30.9.2010 | 23:56
Atli lét plata sig.
Og stendur nakinn á berangri, þolir ekki sína eigin skömm.
Vona að fríið hjálpi honum að ná áttum, og síðan felli hann stjórnina.
Eða er annar ICEsave samningur í burðaliðnum?????
Var það skýringin á að AGS mjálmaði ekki neitt núna þegar sjóðurinn stimplaði síðustu mánuði ríkisstjórnarinnar sem fullnægjandi níðingsverk gagnvart landi og þjóð???
Atli kýs jú frekar að grafa skurði út í náttúrunni en að svíkja þjóð sína á þingi.
Hvað er Steingrímur með í pokahorni sínu???
Kveðja að austan.
Atli tekur sér frí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enn einn sjallahálfvitinn að afhjúpa skömm og heimsku sína.
Djöfull geta menn verið blindir á afglöp eigins flokks, þó allt sé komið upp á borðið.
Sjálfstæðisflokkurinn er þjóðarníðingsflokksglæpaklíka sem ber að afmá út.
Hamarinn, 1.10.2010 kl. 00:04
Vel að orði komist Ómar
Björn Emilsson, 1.10.2010 kl. 00:09
Takk fyrir innlitið félagar.
Og góða nótt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 00:14
Ég óttast það að nýr IceSlave samningur sé tilbúinn, Atli þolir það ekki og fer í frí? Gæti það staðist?
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.10.2010 kl. 02:40
takk fyrir Ómar
þetta eru ord ad sønnu.
En merkilegt ad í svona umrædum skulu altaf koma inn ræfilshausar med vidmerkingar án nafns, er þad møguleiki ad þad séu VG fólk eda klofningur úr SF, ég spyr?. ofannefndir koma fram undir nafni og ég geri ekki rád fyrir ad vid skømmumst okkur fyrir þad, svo HAMAR ef þú ert madur (eda kona) ættir þú ekki ad vera hræddur (hrædd) ad standa vid þínar fullyrdingar og gefa "fólki" sjens ad svara.
Arnfinnur Gudmundsson (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 03:48
Atli hverfur yfirleitt fljótt af vettvangi áður en stórir atburðir gerast.. hann er jú lögfræðingur og þekkir því eðli rottna.. ;)
Óskar Þorkelsson, 1.10.2010 kl. 06:57
Blessuð gott fólk, og góðan daginn.
Arnfinnur, láttu ekki hamarinn fara í taugarnar á þér, þetta er handmálaður plastkorkur sem var leikmunur í myndinni Hamarinn. En hann heldur að hann sé solid grjót.
Óskar, þú segir nokk, kannski mættu hinir lögfræðingarnir á þingi líka rifja upp þetta eðli rottna. Þá þarf færri fíleflda karlmenn til að bera restina út.
Jóna Kolbrún, maður veit aldrei, er aðeins að halda málinu lifandi að svik séu í aðsigi. Besta vörnin er að sækja að landráðunum öllum stundum svo þeir séu alltaf uppstilltir við vegg þegar þeir loksins koma með sinn svikasamning fyrir almennings sjónir.
Vona samt að þeir hafi ekki þrótt til þess. Leitin að Dólgnum sýnist mér að hafa eyðilagt brúna milli Samfó og Evrópuklíku Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að innst inni þá séu of margir þingmenn VG á móti ICEsave til að stjórnin geti fyrir eigin tilstyrk komið málinu í gegnum Alþingi.
Svo er það hann Ólafur, hann mun aldrei fyrirgefa Samfylkingunni undirróðurinn og dylgjurnar, hann mun vísa öllum samningum sem eru samþykktir með minnsta mun, til þjóðarinnar.
En samt, maður veit aldrei, vegur landráða er venjulegu fólki hulinn. Það elur bara upp sín börn og reynir að kenna þeim að verða nýtir borgarar. Það skilur ekki svona launráð.
En varðstöðunni þarf að halda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 09:47
Arnfinnur.
Hvaða andskotans kjaftæði er þetta um að ég komi ekki fram undir nafni. Ef þú hefur smá þekkingu á skráningu á blogginu, þá er ekkert mál að sjá hvhvað ég heiti.
En með þig sem segist heita Arnfinnur gegnir öðru máli. Ég get á engan hátt sannreynt að þetta sé þitt rétta nafn, svo hættu að kasta grjótinu.
Að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn, átti ENGAN þátt í því hvernig hér fór allt til andskotans, það var allt Lehmann bræðrum að kenna.
Hamarinn, 1.10.2010 kl. 17:46
Blessaður Hamar, ennþá solid.
Hverjum dettur í hug að þú sért nafnlaus, ertu ekki Hamarinn???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 18:13
Ert þú jafn tregur og Arnfinnur? Nafn mitt er öllum ljóst sem kunna á bloggsíðurnar, en ég get ekki gert neitt við vankunnáttu þinni og annarra.
Ég gæti látið afmá nafn mitt, en kýs að gera það ekki.
Hamarinn, 1.10.2010 kl. 18:19
Blessaður Sveinn.
Ég hef alltaf vitað hvað þú heitir, frá því að þú komst fyrst stormandi inn í bloggheiminn.
Skil ekki hvernig þú gast skilið orð mín hér að framan að ég vissi ekki hvað þú hétir.
Ég var eiginlega að lýsa þér fyrir Arnfinni, sem er ekki eins kunnugur bloggheimi.
Með vinsemd og kveðju að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 18:26
'eg ætlaði nú ekki að móðga þig Ómar, en ef svo hefur verið biðst ég afsökunar.
Líklega er ég svona tregur.
Segðu mér eitt ert þú ekki stuðningsmaður sjálfstæðisflokksins.
Með vinsemd og virðingu. HAMARINN
Hamarinn, 1.10.2010 kl. 19:24
Blessaður Hamar, ekki tókst þér það, ég er illmóðgaður. Tek þetta kannski ekki nógu alvarlega, hef alltaf galgopaháttinn bak við eyrað.
En tónninn í andsvörum er alltaf í takt við innslögin, ekki nema menn hafi vottorð upp á að vera orðnir aldnir höfðingjar, það stendur illa á ef ég hjóla í þá.
Það er nú þannig að við Hriflungar getum víða komið við, það er ef við erum trúir okkar uppruna. En ef svo er, þá kjósum við aldrei Sjálfstæðisflokkinn, en ekki það, ég hef fyrir löngu lært að meta gott íhald, en það er samt eini af núverandi fjórflokk sem ég hef aldrei kosið, og hef ekki hugsað mér að bregða út af því.
Nógu miklu ráða þeir samt.
Já, og ég kaus heldur aldrei kratana í gamla daga, svona ef þetta svarar spurningu þinni.
Einnig held ég að flestum sem lesa þetta blogg reglulega sé ljóst að skammir mínar eru ótengdar flokkum, í mínum svarthvíta heimi eru allir sem styðja ICEsave andstæðingar mínir, en allir sem berjast á móti, fá alltaf jákvætt sjónarhorn, líka þegar ég skamma þá.
En núna er ég að blogga um Útburði og þá sem ég vil láta bera út.
Eigum þar kannski meiri samleið en þú hugðir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 20:30
Líklega mun svo vera, og ef ég hef vænt þig um stuðning við íhaldsóværuna , þá biðst ég afsökunar á því.
Sumt hef ég greinilega misskilið.
Kveðja að sunnan frá fjórflokkshatara.
Hamarinn, 1.10.2010 kl. 21:28
Ekkert að afsaka Hamar.
Ergir þar að sætta sig við arg.
En núna eru það bræðrabökin sem gilda.
Við látum ekki bera út samlanda okkar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.