30.9.2010 | 21:31
Koma svo, fylkjum liði fyrir utan Alþingi á morgun.
Ekki láta illþýðið komast upp með þessi níðingsverk, að láta útburð á fólki viðgangast.
Jafnvel gæludýrin okkar gætu betur, það er þau myndu ekki sína mannfólki þvílíka fólsku.
Fáum Alþingi og ríkisstjórn sem stjórnar fyrir fólk, ekki fjármagn.
Örlög okkar eru í okkar höndum.
Tökum til hendinni og látum eina útburðinn, ef Leppar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á annað borð útburð, vera þeirra eigin útburð, útburð af þingi.
Látum ekki bjóða okkur þetta lengi.
Kveðja að austan.
1100 uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 469
- Sl. sólarhring: 715
- Sl. viku: 6200
- Frá upphafi: 1399368
Annað
- Innlit í dag: 397
- Innlit sl. viku: 5252
- Gestir í dag: 365
- IP-tölur í dag: 360
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já eina leiðin er að slíta öll tengsl við erlenda lánadrottna. Við borgum ekki og hananú.
Allir sem tóku lán eiga núna það sem þeir keyptu. Þetta er einfalt dæm döh!
Gerum loks eitthvað byltingarkennt. Ég vil að við verðum eins og Kúpa þegar Castro-Ruz tók við.
Þetta er einmitt það sem hann gerði. Hann tók eignarhöldum yfir öll lán og allar erlendar eignir og gaf almenningi.
Væri það ekki himneskt!
Jonsi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 01:39
Blessaður Jonsi.
Takk fyrir innlitið og ennþá meiri þakkir að útskýra fyrir mér þann þankagang sem rekur fólk áfram í að styðja Útburðarstjórnina.
En hvernig í ósköpunum dettur þér það í hug að það sé hagur erlendra lánardrottna að gera almenning að skuldaþrælum. Ég hélt að það væri þeirra hagur að fá sem mest að skuldum sínum til baka.
En svona er þetta, menn hugsa dæmin á mismunandi hátt, annar styður útburð og þjáningar, hinn situr á bekk í anda og syngur með Gylfa Ægissyni, Í sól og sumaryl.
Takk samt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.