem og ríkisstjórn Ítalíu, bæði hjálpargögn og vistir á svæðið. Lítið barst hins vegar til fórnarlamba skjálftans, en svarti markaðurinn yfirfylltist af ýmsu dóti merktu WHO eða UNHCR.
Svo var hafist handa við uppbygginguna, og ítalska ríkisstjórnin lagði fram gífurlega fjármuni í það verkefni, auk fjárframlaga frá öðrum Evrópuríkjum. Fimmtán árum seinna þá bjó obbinn af fórnarlömbum skjálftans í bráðabirgðahúsnæði eða hreinlega tjöldum.
En hvað sem sagt verður um ítölsku mafíuna, þá lagðist hún aldrei svo lágt að kenna jarðskjálftanum um að fórnarlömbum hans bærist ekki hjálp.
Hún hafði vit á að þegja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 10:04
Blessaður Bjarki.
Þú vilt sem sagt meina að þið Suðurnesjamenn hafið sukkað meira en aðrir landsmenn, og því séu uppboðin hlutfallslega fleiri hjá ykkur en öðrum.
Hefur þér aldrei dottið í hug samhengið á milli hlutfallslega meiri atvinnuleysis og hlutfallslegra fleiri uppboða????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 10:07
Góður pistill og sannur, hjá þér Ómar.
Bjarni Gunnarsson, það er sorglegt að sjá hvað þú virðist vera "illa upplýstur" Á meðan milljóna og milljarða skuldir eru afskrifaðar af "svallveisluliðinu" og "svallveisluliðið" fær að búa áfram í glæstum húsum "sínum" þá er kverkatak bankamafíunnar með núverandi stjórnvöld að bakhjarli, stöðugt hert að almenningi með hörmulegum afleiðingum fyrir venjulegt vinnandi fólk, það missir húsin sín og íbúðir, missir vinnuna, fjölskyldur sundrast og fjöldi manns flytur úr landi - dæmin tala sínu máli. Þú þarf eitthvað að taka til í pokanum þínum Bjarni minn.
Kv. JIK
Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 10:17
Ég sagði ekkert um það að uppboð eða atvinnuleysi væri verðskuldað.
Ég sagði heldur ekki að við Suðurnesjamenn höfum sukkað meira eða minna en aðrir.
Við verðum hins vegar að horfast í augu við að margar ákvarðanir okkar voru rangar og gera vandann enn meiri en hann hafði þurft að vera. Dæmi að selja allar eignir og leigja, taka þátt í ýmsum verkefnum s.s. kappaksturbraut, Hljómahöllinni.... sem eru okkur erfið. Það eru ekki ríkisstjórn eða skilningsleysi annarra um að kenna hvernig staðan er og lausnin liggur fyrst og fremst hér heima. Jón Ingi segir að ég þurfi að taka til og það er rétt. Tel mig vera að gera það. Mér sýnist svo sannarlega ekki veita af því hjá honum sjálfum.
Bjarki (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 10:59
Bjarki minn, ég minntist ekki einu orði á þig og bið þig að afsaka það, ég var að leggja út frá orðum Bjarna G.
Kv. JIK.
Jón Ingi Kr. (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 11:04
Blessaður Bjarki.
Það var nú erfitt að misskilja Jón Inga, hann byrjaði að tala um Bjarna Gunnarsson.
En mínar kurteisu spurningar voru aðeins að benda þá hvað þú værir að segja. Þú notaðir tækifærið, þegar rætt var um harmleik, sem nú á sér stað á Suðurnesjum, og hjólaðir í stjórnun sjálfstæðismanna á sveitarfélaginu Reykjanesbæ.
Það er bara allt önnur Elle, og kemur þessu máli ekki við. Ekki nema hjá þeim sem trúa á refsingu guðs, og hún beinist að fólki sem kaus, eða kýs Sjálfstæðisbæinn.
Ef þig langar að vita um mínar skoðanir á stjórn Árna, þá setti ég þær í samhengi við frétt sem Mbl.is var að birta um Hraðbraut. En óráðsía einkavinavæðingarinnar kemur útburði fólks af heimilum sínum ekkert við.
Og við eigum öll að átta okkur á því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 11:24
Las í fljótfærni vitlaust hjá JKE. sorry.
Ómar telur s.s. engin tengsl vera á milli allra þeirra sem eru að missa vinnuna hjá Reykjanesbæ og sjá fram á atvinnuleysi og enn meiri greiðsluerfiðleika. Glórulaus rekstur Reykjanesbæjar er að kalla fram sum af þessum gjaldþrotum og þar á milli eru augljós tengsl. Það er kannski spurning um svolitla víðsýni og þekkingu á aðstæðum hér fyrir sunnan.
Bjarki (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 11:40
Bjarki, lestu blogg mitt um Hraðbraut, og þá sérðu hvaða skoðanir ég hef á því sem gerðist í Reykjanesbæ. Og á hvaða forsendum ég byggi gagnrýni mína.
En það skiptir ekki máli á hvað forsendum fólk er atvinnulaust, það er atvinnulaust.
Og það er verið að bera það út.
Og á þessum tímum, í kjölfar hamafara af mannavöldum, þá er útburðurinn glæpur.
Ég veit ekki hvort er verra að réttlæta glæp með því að benda á einhverja aðra glæpi, sem koma málinu ekkert við, eða láta eins og aðeins einn glæpur hafi verið framinn. Og þess vegna mega aðrir haga sér eins og þeir vilja, án þess að óttast dóm réttlætisins.
Spáðu í það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.